„Krossfestur, hengdur eða skotinn?“

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um nýja bók eftir Svein Harald Øygard: Í víglínu íslenskra fjármála. Þetta er fyrri grein af tveimur.

„Við berum ekki aðeins ábyrgð á gjörðum okk­ar, heldur einnig því sem við látum ógert“ Moliére   

Fyr­ir­sögnin hér að ofan er fengin að láni frá Sturlu Páls­syni, sem sam­kvæmt frá­sögnum virð­ist hafa verið ein­hvers konar „trou­bles­hoot­er“ í fjör­brotum Seðla­bank­ans á síð­ustu dögum Dav­íðs.  Sturla var að lýsa því í minn­is­blaði, hverra kosta væri völ að hans mati, vænt­an­lega fyrir stjórn­endur bank­ans, ef ekki okkur öll, í aðdrag­anda Hruns.

Og það var ekki fjarri lagi. Þriðja stærsta gjald­þrot mann­kyns­sög­unn­ar. Það munar um minna!  Það tók Sviss­lend­inga 300 ár að byggja upp banka­geira, sem nam átt­faldri vergri lands­fram­leiðslu (VLF). Það tók íslensku bankster­ana 5 ár að nífalda VLF. Allt í skuld. Eigið fé, sem íslensku bank­arnir stærðu sig af, var allt fengið að láni. Eftir Hrun kærðu 27 alþjóð­legir bankar van­skil íslenskra banka og kröfð­ust bóta. 

„Við komumst að því, að FME (fjár­mála­eft­ir­litið íslenska) skilur ekki áhætt­u“, sögðu banka­menn frá Barclays, um leið og þeir tóku fyrir frek­ari lán til Íslands (sjá. bls. 59).  Það er nú eig­in­lega það eina, sem fjár­mála­eft­ir­liti er ætlað að skilja. Bregð­ist það er fokið í flest skjól. Það er athygl­is­vert að norski olíu­sjóð­ur­inn  komst að þeirri nið­ur­stöðu, að besta fjár­fest­ingin á Íslandi væri að kaupa trygg­ingu fyrir van­skil­um. Það væri pott­þétt. Svo eru íslenskir rit­höf­undar að dunda sér við að skrifa smá­krimma­sög­ur, sem eru þýddar á ótal tungu­mál og selj­ast eins og heitar lummur um allar triss­ur. 

Köngu­ló­ar­vef­ur­inn

En glæpareyfar­inn,  sem hér er spunn­inn af norska seðla­banka­stjór­an­um, sem við fengum að láni til að losna við Davíð árið 2009, er miklu meira spenn­andi. Enda meira lagt und­ir. Tíföld þjóð­ar­fram­leiðsla að veði. Eig­endur banka tæmdu þá með lánum til sjálfra sín – og hirtu gjald­eyr­is­vara­sjóð Seðla­bank­ans í kaup­bæti  með hinum frægu „ást­ar­bréf­um“ – end­an­lega til eign­ar­halds­fé­laga sinna, sem áttu sér heim­il­is­festi í póst­hólfum á pálma­eyjum Karí­ba­hafs­ins. Og lífs­stíll hinna nýríku var eftir því: Einka­þotur og lysti­snekkj­ur, sukk og svall­veisl­ur, fót­bolta­fé­lög til að leika sér með, og fjöl­miðlar til að rétt­læta allt saman og fegra ímynd­ina. 

Lykilorðin til að skilja „sy­stemið í þessum galskab“ eru tengsl og vensl. Inn­byrðis tengsl og vensl  banksteranna, sem á þessum árum léku sér að örlögum þjóð­ar. Tákn­mynd tíma­bils­ins birt­ist í einu af mörgum bindum rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is. Það var risa­vax­inn köngu­ló­ar­vef­ur, þar sem tengsl og vensl eign­ar­halds­fé­laga með ótrú­lega hug­kvæmum nafn­gift­um, voru rak­in.  Virtir end­ur­skoð­endur spil­uðu með og sluppu frá því, af því að þegar röðin kom að þeim hjá sér­stökum sak­sókn­ara voru fjár­veit­ingar á þrotum og sér­fræð­ingar ekki á lausu. Meg­in­verk­efni bank­anna var sér­fræði­ráð­gjöf til þotu­liðs­ins um yfir­hylm­ingu og skatt­svik. 

Eftir á spyrja menn sjálfa sig og hver ann­an, furðu­lostn­ir: Hvers vegna gerði eng­inn neitt? Allt gerð­ist þetta á vakt tveggja for­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Geirs Haarde í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu og Dav­íðs Odds­sonar í Seðla­bank­an­um.  Hvers vegna gerðu þeir ekki neitt? Báðir til­heyrðu þeir á yngri árum hinum fræga klúbbi, sem kenndur var við Eim­reið og boð­aði fagn­að­ar­er­indi nýfrjáls­hyggj­unn­ar. Undir þeirra stjórn var Ísland orðið að til­rauna­stofu nýfrjáls­hyggj­unn­ar. Sam­kvæmt kenn­ing­unni átti jú ekki að gera neitt. Mark­að­irnir áttu að sjá um þetta. Sam­kvæmt því var afskipta­leysið ekki mis­tök, heldur stefna sem átti að fram­fylgja. 

