
Ilmur Kristjánsdóttir í hlutverki sínu
bryndis.schram@gmail.com
Þjóðleikhúsið frumsýnir HEDDA GABLER eftir Henrik Ibsen
Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir
Þýðing og dramatúrgía: Bjarni Jónsson
Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson
Búningar: Filippía I. Elísdóttir
Tónlist: Barði Jóhannsson
Lýsing: Halldór Örn Óskarsso
Leikfélag Menntaskólans í Hamrahlíð
Sýndur í Eyjarslóð 3
Höfundar: Bjartmar Þórðarson og nemendur hans
Leikstjóri: Bjartmar Þórðarson
Danshöfundur: Ásgeir Helgi Magnússon
Ljósahönnuður: Torfi Geir Símonarson
Höfundur tónlistar: Jón H. Geirfinnsson
Nemendur sáu jafnframt um hönnun og smíði leikmyndar, þau saumuðu búninga, sömdu tónlist og förðuðu hvert annað.
Mér fannst eins og þetta gæti verið gamalt frystihús – eða kannski bara vinnslusalur í frystihúsi. Hér hafa hugsanlega einhvern tíma staðið örþreyttar konur og pillað rækjur eða flakað þorsk til útflutnings. En það er liðin tíð. Nú er hér ekkert nema ísköld gólf og snjakahvítir veggir. Birtan er bláföl – eiginlega líkföl. Ósjálfrátt dreg ég fæturna undir mig og hneppi að mér kápunni til að halda á mér hita. Er þetta fyrirboði um það sem koma skal? Ljótleikur heitir það.
Íslenski dansflokkurinn sýnir í Borgarleikhúsinu:
Sinnum þrír
Heilabrot
White for Decay
Grossstadtsafar
Fyrsta verkið á sýningu Íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu að þessu sinni heitir Heilabrot. Og það má segja, að höfundarnir, Brian Gerke og Steinunn Ketilsdóttir, brjóti svo sannarlega heilann. Efnið er dregið beint út úr hversdagleikanum, hugleiðingar um tilgang lífsins í gerviveröld og leitina að hamingjunni. Meinfyndið verk, sem vekur upp áleitnar spurningar um tilganginn með þessu öllu saman.
Herranótt í Norðurpólnum setur upp Draumur á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare
Leikstjóri: Gunnar Helgason
Útlitshönnun: Kristína Berman
Aðstoðarleikstjóri: Helga Hvanndal Brjánsdóttir
Tónlist: Kristján Norland
Leikendur: Nemendur í Menntaskólanum í Reykjaví
Þrátt fyrir að eiga upptök sín í plastinu er Norðurpóllinn hálfgerður ævintýraheimur. Hver ranghalinn á fætur öðrum, ljóstýrur í dularfullum skúmaskotum og lágvært öldugjálfur við túnfótinn. Mjög viðeigandi entrée að ævintýrinu, sem Shakespeare skrifaði fyrir okkur endur fyrir löngu um dintótta bokka og daðrandi heilladísir, sem hafa nautn af því að stríða mannfólkinu og koma því í bobba.
Þjóðleikhúsið frumsýnir: Allir synir mínir eftir Arthur Miller
Þýðing: Hrafnhildur Hagalín
Leikjstóri: Stefán Baldursson
Leikmynd: Grétar Reynisson
Búningar: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir
Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson
Lýsing: Lárus Björnsson
Leikendur: Jóhann Sigurðarson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Björn Thors, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Edda Arnljótsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Vidís Hrefna Pálsdóttir, Hringur Ingvarsson og Grettir Valsson
Ég bjó í Bandaríkjunum um fimm ára skeið fyrir og eftir seinustu aldamót. Þá var Arthur Miller enn á lífi, háaldraður maður, fæddur árið 1915. Öðru hverju birtust viðtöl við öldunginn í tímaritum og helgarblöðum, þar sem hann var enn að láta gamminn geysa og velta sér upp úr spurningum um mannleg gildi, samfélagslega ábyrgð, réttlæti, ranglæti, sekt og sakleysi. Hann var hápólitískur, ástríðufullur – og enn uppfullur af gagnrýni á bandarískt samfélag.
Leikfélagið Lab Loki frumsýnir í Tjarnarbíói:
Svikarinn
Leikverk eftir Árna Pétur Guðjónsson og Rúnar Guðbrandsson.
Byggt á verkum Jean Genet, einkum Vinnukonunum.
Leikari: Árni Pétur Guðjónsson
Leikstjórn: Rúnar Guðbrandsson
Búningar og útlit: Filippía Elíasdóttir
Tónlist og lýsing: Garðar Borgþórsson
Framkvæmda- og fjármálastjórn: Birna Hafstein
Afhjúpun
Jean Genet og Árni Pétur eiga það sameiginlegt að hafa ríka þörf fyrir að ganga fram af fólki, hneyksla, ofbjóða – eða eigum við kannski að nota orðið hrista upp í – með eftirminnilegum hætti. Það gerði alla vega Árni Pétur þessa nótt, sem ég hitti hann fyrst vestur á Ísafirði fyrir mörgum mörgum árum. Og mér finnst eiginlega, núna þegar ég lít til baka, að gjörningur hans á þeirri stundu hafi verið eins konar forleikur að því, sem hann nú býður upp á í Tjarnarbíói fjörutíu árum seinna.
