R. Bogdanas, J. B. Hannibalssonas. Išgelbeti kapitalizma nuo kapitalistu
Að bjarga kapítalismanum frá kapítalistunum
Eftirfarandi grein um fjármálakreppuna og viðbrögð við henni, m.a. á Íslandi og í Litháen eftir okkur Ramunas Bogdanas birtist fyrst í tímaritinu Valstybe og síðan á vefritinu Delfi, sem er langmest lesni fjölmiðill í Litháen. Greinin byggir að uppistöðu á stefnuræðu, sem ég flutti s.l. haust á Baltic Assembly, en Ramunas hefur flettað inn í hana köflum um afleiðingar kreppunnar í Litháen og viðbrögð stjórnvalda þar í landi. Ramunas var fyrsti Litháinn, sem ég kynntist á sínum tíma. Hann var einn nánasti samstarfsmaður Landsbergis á örlagatímum sjálfstæðisbaráttunnar. Hann er núna sjálfstætt starfandi rithöfundur og blaðamaður í Vilnius.
Sjálfsagt eru ekki margir læsir á litháisku á Íslandi (fyrir utan Litháa, sem hér búa). En þá má alltaf reyna að fá botn í þetta með því að leita á náðir google þýðingarvélarinnar.