Svikin lof­orð

Seðla­banka­stjórar Norð­ur­landa funda saman þriðja hvern mán­uð.  Á fundi þeirra þann 14. maí, 2008 bað seðla­banka­stjóri vor um hjálp – gjald­eyr­is­skipta­samn­ing. Hinir seðla­banka­stjór­arnir settu skil­yrði. Þeir kröfð­ust þess, að íslenska banka­kerfið yrði minnkað – lang­tíma­mark­miðið var, að það drægist sam­an  um a.m.k. helm­ing. Þeir létu hringja í Geir Haar­de, for­sæt­is­ráð­herra Íslands, af fund­in­um. Geir lof­aði öllu fögru. Næsti fundur seðla­banka­stjór­anna var hald­inn eftir fall Lehmans. Þá lá allt fyr­ir: „Ekki hafði verið upp­fyllt neitt þeirra skil­yrða, sem sett höfðu verið fram í maí. Sagan end­ur­tók sig“, segir Stefan Ing­ves, sænski seðla­banka­stjór­inn, sem var hertur í eldi sænsku fjár­málakrepp­unnar upp úr 1990. 

Fjórum dögum eftir hrun Lehmans, 19. sept­em­ber, 2008  birti íslenski Seðla­bank­inn stöðu­mat sitt á minn­is­blaði. Við­brögð sænska seðla­banka­stjór­ans voru þessi: „Þá þegar var nán­ast allt farið til fjand­ans. Alger­lega. Eng­inn trúði orði af því, sem þarna var sagt og skrif­að“ (sjá bls. 104). – Svo segja menn, að banka­starf­semi snú­ist um traust!

Ísland var rúið trausti. Skömmu seinna var það lagt inn á gjör­gæslu­deild IMF –    Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins.

Dramb er falli næst

Af hverju gerði eng­inn neitt? Sam­kvæmt þáver­andi for­seta Íslands, Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, (fyrr­ver­andi for­manni Alþýðu­banda­lags­ins) var engin ástæða til að gera neitt. Hann var á þessum árum vild­ar­vinur og helsta klapp­stýra útrás­ar­vík­ing­anna, sem svo voru kall­að­ir. Þann 3. maí, 2005 flutti hann ræðu í Lund­ún­um, sem fræg varð að endem­um. Text­inn ætti að vera inn­ram­maður uppi á vegg í ráðu­neytum og stjórn­ar­stofn­unum Íslands, öllum til við­vör­unar um hin fornu sann­indi, að dramb er falli næst.

Ræðan var hástemmdur lof­söngur um eðl­is­læga yfir­burði íslensku útrás­ars­ar­vík­ing­anna. For­set­inn taldi upp 13 ástæður fyrir stór­kost­legum árangri þeirra. Hér eru nokkur sýn­is­horn, sem reyna á trú­girni les­and­ans:  Vinnu­sið­ferði (25 þeirra voru síðar dæmdir til fang­els­is­vistar fyrir svind­l), árang­urs­sækni (gjald­þrot bank­anna), æðru­leysi gagn­vart áhættu (enda þurftu aðrir að borga reikn­ing­inn að lok­um), lítil skrif­finnska (skap­andi reikn­ings­hald eða bók­halds­hag­ræð­ing), per­sónu­leg tengsl (sbr. köngu­ló­ar­vef­inn),  mik­il­vægi per­sónu­legs orðstírs (voru þeir ekki allir hand­hafar stór­ridd­ara­kross fálka­orð­unn­ar?), sam­keppn­is­hæfur inn­an­lands­mark­aður (sic!), sam­starfs­hæfni og sköp­un­ar­gáfa (sjá bls. 62).

Lýsir þetta ekki fyrst og fremst aðdá­un­ar­verðri sköp­un­ar­gáfu við öfug­mæla­smíð? Væri ekki nær að klóna höf­und­inn frem­ur  en hund­inn?

Við­vör­un­ar­merkin

Var Hrunið fyr­ir­sjá­an­legt? Já, segir seðla­banka­stjór­inn norski. Við­vör­un­ar­merkin blöstu alls staðar við. Menn  hlutu að vera slegnir (hug­mynda­fræði­legri) blindu til að sjá þau ekki. Já, en – var það fyr­ir­byggj­an­legt? Aftur segir norski seðla­banka­stjór­inn já. Hann vitnar í „mín­i-krís­una“ árið 2006 og lýsir því með dramat­ískum hætti: „Sunnu­dag­ur­inn 26. mars, 2006 markar þá stund á Íslandi, þegar ekki varð aftur snú­ið“, segir banka­starfs­maður (sjá bls. 151).

