„NATO gegnir ekki lengur lykilhlutverki sem vettvangur pólitískrar umræðu milli Evrópu og Ameríku. Heimskreppan er í höndum leiðtoga G-20 ríkj-anna. Fámennur klúbbur sex ríkja reynir að fást við ógnina sem stafar af kjarnavopnavígbúnaði Írana. Evrópusambandið fæst beint við Rússa í þeim tilgangi að tryggja öruggt framboð orku úr austri. Leyniþjónustusamstarfið gegn hryðjuverkaógninni fer fram í gegnum tvíhliða samstarf helstu þjóð-ríkja. „Hernaðaraðgerðirnar sjálfar eru orðnar okkar raison d´étre,” segir háttsettur aðili í innsta hring NATO.„Ég beiti íhlutun, þess vegna er ég til.”
Einu sinni var Henry Kissinger að vandræðast með það, hvert hann ætti að hringja, ef hann vildi hafa samband við Evrópu. Eftirmenn hans á stóli utan-ríkisráðherra Bandaríkjanna þurfa ekki lengur að velkjast í vafa um það. Þeir eiga að hringja í Evrópusambandið. Hvað á NATO þá að gera? Á NATO að vera einhvers konar heimslögregla? Í þjónustu hverra, með leyfi? Það vekur upp margar spurningar: Hver hefur beðið NATO um að taka að sér að halda uppi lögum og reglu í heiminum?
Evrópa: Post-colonial
Sú var tíð að gömlu evrópsku nýlenduveldin töldu sig sjálfskipuð til að gegna því hlutverki. En þar kom að þau fengu sig fullsödd af því vanþakkláta starfi. Evrópa er núna post-colonial í sinni tilveru. Ameríska heimsveldið er hins vegar á hápunkti valds síns. Hnignunarskeiðið er framundan. Er sjálfgefið að Evrópa vilji ráða sig sem málaliða til þess að vinna skítverkin fyrir amer-íska heimsvaldasinna og þiggja fyrir molana, sem hrjóta af borðum hús-bændanna? Qui bono? – spurðu Rómverjar forðum. Hverjum í hag?
Á diplómatísku dulmáli var einu sinni sagt að NATO hefði verið stofnað til þess að halda Bandaríkjunum inni. Þýskalandi niðri og Sovétríkjunum úti. Þetta er allt saman liðin tíð. Sovétríkin eru úr sögunni. Sameinað Þýskaland á að heita forysturíki Evrópusambandsins. Og Bandaríkin eru heimsveldi, sem samkvæmt eigin hernaðarkenningu hafa sagt sig úr lögum við alþjóða-samfélagið og þurfa ekki á bandamönnum á halda.
Við lok seinni heimsstyrjaldarinnar báru Bandaríkin ægishjálm yfir heiminn í krafti efnahagslegs og hernaðarlegs styrks. Bandaríska hagkerfið var helm-ingur heimshagkerfisins. Bandaríkin voru eina kjarnorkuveldið. Þetta er allt fyrir löngu breytt. Evrópa er löngu risin úr rústum. Evrópusambandið er jafnoki Bandaríkjanna á efnahagssviðinu og atkvæðameira í heimsviðskipt-um. Evrópa hefur alla burði til að tryggja sjálf sitt innra og ytra öryggi.
Þá vaknar spurningin: Hvers vegna ætti sameinuð Evrópa að halda áfram að vera áhrifalítill undirverktaki Bandaríkjanna við stríðsrekstur þeirra á fjar-lægum slóðum? Samrýmist það þjóðarhagsmunum Evrópusambandsins? Ef ekki, þá á NATO, í sinni núverandi mynd, ekki framtíðina fyrir sér. Evrópa getur ekki verið verkfærakassi, sem Bandaríkjamenn grípa til út úr neyð, þegar þeim þóknast, en án samráðs. Annað hvort verður að semja upp á nýtt og þá á jafnréttisgrundvelli, með tilliti til gagnkvæmra hagsmuna beggja aðila, eða það er komið að leiðarlokum. Hér hlýtur „kalt hagsmunamat” að ráða, eins og þegar sjálfstæðismenn lýsa afstöðu sinni til Evrópusambands-ins!
Ameríka og Evrópa: Að vaxa í sundur…?
Fyrir fáum árum kom út athyglisvert safnrit eftir ameríska og evrópska sér-fræðinga á sviði alþjóðamála, öryggis- og varnarmála og alþjóðaviðskipta undir heitinu: America and Europe in the 21st Century: Growing Apart? Höfundarnir færa fyrir því rök að það sé engan veginn sjálfgefið að grund-vallarhagsmunir amerísks kapítalisma og evrópska velferðarríkisins ( e.The European Social Model) fari saman í framtíðinni. Hver ætti að vera hinn sameiginlegi óvinur, sem viðheldur fóstbræðralaginu?
Það er ekki tilviljun að þessar ríkjaheildir taka æ oftar ólíka afstöðu í leit að lausnum á helstu vandamálum samtímans. Það á við t.d. um loftslagsbreyt-ingar af mannavöldum, verndun hins náttúrulega umhverfis, vaxandi mis-skiptingu auðs og tekna innan þjóðríkja og á heimsvísu, efnahagsaðstoð og þróunarhjálp, hernaðaruppbyggingu og valdveitingu í samskiptum þjóða. Íraksstríðið afhjúpaði þennan ágreining, sem mun ágerast ef að líkum lætur, að sögn höfunda. Afstaðan til Ísraels, sem er skjólstæðingsríki Bandaríkj-anna, og til ofbeldisverka Ísraela á hernumdu svæðunum í Palestínu, er annað dæmi, þar sem þorri Evrópumanna hefur allt aðra afstöðu en banda-rísk stjórnvöld.
Þessi grundvallarágreiningur, sem fræðimennirnir spá að muni fara ört vax-andi, endurspeglar þá staðreynd að þjóðarhagsmunir ameríska heimsveldis-ins annars vegar og Evrópusambandsins, í sinni post-colonial tilveru, hins vegar, fara æ sjaldnar saman. Spurningin er: Hvenær kemur að því að það sem sundrar vegur þyngra á vogarskálunum en það sem sameinar? Eins og Matthías Jóhannessen, skáld, rifjaði upp fyrir okkur að gefnu tilefni í Draumalandinu um árið, þá er ekkert til sem heitir vinátta í alþjóðamálum – bara hagsmunir.
Og hvað með Ísland? Við erum ekki lengur á amerísku áhrifasvæði. Hvenær ætli Íslendingar manni sig upp í að horfast í augu við þá staðreynd, að við eigum í framtíðinni samleið með öðrum Norðurlandaþjóðum í svæðis-bundnu samstarfi með Eystrasaltsþjóðum og í nánu samstarfi við Evrópu-sambandið – eða fullri aðild seinna meir? Það er spurningin um að þekkja sinn vitjunartíma.Og hvað með Ísland? Við erum ekki lengur á amerísku áhrifasvæði. Hvenær ætli Íslendingar manni sig upp í að horfast í augu við þá staðreynd, að við eigum í framtíðinni samleið með öðrum Norðurlandaþjóðum í svæðis-bundnu samstarfi með Eystrasaltsþjóðum og í nánu samstarfi við Evrópu-sambandið – eða fullri aðild seinna meir? Það er spurningin um að þekkja sinn vitjunartíma.