Upp skalt á kjöl klífa

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um nýja bók eftir Svein Harald Øygard: Í víglínu íslenskra fjármála. Þetta er seinni grein af tveimur. Fyrri grein.

„ Við berum ekki aðeins ábyrgð á gjörð­u­m okk­ar, heldur einnig því sem við látum ógert.“ Moliére.


Eftir á að hyggja telst það hafa verið vel til fundið hjá Stein­grími J. að panta seðla­banka­stjóra að láni frá kollega sín­um, fjár­mála­ráð­herra Nor­egs.
Þar með vorum við laus við heim­an­fengin vensl og tengsl, sem valda hags­muna­á­rekstrum og opna fyrir laumu­gáttir fyr­ir­greiðslu og spill­ing­ar. Strák­ur­inn fékk skyndi­nám­skeið í rekstri seðla­banka á vegum seðla­banka­stjóra Nor­egs. Það reynd­ist vera góð hjálp í við­lög­um, þótt skyndi­hjálp væri, því að mað­ur­inn var aug­ljós­lega vel verki far­inn hag­fræð­ingur fyr­ir.

Hjálp í við­lögum

Framundan voru mán­uðir og miss­eri milli heims og helju. En upp frá því fer landið að rísa. Eftir að hafa fyr­ir­gert öllu trausti alls stað­ar, var landið tekið inn á gjör­gæslu­deild Aþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins (IM­F). Mér leist satt að segja ekki á blik­una vegna skelfi­legrar reynslu af kol­rangri nýfrjáls­hyggjupóli­tík sjóðs­ins í þró­un­ar­ríkjum heims­ins á und­an­förnum ára­tug­um. IMF hefur að eigin sögn komið við sögu í 136 kreppum hins kapital­íska heims­kerfis frá stofnun sinni upp úr seinna stríði til þessa dags. 

Það kom mér því þægi­lega á óvart, að Ísland breytti IMF meira en IMF breytti Íslandi. Þá á ég fyrst og fremst við, að IMF – öfugt við fyrri stefnu – kom þegar í stað á „capi­tal controls“ – gjald­eyr­is­höft­um. Það var til þess að fyr­ir­byggja fjár­flótta og til að forða frekara geng­is­hruni. Og til að byggja upp samn­ings­stöðu gagn­vart skyndigróða­fíklum, sem kenndir eru við jökla­bréf og snjó­hengju. Þetta skipti sköpum um fram­hald­ið. 

Annað sem skipti sköpum og sann­aði, að Íslend­ingar voru ekki með öllu heillum horfn­ir, var neyð­ar­lög­in. Þar með voru bank­arnir þjóð­nýttir –  og það sem meira var – inn­stæður spari­fjár­eig­enda voru settar í for­gang hjá þrota­búum gömlu bank­anna umfram hluta­bréfa – og skulda­bréfa – eig­end­ur. Þetta átti eftir að bjarga Ices­a­ve, eins og síðar kom á dag­inn. Um það hefur verið fjallað ræki­lega (sjá t.d. nýlega bók mína: Tæpitungu­laust, 3. hluti, kafli 11, „Hrunið – orsakir og afleið­ingar – íslenska dæmi­sagan“ bls. 278 og kafli 15: „Leið Íslands út úr Hrun­in­u“, bls. 313). Hver átti frum­kvæðið að því að breyta með lögum for­gangs­röðun kröfu­hafa í þrota­bú­in? Ég hef orð manna sem til þekkja fyrir því, að Ragnar Önund­ar­son, fv. banka­stjóri, eigi heið­ur­inn af því. Sé það rétt, verður hann að telj­ast meðal helstu vel­gjörð­ar­manna þjóð­ar­inn­ar.

