Viðtal Gundars Reders við Jón Baldvin Hannibalsson

Á þessu ári er aldarfjórungur liðinn frá því að alþjóðasamfélagið viðurkenndi endurreist sjálfstæði Eystrasaltsþjóðanna þriggja – Litáa, Letta og Eista – og Sovétríkin liðu undir lok.

Af þessu tilefni er sagan rifjuð upp í máli og myndum. Það er efnt til sýninga, málþinga, hringborðsumræðna, sýndar heimildamyndir og gefnar út bækur. Þetta ber þó ekki allt upp á sömu dagana. Litáar halda mest upp á 11. mars, en þann dag árið 1990 lýsti Seimas – Þjóðþingið – yfir endurreistu sjálfstæði Litáens. Lettar minnast einkum „Daga barríköðunnar“ (e. Barricade days) 14. – 20. janúar, 1991, en þá fóru sérsveitir innanríkisráðuneytisins í Moskvu um Riga, hertóku lykilbyggingar og stjórnarsetur. Í þeim átökum féllu fjórir vopnlausir borgarar. Lettar halda einnig upp á 4. maí , en þann dag lýsti þing þeirra yfirsjálfstæði – en með fyrirvörum um samninga við Sovétríkin. Eistar munu einkum halda upp á seinustu dagana í ágúst, eftir hina misheppnuðu valdaránstilraun í Moskvu. Sovéska skriðdrekasveitin, sem átti að setja af þing og ríkisstjórn í Tallinn, stöðvaðist við það í hjólförunum.

Gundars Reders er fréttaritari Ríkissjónvarpsins í Riga og tók viðtalið, sem hér fer á eftir í bókasafni Háskólans í Vilnius 12. Febrúar, s.l.

http://ltv.lsm.lv/lv/raksts/16.02.2016-11-gundars-reders–jons-baldvins-hanibalsons-eng.id66052/