María Henley: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Aleg er ótrúlegt hvernig fólk nennir að fara eftir lygasögum um Jón Baldvin Hannibalsson. Bæði hann sjálfur og hans frú, hún Bryndís. Þau hafa alla tíð sýnt það besta sem í þeim býr. Það er enginn leikur að vera sendiherra og -frú svo áratugum skiptir.

Hvað sem pólitík ræður þá er varla spurning um það að JBH hefur verið hæfastur ræðumanna fyrir Íslands hönd bæði hér heima og erlendis. Held að fólk ætti að gleyma öfundinni um stund og standa með þessum mikla stjórnmálamanni, á áttræðu, og þá frekar að hjálpa þeim hjónum upp upp upp úr þessu kviksyndi sem þau virðast hafa lent í. Upp upp mín sál….

Elsku Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram – ykkar mun ætíð verða heiðurinn.

Margrét Hrafnsdóttir: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Takk fyrir að senda mér bókina þína Brosað gegnum tárin elsku Bryndis Schram mín og innilega til hamingju með hana. Ég var að ljúka við lesturinn og gat ekki lagt hana frá mér þar til yfir lauk. Þér er margt til lista lagt og einstök frásagnargáfa/gleði er þér í blóð borin.

Upplifunin við lesturinn var á köflum sem ég sæti með þér um stund í rússíbanareið þar sem skiptist á milli hláturs og gráturs og hættu og mér varð oft þungt fyrir hjarta, jafnvel illt við lesturinn en hér er líka stórskemmtileg frásögn af ævintýralegu lífi og upplifunum og hér eins og ávallt kemurðu til dyranna eins og þú ert klædd og lætur lesandanum það eftir að dæma þig.

Það er bara til ein Bryndís Schram sem langt á undan sinni samtíð hélt út í heim á vit ævintýranna, fann ástina og af einstakri athafnasemi, hugrekki, hæfileikum og breyskleika hreif fólk með sér við leik og störf. Lífshlaup þitt hefur verið öðrum leiðarljós og fyrirmynd og gefið öðrum konum (og körlum) innblástur. Einlægni þín og kjarkur er einstakur.

Farðu vel með þig fyrir mig elsku vinkona — con Bryndis Schram

Styrmir Gunnarsson: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Kynni okkar Bryndísar Schram hófust haustið 1948, þegar hún settist í 10 ára bekk í Melaskólanum, sama bekk og við Atli Heimir Sveinsson, síðar tónskáld, höfðum verið í frá átta ára aldri. Þá þegar fóru sögur af henni, sökum glæsileika og persónutöfra. Ekkert okkar þriggja vissi þá, að við ættum eftir að verða vinir til æviloka. Við strákarnir héldum okkur í hæfilegri fjarlægð frá þessari „primadonnu“, sem þá var að verða til. Höfum sennilega verið hræddir við hana og það sama sýndist mér eiga við um menntaskólaárin.

Fyrir skömmu kom út bók eftir Bryndísi, sem heitir Brosað gegnum tárin, sem er eins konar uppgjör hennar við stormasamt líf. Framan af er bókin lifandi og skemmtileg. Svo tekur sársauki og harmleikur við.
Hvort ætli móti okkur öll meira – velgengni eða erfiðleikarnir í lífinu?

Lesa meira

Katrín Gunnarsdóttir Fabbiano: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Þessi fjölskylda á stóran stað í mínu hjarta og frábært veganesti út í heim, sem þau gáfu mér, beint frá Ísafirði til New York…Saknaði krakkanna alveg hrikalega, en ég var i ævintýraleit og hef alltaf haldið sambandi vid Bryndísi sem er eins og KLETTUR i öllum þessum MÁLAFERLUM, SLÚÐRI OG HRÆÐILEGUM MÁLUM.

Lesa meira

Jón Sigurður Norðkvist: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Að hlusta á þessa manneskju er eins og að krjúpa við fætur meistara sem maður treystir 100%. Ef að ég væri dómari og ætti að dæma í málefnum Bryndísar yrði hún fundin sek um eitt atriði:”kærleika”. Á sama tíma og hún segir á umburðarlyndan hátt hvernig við getum verið miskunnarlaus í að rífa í okkur fólk þá segir hún um leið hvernig hægt er að taka á því og snúa vörn í sókn.

Elsku Bryndis Schram þú ert frábær og takk fyrir að koma alltaf til dyranna eins og þú ert klædd og lýsa upp dimma veröld með öllum þínum elegance.

Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Stórkostleg bók sem er spennandi, frábærlega skrifuð og hrífandi. Hún fjallar um fjölbreytt og reynsluríkt líf Bryndísar Schram sem hún lýsir á einlægan hátt.
Bókin er einnig fræðandi um þá tíma sem hún fjallar um varðandi t.d. menntun, menningu-og listir, pólitíkina, þjóðfélagið og eigið fjölskyldulíf. Það vekur furðu hvernig Bryndís hefur komist í gegn um hryllilegar stundir og erfiðleika.