Svo er ýmsu við að bæta því til skýr­ing­ar, hvers vegna Ísland náði sér aftur á strik fyrr og betur en nokkur maður þorði að vona, þegar útlitið var sót­svart í miðju Hrun­i.  Ísland var eina land­ið, þar sem ger­vallt fjár­mála­kerfið var ein rjúk­andi rúst. Það þýddi, að hvort sem mönnum (IMF þar með talið) lík­aði betur eða verr, var óhjá­kvæmi­legt að afskrifa skuldir í stórum stíl. Það var ekki tækni­lega mögu­legt að bjarga bönk­unum með því að láta skatt­greið­endur borga töp­in, eins og gert var ann­ars staðar að kröfu evr­ópska seðla­bank­ans og IMF. Og fjár­magns­höftin gáfu þjóð­rík­inu samn­ings­stöðu til þess að semja um nið­ur­fell­ingu skulda, sem ella hefði varla verið lið­ið. 

Við­reisn

Hvernig átti að end­ur­reisa bankana? Ríkj­andi skoð­un, byggð á reynslu Skand­in­ava frá banka­krepp­unni í upp­hafi 10nda ára­tugar 20stu ald­ar, var hin svo­kall­aða „sænska leið“. Sam­kvæmt henni átti að safna öllum „eitr­uð­um“ lánum í vondan banka sem væri rík­is­rek­inn og reyndi síðan eftir bestu getu að inn­heimta það sem íná­an­legt var. Þar með væri restin af banka­kerf­inu komin með heil­brigð­is­vott­orð til að þjóna atvinnu­lífi og heim­il­u­m. 

Þetta hefði ekki getað gengið á Íslandi. Ástæðan er sú, að  allt að 70% fyr­ir­tækja voru tækni­lega gjald­þrota. Hefði því öllu verið sópað í „vond­an“ banka, hefði verið of lítið afgangs til að end­ur­reisa hag­kerf­ið. Við þessar kring­um­stæður hefur leiðin sem valin var –  nefni­lega að taka öll útistand­andi inn­lend lán og inn­lendar inni­stæður í nýja banka – reynst afar vel. Frá­sögnin af því, hvernig umsamd­ist, (sjá bls. 248-51) er væg­ast sagt ævin­týra­leg. Og gefur öðrum þjóð­um, sem lenda í svip­uðum sporum síð­ar, eft­ir­breytni­vert for­dæmi.

Ann­að, sem Íslend­ingar gerðu í ríkj­andi neyð­ar­á­standi og er svo sann­ar­lega öðrum þjóðum til fyr­ir­mynd­ar, var að skipa rann­sókn­ar­nefnd Alþingis til að greina orsakir og afleið­ingar Hruns­ins og skila nið­ur­stöðum um, hverjir bæru á því ábyrgð, þannig að allir mættu af læra. Hitt er svo annað mál, að Alþingi og þeir stjórn­mála­flokk­ar, sem í hlut eiga (Sjálf­stæð­is-Fram­sókn­ar­flokkur og SF undir lok­in) hafa for­smáð nið­ur­stöður nefnd­ar­innar og látið undir höfuð leggj­ast að gera upp við for­tíð sína og ábyrgð á Hrun­in­u. 

Það var líka til  fyr­ir­myndar að setja á stofn emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara til að lög­sækja þá, sem sann­an­lega höfðu gert sig seka um lög­brot. Fyrir vik­ið  eiga sögu­fals­arar ögn erf­ið­ara með að rang­túlka sög­una. Og for­dæmi hafa verið sköpuð fyrir því, að menn kom­ast ekki upp með hvað sem er, þar með talin lög­brot í krafti auðs og valda.

Þannig getum við talið upp margt sem skýr­ir, hvers vegna Ísland náði sér betur og fyrr en aðrar þjóðir á strik eftir Hrun: Sjálf­stæð pen­inga­stefna (á manna­máli geng­is­fell­ing), neyð­ar­lög­in, fjár­magns­höft­in, skulda­af­skriftir í stórum stíl, engin banka­björgun á kostnað skatt­greið­enda, hag­kvæmir samn­ingar um end­ur­fjár­mögnun banka­kerf­is­ins, skýrsla rann­sókn­ar­nefndar Alþingis á orsökum Hruns­ins, sér­stakur sak­sókn­ari og sak­fell­ing fjár­glæfram­anna. Fyrir utan heppni og hag­stæð ytri skil­yrði, eins og t.d. dóm EFTA-­dóm­stóls­ins um Ices­ave og marg­földun ferða­manna­fjöld­ans.

