Hver er mannskilningur okkar? Er maðurinn góður eða illur í eðli sínu? Eða er hann hvort tveggja?
Er hann bæði fær um fórnarlund, sjálfsafneitun og samstöðu með þeim, sem eiga undir högg að sækja? En jafnframt uppvís að ólýsanlegri grimmd, fólskuverkum, illmennsku – reyndar oftar en ekki í nafni einhverra trúarbragða, sem eiga að réttlæta fólskuverkin í nafni viðurkennds rétttrúnaðar. – Nýfrjálshyggjan byggir sína fátæklegu hugmyndafræði á grunnhugmyndinni um eigingirni og sjálfselsku mannsins. “Græðgi er góð”, segir allt sem segja þarf um þann hugmyndaheim. Síðan erreynt að gera þetta ögn þekkilegra með því að segja: græðgi er ÖLLUM til góðs, þegar upp er staðið. Slátrarinn réttir þér ekki kjötið yfir búðarborðið til þess að seðja hungur þitt og þinna. Það sem knýr hann áfram, er hans eigið gróðasjónarmið. Það vill bara svo til, að hann seður hungur þitt í leiðinni – þ.e.a.s., ef þú átt fyrir því. Flóknara er það nú ekki. —