ROCKY HORROR: FRELSUN EÐA FORDJÖRFUN?

Bryndís Schram fjallar um sýningu Borgarleikhússins:
ROCKY HORROR SHOW sem frumsýnt var 17. Mars
Höfundur: Richard O´Brian Íslenskur texti: Bragi Valdimar Skúlason Leikstjórn: Marta Nordal Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson Danshöfundur: Lee Proud Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Filippía I. Elíasdóttir Lýsing: Björn Bersteinn Guðmundsson Leikgervi: Filippía I. Elíasdóttir og Elín S. Gísladóttir

Það var einhver óræð eftirvænting í loftinu þetta kvöld. Allir svo glaðir, brosandi út að eyrum, staðráðnir í að skemmta sér, sleppa fram af sér beislinu. Rocky Horror rétt ófæddur.

Ég hafði ekki hugmynd um, hvað ég ætti í vændum – aldei séð Rocky Horror Show áður – believe it or not! Ég bara man, að við vorum vöruð við þetta kvöld. Það gerði sögumaðurinn sjálfur (Valur Freyr Einarsson) í upphafi – skemmtilega stríðinn og gamansamur náungi, sem heldur utan um atburrðarásina. Hann sagði, að við værum hér á eigin ábyrgð. Of seint að iðrast eftir á. Við yrðum aldrei söm á ný . Þoriði? – Og hann horfði ögrandi út yfir salinn.

Lesa meira

Þau slógu í gegn

Bryndís Schram fjallar um sirkussöngleikinn Slá í gegn sem frumsýndur var í Þjóðleikhúsinu 24. febrúar.

Höfundur: Guðjón Davíð Karlsson
Tónlist: Stuðmenn
Leikstjórn: Guðjón Davíð Karlsson
Danshöfundur: Chantell Carey
Tónlistarstjórn: Vignir Snær Vigfússon
Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson
Búningar: María Th. Ólafsdóttir
Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson
Hljóðmynd: Kristinn Gauti Einarsson og Kristján Sigmundur Einarsson

Leikarar: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Örn Árnason, Snæfríður Ingvarsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Jón Gnarr, Sigurður Þór Óskarsson, Séra Baddi, Esther Talía Casey, Hallgrímur Ólafsson, Oddur Júlíusson, Birgitta Birgisdóttir, Þórey Birgisdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Bjarni Snæbjörnsson

Dansarar: Julietta Louste, Ernesto Camilo Aldazabal Valdes, Hjörtur Viðar Sigurðsson, Sölvi Viggósson Dýrfjörð

Sirkuslistafólk: Nicholas Arthur Candy, Harpa Lind Ingadóttir, Sindri Dego

Hljómsveit: Vignir Snær Vigfússon, Karl Olgeirsson, Helgi Reynir Jónsson, Þorvaldur Þór Þorvaldsson, Róbert Þórhallsson, Aron Steinn Ásbjarnarson

Það er einmitt á svona kvöldum í leikhúsinu, sem ég hverf í huganum langt aftur í tímann og fyllist söknuði – nostalgiu – eftir einhverju, sem var, endur fyrir löngu, en aldrei kemur til baka. Það var á svona kvöldum, sem maður skynjaði svo sterkt aðdráttarafl leikhússins – hvað það er, sem gerir leikhúsið að töfraveröld – ærir mann og tryllir.

Lesa meira

Beint í æð

Bryndís Schram fjallar um leikritið Kvennaráð, sem Leikhúslistakonur 50+ flytja í Hannesarholti þann 22. og 25.þ .m.
Höfundur: Sella Páls
Flytjendur: Þórunn Magnea Magnúsdóttir
Guðrún Þórðardóttir
Lieu Thúy Nge
Stjórnandi: Sveinn Einarsson

Heimsókn í Hannesarholt er sögustund. Ilmur liðinna tíma berst okkur að vitum. Brakið í gólfunum er bæði skáldlegt og traustvekjandi, gamlir lúnir stólar bjóða gestum til sætis. Útskorin borð, handofin teppi og gamlar myndir á veggjum gera húsið bæði heimilislegt og aðlaðandi. Þarna er fortíðin samankomin undir einu þaki og vekur upp minningar um eitthvað, sem aldrei kemur til baka – er horfið í aldanna skaut. En fortíðin verður ekki umflúin. Og sá sem ekki þekkir eigin sögu, á enga framtíð heldur.

Þetta er sú hugmynd, sem starf Hannesarholts er byggt á: „Að þekkja sína eigin sögu“. Þess vegna skiptir starfsemin þar miklu máli og á erindi bæði við unga og aldna. Í allan vetur og fram á vor er boðið upp á fjölbreytta dagskrá – jafnvel þrisvar í viku – og þar kennir ýmissa grasa, allt frá tónlist, leiklist og myndlist til heimspeki, fjöldasöngs og frásagna af eigin lífi. Eitthvað fyrir alla .