Mis­tök

En rétt er að halda því til haga, að annað tókst miður en skyldi.

Eitt af því var að hafa upp á þýfi eig­enda gömlu bank­anna. Um þetta er fjallað á bls. 247-249. Þar seg­ir:

„Meðal margra brýnna mála ræddum við, hvort við ættum að leita uppi þá pen­inga, sem helstu eig­endur og stjórn­endur bank­anna kynnu að hafa tekið út úr bönk­unum rétt fyrir Hrun. „Allir stóru bank­arnir á Íslandi voru sýktir af lána­starf­semi út á vensl… oft hafa pen­ing­arnir verið sendir í skatta­skjól í löndum þar sem eign­ar­hald er ógagn­sætt með öllu… Ég mælti með því, að allt yrði reynt. Fjár­mála­ráð­herr­ann í Nor­egi hafði tekið á slíku til­viki með því að gera út elt­ing­ar­leik, sem stóð í ára­tug. Sér­fræð­ing­arnir fengu greiddan hluta af því, sem þeir end­ur­heimtu. Svo fór, að digrir sjóðir fundust“ (bls. 247).

Svein Har­ald fékk þessu ekki fram­gengt. Hann bók­aði sér­stöðu sína og seg­ist enn var þeirrar skoð­un­ar, að þrota­búin hefðu átt að gera meira til þess að hafa uppi á sjóð­um, sem voru lík­lega í fel­um. Í stað þess að fara að þessum ráðum, bauð seðla­bank­inn síðar slíkum aðilum upp á sér­stök vild­ar­kjör í því skyni að fá huldu­féð heim. Það er trú­lega umdeildasta ákvörðun Más Guð­munds­sonar á ann­ars far­sælum ferli hans. Enda hefur sá gjörn­ingur án efa stuðlað að vax­andi ójöfn­uði í okkar sam­fé­lagi og var þó ekki á  bæt­andi.

„Skjald­borg heim­il­anna“?

Slag­orðið um „skjald­borg um hag heim­il­anna“ vakti í upp­hafi vænt­ing­ar, sem erfitt reynd­ist að standa við með skil­virkum og trú­verð­ugum hætti. Umfjöllun höf­undar um þetta vand­með­farna efni (bls. 283-86) er ófull­nægj­andi. Menn þreif­uðu sig áfram í myrkrinu: Tíma­bundin stöðvun afborg­ana af geng­is­felldum og verð­tryggðum lán­um. Þak á láns­upp­hæð (110% af verð­trygg­ing­u). Umreikn­ingur geng­is­felldra erlendra lána í íslenskar krónur á upp­haf­legu gengi. Sá bögg­ull fylgdi þó skamm­rifi, að þrátt fyrir að dóm­stólar hefðu dæmt þessi lán ólög­leg, var lán­tak­endum refsað með aft­ur­virkum seðla­banka­vöxtum á þessum lán­um. Hví­lík stjórn­sýsla! Emb­ætti umboðs­manns skuld­ara var stofn­að. Er það ekki ennþá með opna búð? Loks er að geta leið­rétt­ingar Sig­mundar Dav­íðs, sem banka­skatt­ur­inn á hina end­ur­reistu og þjóð­nýttu banka stóð undir að hluta.

En hver var árang­ur­inn? Erlendar kann­anir sýna, að 42% allra neyslu­lána renna til 20% hinna tekju­hæstu, en 20% hinna tekju­lægstu eru aðeins með 6% (sjá bls. 285). Var útkoman hér á sömu lund – tekju­til­færsla til hinna  tekju­hæst­u? 