„Lands­bank­inn hafði til­kynnt yfir­völd­um, að bank­anum yrði ekki kleift að greiða afborg­un, sem féll í gjald­daga dag­inn eft­ir. Þann dag var hald­inn neyð­ar­fundur á heim­ili seðla­banka­stjóra með full­trúum bank­anna þriggja“….  „Okkur var ljóst, að eitt­hvað væri að“, segir starfs­maður seðla­bank­ans. …“á miðjum fund­inum þann 26. mars til­kynnti Lands­bank­inn, að fjár­mögn­un­ar­vandi bank­ans væri leyst­ur. Pen­ing­arnir væru til­tæk­ir. Þarna misstu menn af tæki­færi til þess að grípa í taumana“, segir Nors­ar­inn.

 „Hefði verið reynt að ná tökum á efna­hags­kerf­inu dag­inn þann, hefði mátt forð­ast hvell­inn“ (bls. 151). 

Er þetta rétt? Svarið er já. Ekki í þeim skiln­ingi, að Ísland hefði þar með sloppið við áhrif amer­ískrar fjár­málakreppu, sem barst með smit­berum vítt og breitt um heim­inn. En það hefði mátt minnka skað­ann veru­lega. Forða fjölda fólks frá harm­kvæl­um. Hvern­ig?  Með því að færa aðal­stöðvar bank­anna (alla vega stærsta bank­ans) til Lund­úna, þaðan sem þeir stýrðu umsvifum sínum vítt og breytt um heim­inn. Með því að breyta úti­búum bank­anna erlendis í dótt­ur­fé­lög, sem þar með yrðu rekin með banka­leyfi og á ábyrgð trygg­ing­ar­sjóða gisti­ríkja, eins og reyndar stóð til boða (Ices­ave o.fl.).  Sein­ustu for­vöð til að gera þetta hefðu verið á fyrstu mán­uðum 2008, með því að fram­fylgja neyð­ar­ráð­stöf­un­um, sem Buiter og Sibert lögðu til – en til­lögum þeirra var sem kunn­ugt er stungið undir stól.

Seðla­bankar hafa marg­vís­leg önnur ráð til að minnka umsvif og draga úr skulda­söfnun við­skipta­banka. „Fjár­mála­eft­ir­litið er ekki með neina pen­inga. Það er seðla­bank­inn sem er með pen­ing­ana. Sá sem er yfir seðla­bank­anum á að gæta pen­ing­anna“.

 „Sumir segja, að stjórn­völd, seðla­bank­inn og við­skipta­bankar, hefðu lítið getað aðhafst 2006 og 2007. Það er ein­fald­lega ekki rétt“ – segir sá norski (sjá bls. 152).

Að gera illt verra

„Í stað þess að draga úr umfangi eigna sinna keyptu bank­arnir eigin hluta­bréf, juku lán til eig­enda sinna og lögðu fram enn meiri pen­inga, þegar þrýst var á eig­end­urna út af fyr­ir­tækja­sam­steyp­um, lysti­snekkjum og þot­um. Mikið af þess­ari gegnd­ar­lausu eyðslu var fjár­magnað með skamm­tíma­lánum úr seðla­bank­an­um“(­sjá bls. 152).

Hvað er um þetta að segja? „Þetta er með ólík­ind­um“, segir Tryggve Young, reyndur nor­rænn banka­mað­ur. „Seðla­banka­fjár­mögnun á að nota í neyð og til skamms tíma. Bank­arnir bera stærstu ábyrgð­ina, en fjár­mála­eft­ir­litið og seðla­bank­inn áttu að vita bet­ur“.

Með­vit­und­ar­leysi

Þetta rímar við nið­ur­stöður Rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is. Þar segir (sjá bls. 153): 

„Fyrir ligg­ur, að í rík­is­stjórn Íslands var allt fram að falli bank­anna lítið rætt um stöðu bank­anna og lausa­fjár­krepp­una, sem hófst undir lok sum­ars 2007. Hvorki verður séð af fund­ar­gerðum rík­is­stjórn­ar­innar né frá­sögnum þeirra sem gáfu skýrslur fyrir rann­sókn­ar­nefnd Alþingis að þeir ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem fóru með efna­hags­mál (for­sæt­is­ráð­herra), banka­mál (við­skipta­ráð­herra) eða fjár­mál rík­is­ins (fjár­mála­ráð­herra) hafi gefið rík­is­stjórn­inni sér­staka skýrslu um vanda bank­anna eða hugs­an­leg áhrif hans á efna­hag og fjár­mál rík­is­ins frá því að þrengja tók að bönk­unum og þar til banka­kerfið rið­aði til falls 2008. Það er fánýtt að ræða um það, hvaða ráð­herrum og emb­ætt­is­mönnum sé um að kenna. Allir við­stadd­ir, sem sáu hvað var að ger­ast, hefðu átt að lýsa yfir áhyggjum sínum og hefja aðgerðir til þess að tryggja umbæt­ur. Eða segja af sér“ (sama bls.).

En það gerði eng­inn neitt. Það sagði eng­inn af sér. Og því fór sem fór.

Fram­hald á morg­un: „Upp skalt á kjöl klífa“ – leið Íslands út úr Hrun­inu

Höf­undur er fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra.