Viðtal í lettneska ríkissjónvarpinu við JBH

Þann 4. maí, 2015 var aldarfjórðungur liðinn frá því að lýðræðislega kjörið þjóðþing Letta samþykkti sjálfstæðisyfirlýsingu með fyrirvara. Lettar fóru varlega. Fyrirvarinn laut að því, að tilhögun , framkvæmd og tímasetning sjálfstæðisyfirlýsingarinnar væri samningsatriði. Sjálfstæðisyfirlýsingin varð því ekki virk, fyrr en eftir að Ísland tók frumkvæði að viðurkenningu á endurreistu sjálfstæði , sem staðfest var í Höfða í Reykjavík 26. ágúst, 1991.

Í tilefni af 4. maí sendi lettneska ríkissjónvarpið (LTV-1) fréttaritara sinn í Brüssel ásamt myndatökumanni til Salobrena í Andalúsíu til þess að taka viðtal við Jón Baldvin í tilefni dagsins. Viðtalið var hluti af samfelldri dagskrá um sjálfstæðisbaráttu Letta, sem var sýnd í sjónvarpinu 3. maí. Viðtalið er birt hér fyrir þá fáu menn á Íslandi, sem skilja lettnesku! Endursögn á íslensku birtist síðar.

http://ltv.lsm.lv/lv/raksts/04.05.2015-islande-latvijas-neatkaribu-atzina-pirma.id48680/