Af þessu til­efni er sér­stök ástæða til að minna á gagna­grunn Seðla­bank­ans, sem Sveinn Har­aldur segir eins­dæmi á heims­vísu. Höf­und­arnir er Þor­varður Tjörvi Ólafs­son (son­ar­sonur Ein­ars Olgeirs­son­ar, læri­föður míns í marx­isma forðum daga), og Karenar Áslaugar Vign­is­dótt­ur. Þetta er, að sögn, „gagna­grunnur heim­il­anna á lands­vís­u“. Á bls. 281 seg­ir: „Þarna er hægt að sjá gögn um það, hvað ein­stak­lingur hefur í tekj­ur, einnig gögn um skatta, lán, yfir­drátt, fjöl­skyldu­stærð  og – sam­setn­ingu, stað­setn­ingu, ald­ur, lífs­skil­yrði og hús­næði“ o.s. frv. Enn fremur seg­ir, að unnt sé að „líkja eftir í gagna­grunn­in­um“ afleið­ingum Hruns­ins. Þetta á við um lækkun geng­is, verð­bólgu, verð­lags­hækk­an­ir, atvinnu­leysi, breyt­ingar á laun­um, skatt­lagn­ingu og bótum og sveifl­urnar á fast­eigna­mark­aðn­um. 

Spurn­ing: Með þetta þarfa­þing í hönd­un­um, hvers vegna tókst ekki að koma fyr­ir­hug­aðri hjálp í við­lögum á hús­næð­is­mark­aðnum betur til skila til þeirra, sem mest þurftu á að halda? Þetta þurfa fræði­menn að rann­saka ofan í kjöl­inn. Í þessu sam­hengi er vert að vísa á rann­sókn Stef­áns Ólafs­son­ar, pró­fess­ors, á aðgerðum rík­is­stjórnar Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur (2009-13) til að verja vel­ferð­ar­þjón­ust­una í Hrun­inu (sjá Stefán Ólafs­son, Mary Daly, Olli Kan­gas og Joakim Pal­me: Welfare and the Great Recession, O.U.P.)

Synda­selir og sögu­lok

Hverjir eru synda­sel­irnir í þess­ari sögu? – séð með glöggum augum gests­ins. Með vísan til spak­mælis Moliére, sem vísað var til í upp­hafi, um að menn beri ekki bara ábyrgð á gjörðum sínum heldur líka hinu, sem þeir létu ógert (van­ræksla), má draga þá í tvo dilka: Í fyrri hópnum eru eig­endur og stjórn­endur bank­anna,  mat­stofn­an­irnar – og hinir ósnert­an­legu end­ur­skoð­endur – vegna þess sem þeir gerðu. Í hinum hópnum eru stjórn­völd, for­ystu­menn ráð­andi stjórn­mála­flokka og lyk­il­menn stjórn­sýsl­unn­ar, sem og eft­ir­lits­stofn­an­irn­ar, seðla­banki og fjár­mála­eft­ir­lit – fyrst og fremst vegna þess sem þeir létu ógert. Van­ræktu skyldur sín­ar.

Sem ég skrifa þessi orð skýst eft­ir­minni­leg tala upp í hug­ann – 147. Hvað er svona merki­legt við hana? Það er þetta: Vitr­ing­arnir þrír, sem stýrðu rann­sókn­inni á orsökum og afleið­ingum Hruns­ins, yfir­heyrðu 147 ein­stak­linga vegna rann­sókn­ar­inn­ar. Þetta voru menn og konur sem voru í for­ystu­hlut­verkum og báru ábyrgð á hag lands og lýðs. For­ystu­menn stjórn­mála­flokka, ráð­herrar í lyk­il­hlut­verk­um, ráðu­neyt­is­stjór­ar, for­stöðu­menn Seðla­banka og fjár­mála­eft­ir­lits, stjórn­endur fjöl­miðla, fyrir nú utan höf­uð­paurana sjálfa í bönkum og við­skipt­um. Ekki einn ein­asti þeirra – alls eng­inn – kann­að­ist við að bera nokkra ábyrgð á óför­un­um, hvorki með gerðum sínum né aðgerð­ar­leysi. „Not my depart­ment“. Það var svar­ið. Þetta var allt saman ein­hverjum öðrum að kenna. – Er þetta ekki eft­ir­minni­leg­asta lexí­an?