Við lestur bókarinnar gapti ég af undrun, varð spennt að halda áfram, slakaði á, hló og grét.

Já, bókin snerti allan tilfinningaskala minn og fræddi mig um leið.

Kærar kveðjur frá okkur Steina,
Fjóla.

Jón Sigurður Eyjólfsson: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Þó Bryndís Schram brosi gegnum tárin er hún miklu meira en fegurðardrottning, hvað þá ballerína og mun meira en aðeins eiginkona eins af okkar svipmestu stjórnmálamönnum.

Það sem gerir þessa bók skemmtilega er að hún er svo full af lífi að það hálfa væri nóg. Reyndar sáum við þessa forvitni og lífsneista á skjánum, enda er hún ein af okkar allra besta sjónvarpsfólki, en það var engin tilgerð því sama lífsins libidó færir líf í tilveruna hvert sem hún fer, hvort sem það er vestur á fjörðum, í fjölmiðlafansinum fyrir sunnan eða í kalklituðum fjallahúsunum í Salobreña.

Lesa meira

Herdís Hubner: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Bryndís Schram hefur sent frá sér bókina Brosað gegnum tárin þar sem hún segir frá lífi sínu, gleði og sorgum. Áður hafa komið út tvær bækur um líf Bryndísar, Ólína Þorvarðardóttir skrifaði þá fyrstu 1998 en fyrir 12 árum kom út bókin Í sól og skugga sem Bryndís skrifaði sjálf. En ef einhver heldur að hér sé borið í bakkafullan læk skal strax tekið fram að svo er ekki, enda hefur hún lifað langa og viðburðaríka ævi sem verður að sjálfsögðu ekki gerð full skil á nokkrum blaðsíðum.

Bryndís brosir gegnum tárin og hefur gaman af ferðalögum og lestri góðra bóka eins og klisjan um fegurðardrottninguna býður. En Bryndís er engin klisja, engin innantóm fegurðardís – ef slík er þá til. Bryndís er stórvel gefin kona, hæfileikarík á ótal sviðum og hefur lifað óvenjulegu og merkilegu lífi, gegnt margs konar störfum, gjarnan í kastljósi fjölmiðla, búið í mörgum ólíkum löndum, ferðast um allan heim og kynnst mörgu af valdamesta fólki veraldar.

Lesa meira

Gunnar Þórðarson: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Ég ætla að mæta. Ég velti því fyrir mér hvort þessi hjón hafi ekki lent í galdra-ofsóknum. Án þess að ég get dæmt um það sem Jón Baldvin á að hafa gert þá finnst mér alltof langt gengið. Reynt er að rústa lífi þessara hjóna með sögusögnum án sannana. Það þarf kannski kjjark til að segja það en ég finn til með þeim og stend með þeim miðað við það sem á borðum liggur. Ísfirðingar fengu alla vega að njóta þeirra góðu verka og margt mjög gott að segja um dvöl þeirra hér í bæ!

Elísabet Gunnarsdóttir: Brosað í gegnum tárin, ritdómur

,,Ég vona að hún hlífi engum’’ sagði vitur kona þegar hún heyrði af nýjustu bókinni hennar Bryndísar Schram ,,sannleikurinn leitar alltaf upp á yfirborðið – skilar sér þangað á endanum – sama hvað’’.

Ég verð að viðurkenna að ég var sjálf kvíðin fyrir lestrinum, margt í lífi þeirra Bryndísar og Jóns er sveipað ævintýraljóma en þau hafa ekki alltaf notið sannmælis og hin síðari ár hefur keyrt um þverbak; flestir þekkja til hvers er vísað enda hafa fjölmiðlar og aðrir velt sér uppúr flestu sem þessu góða fólki viðkemur. Ég kýs að nefna ekki þau mál sem verið hafa til umræðu undanfarin misseri enda hef ég engar forsendur til að dæma neitt af því sem þar hefur verið rætt. Hins vegar sé ég ekki betur en að almannrómur hafi brugðist við þessum málum með ómanneskjulegum hætti svo sárt er að fylgjast með. Við teljum okkur búa í siðuðu samfélagi en stendur það undir væntingum hvað þessi mál varðar?
Mín fyrsta hugsun hefur alltaf verið sú að allir eigi rétt á því að njóta sannmælis, allir eigi rétt á því að bera hönd fyrir höfuð sér. Ég er búin að þekkja Jón og Bryndísi frá því ég var barn, ég þekki þau ekki af neinu nema góðu og þykir afskaplega vænt um þau bæði sem manneskjur, sem kennara og fyrirmyndir. Það sama á við um fólkið sem ég umgengst og hefur þekkt þau jafn lengi og ég.

Lesa meira