Þetta var að áliðnu hausti á Ísafirði á áttunda áratugnum. Við vorum á kvöldgöngu í gamla bænum niðri á Eyrinni. Það sem fangaði athygli okkar var, að það barst tónlist út um glugga í nærri því öðru hverju húsi – allt frá Mozart og Chopin til Jóns Leifs og Sigvalda Kaldalóns. Um stund fannst okkur, eins og við værum stödd í Bæheimi, þar sem við höfðum orðið vitni að svipaðri stemningu.
Við vorum að upplifa sérstaka arfleifð Ísafjarðar, allt frá tímum Jónasar Tómassonar, sem stofnaði fyrsta tónlistarskólann snemma á liðinni öld, til Ragnars H. Ragnar og konu hans, Sigríðar Jónsdóttur frá Gautlöndum, sem glæddu tónlistarlíf Ísfirðinga nýju lífi upp úr Seinna stríði.
Lesa meira