Hver var nið­ur­stað­an, að mati IMF, þegar Ísland loks losn­aði úr gjör­gæsl­unni? Mark Flana­gan, verk­efn­is­stjóri hjá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðn­um, lýsir því með eft­ir­far­andi  orð­u­m: 

„Ís­landi hefur farið fram á öllum þeim for­gangs­svið­um, sem samið var um. Allt það sem sam­komu­lag var gert um, stóðst. Þegar um ágrein­ing var að ræða, lágu báðar hliðar máls­ins fyr­ir, og lausn fannst. Önnur lönd sem fylgja áætl­un, segja já, já og já, en gera svo ekki neitt. Þannig var það aldrei á Ísland­i“.  – Hér kveður heldur betur við annan tón um vinnu­brögð og verk­lag í íslensku stjórn­sýsl­unni heldur en var að venj­ast fyrir Hrun.

Óleyst vanda­mál

Gott og bless­að, svo langt sem það nær. En hvað má af þessu læra? Þar er efst á blaði okkar óleysta eilífð­ar­vanda­mál – íslenska krón­an, útþynnt og geng­is­felld ad infinit­um. Stað­geng­ill henn­ar, verð­trygg­ing­ar­krón­an,  veltir allri áhættu okkar sveiflu­kennda efna­hags­lífs yfir á herðar skuld­ara  – breytir lán­tak­endum í skulda­þræla, en slær skjald­borg – ekki um heim­ilin – heldur um fjár­magns­eig­end­ur.­Lausnin – að ganga í Evr­ópu­sam­bandið og taka upp evru – er því miður ekki fýsi­legur kostur að sinni, að feng­inni reynslu af hinum glat­aða ára­tug evru­svæð­is­ins vegna getu­leysis að fást við afleið­ingar fjár­málakreppu. Hvað segir reynsla norska seðla­banka­stjór­ans honum um þessa ráð­gátu?

„Sumir segja, að Ísland kenni okkur gildi þess að hafa sveigj­an­legt gengi. Það er að nokkru leyti rétt. Víð­tæk geng­is­lækkun verður til þess að hægt er að aðlaga í einu lagi kostn­að­ar­liði ,sem ann­ars gætu kallað á mörg hund­ruð ákvarð­an­ir, póli­tíska íhlut­un, samn­inga og þrjósku. Samt skal minnt á, að sveigj­an­leiki geng­is­ins átti mik­inn þátt í að skapa upp­haf­lega vand­ann. Geng­is­lækkun hefði heldur ekki gagn­ast að ráði, ef henni hefði ekki  verið fylgt eftir með fryst­ingu launa af hálfu aðila vinnu­mark­að­ar­ins“ (sjá bls. 396-7).

Þetta er vand­inn í hnot­skurn. Hann er óleyst­ur. Þar til lausnin finn­st, verðum við að vona, að gáfna­ljósin í pen­inga­stefnu­nefnd geti haldið okkar veik­burða fleyi á floti.

Þegar til lengri tíma er lit­ið, er ljóst hvað vant­ar, að mati Sveins Har­alds til þess að lang­þráður draumur okkar um stöð­ug­leika til fram­búðar geti ræst. Gefum Sveini Har­aldi loka­orðin (bls.384):

„Það liggur ljóst fyrir hvað vant­ar, svo að vöxtur verði stöð­ugur og sjálf­bær: fjöl­breytni í fram­leiðslu­iðn­aði, aukna sam­keppni, ákveðna pen­inga­stefnu, skýr­ari tekju­staðla og aðhald í rík­is­fjár­mál­um, lík­lega með stöð­ug­leika­sjóð rík­is­ins til þess að kór­óna allt sam­an. Ísland þarf meira á slíku að halda en önnur rík­i.  Hvert verður gengið eig­in­lega, þegar síð­asti ferða­mað­ur­inn hættir við að kom­a“?

Höf­undur er fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra.