Þar með hefur Helgason leyst Auði Övu af hólmi sem metsöluhöfundur á Spáni. Stílræn tilþrif þín um Framsóknaráratuginn taka Jónasi frá Hriflu fram rétt eins og minningarorð Jónasar um Einar Ben tóku fram sjálfum Sigurði Nordal. Beinskeytt, háðskt, brillíant. Það er ekki heiglum hent að fást við slík stílræn tilþrif. Mikið lifandis ósköp getur maður vorkennt manni sem reynir en virðist ekki vita hversu vanmáttugur hann er. Guðríður móðuramma mín á Strandseljum við Djúp varð ung hugfangin af pólitík Jónasar frá Hriflu. Hún átti í sínu bókasafni allar hinar innblásnu Skinnfaxa greinar hugsjónamannsins um, hvernig ætti að uppræta fátækt og byggja upp þjóðfélag jöfnuðar á Íslandi. Allt var þetta skiljanlegt út frá bæjardyrunum á Strandseljum uppúr fyrra stríði. Síðan tekur við löng saga um fráhvarf frá hugsjónum og hugsjónabrigð. Þessi saga endar í því að verfeðrungar samvinnuhreyfingarinnar leggjast á náinn og ræna reitunum í eigin hagsmunaskini. Hallgrímur lýsir þessu betur en ég get gert. Þetta eru söguleg aldarhvörf. Og nú endurtekur sagan sig sem farsi. Kv JBH
YfirPirrupúri íhaldsins
Ég fór með fegurðardrottninguna í supermarkað í gær (hér í Andalúsíu) að því að okkur vantaði kælibox. Hér er bónus svo bókmenntalega sinnað að þú kemst ekki í kælinn nema í gegnum bókabúðina. Hér flokkast bókmenntir í kerlingaviðtöl, rómana (semi-erótískur þykjustuleikur), sænska krimma (Arnaldur og Yrsa) og loks koma sjálf skáldin. Þar er að finna Cervantes, Marcel Proust (og hina nýja norsku eftirlíkingu hans – 6 bindi), Coehlo, Umberto Eco og – Konan við þúsund gráður eftir Hallgrím Helgason.