Við leyfðum okkur þann munað um helgina að fara í leikhús – sjálft Þjóðleikhúsið. Þetta var frumsýning á „Vertu úlfur“, sem byggt er á sjálfsævisögu Héðins Unnsteinssonar. Húsið var upptendrað sem aldrei fyrr, og gestgjafar stóðu brosandi við dyrnar. Öllum var tekið fagnandi – Jafnvel okkur.
Hvað var okkur efst í huga að sýningu lokinni? Fyrst og fremst aðdáun yfir því, hve vel var að verki staðið. Málefnið er brýnt og varðar okkur öll. Héðinn Unnsteinsson á þakkir skyldar fyrir að þora – þora að opna okkur sýn inn í hugarheim hins geðsjúka, þora að rjúfa þögnina og þora að spyrja beinskeyttra spurninga, sem afhjúpa okkar eigin fordóma.
Lesa meira