Á bls. 8 horfir JBH algerlega fram hjá því, að það var vinstri stjórn Steingríms Hermannssonar, sem setti lög um frjálst framsal veiðiheimilda. Það var ekki Sjálfstæðisflokkurinn, sem gerði það. Það voru ekki neo-conservativir í Sjálfstæðisflokknum, sem gerðu það. Það voru Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Borgaraflokkur,sem sáu um að koma þeirri þróun af stað, sem bjó til fyrstu milljarðamæringana á Íslandi og lagði grundvöll að valdatöku peninganna á Íslandi. Þetta höfum við JBH talað um áður og hann verður að horfast í augu við þennan veruleika og leggja út frá honum eins og hann sannanlega er.
Svo er hinn veikleikinn, sem ekki er fjallað um. Um hvað snúast átökin í heiminum í dag? Það er orðið mjög skýrt.
Þau snúast um átök fjármálamarkaða eða fjármálaafla og almennings. JBH segir réttilega að gróðinn hafi verið einkavæddur en skuldirnar þjóðnýttar. En hvernig hefur það verið framkvæmanlegt í lýðræðisþjóðfélögum? Það hefur verið gert vegna þess, að til hefur orðið óheilagt bandalag fjármálaafla og lýðræðislega kjörinna fulltrúa almennings með Angelu Merkel í fararbroddi, sem nýtir sína kjörnu stöðu og stjórnkerfið í Þýzkalandi og Frakklandi til þess að kúga almenna borgara í öðrum löndum til að borga tap þýzku bankanna, sem er til orðið vegna óvarkárni þeirra sjálfra og þeir eiga að sitja uppi með. Helzta tæki fjármálaaflanna og Angelu Merkel til þess að koma þessu í kring er Evrópusambandið.
Og inn í það viljið þið ganga og þar með ganga í þjónustu þessara sömu fjármálaafla!!
Þetta er mín söguskýring.
Með beztu kveðju.SG