Þjóðleikhúsið frumsýnir barnaleikritið: Ballið á Bessastöðum
Höfundur: Gerður Kristný
Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir
Búningar: María Th. Ólafsdóttir
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
Brúðuhönnuður: Bernd Ogrodnik
Leikendur:
Jóhannes Haukur Jóhannesson
Þórunn Arna Kristjánsdóttir
Edda Arnljótsdóttir
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
Þórunn Lárusdóttir
Ævar Þór Benediktsson
Kjartan Guðjónsson
Örn Árnason
Anna Kristín Ásgrímsdóttir
Lára Sveinsdóttir
Hilmar Jensson
Hljóðfæraleikarar:
Baldur Ragnarsson
Jón Geir Jóhannsson
Unnir Birna Björnsdóttir
Ég hef einhvern veginn svo miklar væntingar til leikhússins, að í hvert sinn, sem ég er ekki alveg sátt við sýningu, þá hef ég tilhneigingu til að kenna sjálfri mér um – að ég sé bara þreytt eða illa fyrir kölluð, eða hafi bara einfaldlega ekki vit á því, sem á borð er borið. Þar að auki fór ég alein á Ballið á Bessastöðum, hafði engan félagsskap. Ég saknaði þess að hafa ekki lítinn hnokka við h lið mér, sem gæti vottað með látæði sínu, hvort sýningin væri skemmtileg eða leiðinleg – þetta er nú einu sinni barnasýning og það er því þeirra að dæma. Það eru börnin, sem eiga að fylla salinn sunnudag eftir sunnudag, og ef það tekst að lokka þau í leikhúsið (þrátt fyrir 3.200 krónur miðaverð), þá er sigurinn unninn og segir allt um sýninguna, sem segja þarf –sama hvað mér finnst, sem er komin nokkuð af barnsaldri.
Leikhópurinn Soðið svið sýnir í Tjarnarbíói SÚLDARSKER
Leikstjóri: Harpa Arnardóttir
Leikmynd: Brynja Björnsdóttir
Lýsing: Egill Ingibergsson
Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
Förðun: Svanhvít Vilbergsdóttir
Listræn ráðgjöf: Erling Jóhannesson
Leikarar:
Aðalbjörg Árnadóttir
Maríanna Clara Lúthersdótti
Það kemur fyrir, að ég spyr sjálfa mig, hvort ég gæti hugsað mér að verða ung aftur, og hvað ég mundi þá vilja gera. Líklega mundi ég alls ekki nenna að verða ung aftur, þótt ég ætti þess kost. Ég veit af eigin reynslu, að það tekur allt of langan tíma að vera ungur og óráðin – og svo er það alger tilviljun, hvar maður lendir fyrir rest.
Leikhópurinn Aldrei óstelandi sýnir í Norðurpólnum FJALLA-EYVIND
Leikstjóri: Marta Nordal
Lýsing: Björn Elvar Sigmarsson
Tónlist: Stefán Már Magnússon
Hljóðmynd: Elísabet Indra Ragnarsdóttir
Aðstoð við leikynd og lýsingu: Rebekka A. Ingimundardóttir
Aðstoð við hreyfingar: Steinunn Ketilsdóttir
Persónur og leikendur:
Halla: Edda Björg Eyjólfsdóttir
Kári: Guðmundur Ingi Þorvaldsson
Björn: Valdimar Örn Flygenring
Arnes: Bjartur Guðmundsson
Þetta er svona eins konar rip-off – ef ég má komast svo að orði – svona svipað og maður upplifði með Hreyfiþróunarsamsteypunni um daginn, þar sem hópurinn leiddi okkur í allan sannleikann um Shakespeare – en án orða.
Borgarleikhúsið frumsýnir AFANN eftir Bjarna Hauk Þórsson
Leikstjóri: Bjarni Haukur Þórsson
Leikmynd og búningar: Finnur Arnar Arnarsson
Lýsing: Kári Gíslason
Tónlist: Pálmi Sigurhjartarson
Leikari: Sigurður Sigurjónsso
Mér finnst einhvern veginn, að þeir Sigurður Sigurjónsson og Bjarni Haukur Þórsson, hefðu átt aðgera það upp við sig, áður en þeir lögðu upp í þessa ferð, hvort þeir ætluðu að búa til leikrit eða “uppstand” (stand-up show). Það er ekki nokkur leið að hræra þessu tvennu saman, svo að vel fari. Leikrit lúta ákveðnum lögmálum, fyrst fer fram kynning, síðan spinnst flækja, svo verða hvörf og að lokum birtist lausnin.