Lesa meira

FARANDLEIKHÚS Í FJARKENNSLU

Bryndís Schram fjallar um sýningu Gaflaraleihússins, Í skugga Sveins
Handrit og söngtextar: Karl Ágúst Úlfsson Tónlist: Eyvindur Karlsson Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir Leikmynd og búningar: Guðrún Öyahals Grímur, leikgervi og förðun: Vala Halldórsdóttir Lýsing: Skúli Rúnar Hilmarsson
Leikarar:
Karl Ágúst Úlfsson Kristjana Skúladóttir Eyvindur Karlsson

Það er alveg satt, sem einhver hafði á orði um daginn, að þótt Íslendingar standi sig illa í Pisa-könnunum og geti, að sögn, hvorki lesið sér til gagns né leyst stærðfræðiþrautir, þá virðast þeir búa yfir óvenjulegri sköpunarþörf – ástríðu sem finnur sér birtingarform í tónlist, myndlist, leiklist – jafnvel í klæðaburði, framkomu, hispurleysi, áræði….

Þessi gróska í mannlífinu vekur strax athygli erlendra gesta – þ.e.a.s. ef þeir gefa sér einhvern tíma til að glugga í samfélagið, í stað þess að glápa upp í himininn í leit að norðurljósum. Þúsundir Air-Waves-gesta vitna um þetta. Og ef þeir skildu nú tungumálið okkar líka, þá yrðu þeir enn meira hissa, því að hér spretta upp leikhús eins og blóm á vori. Mönnum liggur mikið á hjarta, og vilja láta til sín taka í þjóðfélagsumræðunni. Koma sínum skoðunum á framfæri, breyta þjóðfélaginu. Gera lífið betra og heilbrigðara. Því að leikhúsið er í sjálfu sér skóli , vettvangur þjóðfélagsumræðu, eins konar spegilmynd af þjóðfélaginu hverju sinni.

Þetta er mér efst í huga, eftir að hafa séð pælingar Karls Ágústar Úlfssonar á sviði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði um helgina – Í skugga Sveins. Já, honum liggur mikið á hjarta, honum Karli Ágústi. Líklega ofbýður honum firringin, fáviskan og tómlætið gagnvart forfeðrum okkar og mæðrum, sem löptu dauðann úr skel og áttu hvorki til hnífs né skeiðar, stálu sér til matar og urðu að gjalda þess, fjarri mannabyggð – útlagar, dæmdir menn.

Lesa meira

Karlmannslaus í kulda og trekki. Bryndís Schram skrifar um Lóaboratoríum

Höfundur: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir.
Leikstjóri: Kolfinna Nikulásdóttir.
Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Friðrika Sæmundsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir.
Leikmynd og búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir.
Lýsing: Valdimar Jóhannsson.
Tónlist: Árni Rúnar Hlöðversson.
Sviðshreyfingar: Ásrún Magnúsdóttir.
Teikningar: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir.
Ljósmyndun: Þorbjörn Þorgeirsson.

Frumsýnt í Borgarleikhúsinu þann 26. febrúar.

Ég hef það sterklega á tilfinningunni, að ný kynslóð kvenna sé endanlega að leggja undir sig þjóðfélagið (kannski heiminn?). Að Me-too byltingin sé eins konar lokahnykkur stríðs, sem staðið hefur yfir frá örófi alda. Frjálsar konur. Og nú látum við loks til skarar skríða. Tökum völdin.

Lesa meira

Að leika ljóð

Bryndís Schram fjallar um leiksýninguna Ahhh… í Tjarnarleikhúsinu,
sem frumsýnt var þann 9. febrúar s.l. byggt er á textum og ljóðum Elísabetar Jökulsdóttur.

Leikstjóri: Charlotte Böving
Leikmynda- og búningahönnun:Þórunn María Jónsdóttir
Tónlistarstjórn: Helgi Svavar Helgason
Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson
Hreyfingar: Hildur Magnúsdóttir
Tæknileg aðstoð: Stefán Ingvar Vigfússon
Leikendur: Albert Halldórsson Guðmundur, Ingi Þorvaldsson, Halldóra Rut Baldursdóttir og Laufey Elíasdóttir

Hvað það er nú þægilegt og upplífgandi að geta öðru hverju skroppið út úr veruleikarammanum, þar sem allt virðist vera á heljarþröm (þrátt fyrir góðærið rómaða). Það er ekki nóg með að myrkrið grúfi yfir, hver lægðin á fætur annarri leggi okkur í einelti, slíti í sundur skýin og hreyti í okkur snjó á snjó ofan – heldur er eins og sjálft kerfið, þetta samansúrraða klíkusamfélag, sem við búum í, sé endanlega að kikna undan sínum eigin þunga – ráðþrota og úrræðalaust. Er það nema von, að það sverfi að sálartötrinu!

