EISTAR FÆRA ÍSLENDINGUM ÞAKKIR FYRIR STUÐNINGINN VIÐ SJÁLFSTÆÐISBARÁTTU ÞEIRRA FYRIR 20 ÁRUM

Þann 20. ágúst s.l. var efnt til málþings og hátíðahalda í Tallinn, höfuðborg Eistlands, til þess að minnast þess, að 20 ár voru þá liðin – þann 22. ágúst – frá því að Eistar lýstu yfir endurreistu sjálfstæði sínu, og Ísland varð fyrst ríkja til að viðurkenna það og koma á stjórnmálasambandi milli ríkjanna. Fyrir þessu málþingi stóðu utanríkisráðuneyti Eistlands og “The Estonain Foreign Policy Institute”.

Málþingið var tvískipt. Fyrst var fjallað um atburðarásina 1987-91, þegar andófið gegn sovésku nýlendustjórninni vaknaði, og reynt að meta mikilvægi þessara atburða í ljósi síðari tíma. Þeir sem þátt tóku í umræðunum voru: Esko Aho, fv. forsætisráðherra Finna, Leszek Balcerowicz, fyrrum fjármálaráðherra og seðlabankastjóri Pólverja, Ivars Godmanis, fv. forsætisráðherra Letta, Shelov-Kovadyaev, fyrrum varautanríkisráðherra Rússlands og Jón Baldvin Hannibalsson, fv. utanríkisráðherra Íslands.

Á seinna málþinginu var athyglinni beint að framtíðinni: “frá 1990-2030: hvernig mun reynsla s.l. 20 ára koma að notum við að marka stefnuna næstu 20 árin. Til þeirrar umræðu var boðið núverandi utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkja og Norðurlanda, þeirra á meðal Urmas Paet, utanríkisráðherra Eista, Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, Lene Espersen, utanríkisráðherra Dana og Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra Íslendinga.

Að málþinginu loknu var boðið til útitónleika við Toonpea kastalann, þar sem forseti Eistlands, Toomas Hendrik Ilves, flutti hátíðarræðu.

Daginn eftir, sunnudaginn 21. ágúst, var efnt til “Íslandsdags” í Tallinn, þar sem boðið var upp á fjölmarga menningarviðburði vítt og breitt um borgina. Forseti Íslands setti hátíðina á miðnætti á “Tallinn Song Festival Grounds” að viðstöddu miklu fjölmenni.

Hér fara á eftir inngangsorð mín á fyrra málþinginu um viðbrögð leiðtoga Vesturlanda við sjálfstæðisbaráttu Eista, sem skýrir við hvaða kringumstæður Ísland tók frumkvæði á alþjóðavettvangi til stuðnings við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða.

20 YEARS OF ESTONIA´S RESTORED INDEPENDENCE

Your struggle to restore Estonia´s independence, more than 20 years ago, was not merely a reassertion of nationalism; not only an effort to preserve your language, culture and national identity;

It was also a democratic revolution – a final settlement of the second world war in Eastern Europe, and an endgame in the Cold War.

An endgame in the Cold War – that is where your secession from the Soviet Empire came into conflict with Mr. Gorbachev´s overall aim – to keep the Soviet Union together at all cost. – It was also in conflict with the realpolitik of Western leaders: to end the Cold War with the USSR; to reach new agreements on disarmament and arms control; to liberate Eastern Europe; to negotiate the peaceful reunification of Germany. And for the US, to secure Soviet complicity towards the 1st U.S. invasion of Irak in January, 1991.

Your secession from the Soviet Union set the precedent for the dissolution of the USSR; it threatened to dethrone Gorbachev and return the hardliners to power in the Kremlin; it could lead to the resumption of the Cold War – with a serious risk of armed conflict in Eastern Europe.

Those were momentous issues of War and Peace; We were at an end of an era.

This is why – instead of welcoming you with open arms – Western leaders put pressure on Lithuania to freeze their declaration of independence; and pressed your leaders to settle for a compromise with your colonial masters.

The gap between the Rhetoric and the Realpolitik – of the principles and the practice – of the leaders of the Western Democracies had become almost unbridgeable.

This is why I felt there was a moral imperative for small nations to act – to fill the vaccum – in the name of solidarity of small nations. And that is what I and my Danish colleague – Uffe Elleman Jensen – tried to be.