Heimsóknin til Tallin

Þessar myndir voru teknar í heimsókn Jóns Baldvins og Bryndísar til  Eistlands seinustu vikuna í febrúar. Eitt af mörgum viðtölum við Jón Baldvin var tekið í höfuðstöðvum, lögfræðistofu Aku Saroinen, sem starfar í öllum Eystrasaltslöndum. 

Fyrir utan að rifja upp daga sjálfstæðisbaráttunnar fyrir unga fólkið, snerust umræðurnar að mestu um samskiptin við Rússland og þær hættur, sem steðja að Eystrasaltsþjóðum frá hinum stóra nágranna.

Flaggið var utan á hótelin okkar og JB boðinn velkominn með áletrun.