Lesa meira

ÁST Í UNDIRHEIMUM

Bryndís Schram fjallar um ÁST Í UNDIRHEIMUM í Tjarnabíói

Á undanförnum árum hefur gamla Tjarnarbíó orðið æ fyrirferðarmeira í íslensku menningarlífi. Þar er aldrei lognmolla, stöðugur straumur fólks, bæði innfæddu og erlendu, fólks með öðru vísi hugmyndir, fólks, sem vill láta að sér kveða, vill breyta og bæta samfélagið, gera gagn, vera með – njóta lífsins.

Þeir sem reka Tjarnarbíó eru sjálfstætt starfandi atvinnusviðslistamenn, sem annað hvort rúmast ekki inni í atvinnuleikhúsum landsins eða hafa kosið að vinna sjálfstætt. Sumir eru þannig innréttaðir, að þeir vilja heldur vera sínir eigin herrar, velja sér verkefni sjálfir, í stað þess að þiggja hvað sem er. Þeir vilja taka afstöðu, jafnvel ögra samfélaginu. Því að leikhús er í eðli sínu hápólitískt. Og leikhúsið á erindi við alla.

Á þessum vetri verða meira en tuttugu leiksýningar settar á svið, og aðsóknin hefur aldrei verið meiri. Sannkallaður vaxtarsproti íslenskrar leiklistar. Alltaf skrefinu á undan, jafnvel komið ögn inn í framtíðina – eins og ég varð vitni að í seinustu viku, þegar mér var boðið að sjá leikritið

SOL, stafræn ást í háskerpu

Höfundar: Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson
Leikstjóri: Tryggvi Gunnarsson
Leikendur: Hilmir Jensson, Kolbeinn Arnbjörnsson, og Salóme Rannveig Gunnarsdóttir
Aðstoðarleikstýra: Bryndís Ósk Ingvarsdóttir
Hreyfihönnuður: Sigríður Soffía Níelsdóttir
Leikmynd: Tryggvi Gunnarsson og Valdimar Jóhannsson
Ljósahönnun: Hafliði Emil Barðason og Valdimar Jóhannsson
Búningar: Tryggvi Gunnarsson

„Davíð upplifir umhverfi sitt sem tvo aðskilda heima. Annars vegar raunheiminn, þar sem hann býr einn í stúdíóíbúð sinni, hræddur við það , sem er hinum megin við útidyrnar, og hins vegar heim tölvuleikja og netsambanda. Þar eru engin vandamál. Þar getur hann verið nákvæmlega sá, sem hann vill vera. Þar getur hann líka verið með SOL“, segir í kynningu á verkinu í leikskrá.

Lesa meira

HARMLEIKUR ALLRA TÍMA

Bryndís Schram skrifar um Medeu eftir gríska leikskáldið Evripídes í þýðingu Hrafnhildar Hagalín sem var frumsýnt í Borgarleikhúsinu þann 13. Janúar, 2018.

Listrænir stjórnendur:

Leikstjóri: Harpa Arnardóttir
Leikmynd og búningar: Filippía I. Elísdóttir
Dramaturg: Hrafnhildur Hagalín
Lýsing: Björn Bergsteiknn Guðmundsson
Tónlist: Valgeir Sigurðsson
Danshöfundur: Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
Hljóð: Garðar Borgþórsson
Leikgervi: Filippía Borgþórsdóttir og Margrét Benediktsdóttir Sýningarstjórn: Christofer Astridge

Leikarar:

Kristín Þóra Haraldsdóttir
Hjörtur Jóhann Jónsson
Edda Björg Eyjólfsdóttir
Jóhann Sigurðsson
Arnar Dan Kristjánsson
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
Lydía Katrín Steinarsdóttir
Hilmar Máni Magnússon

Medea er einhver frægasta kvenpersóna grískra fornbókmennta. Leikritið var skrifað næstum fimm hundruð árum fyrir kristburð. Það fjallar um ást og afbrýði, kenndir sem enn þann dag í dag – meira en tvö þúsund árum síðar – eru örlagavaldar í lífi manna. Það fjallar um það, „hvernig funheitar ástríður geta snúist upp í kolsvart hatur“ – svo blint, að konan er reiðubúin að fórna börnum sínum til að ná fram hefndum“. „Þau öfl, sem hér eru að verki, þekkjum við öll. Lítum í eigin barm. Í innsta kjarnanum byltist dýrið, sem hún berst við“.

Medea og Jason, hinn svikuli eiginmaður, höfðu lent í valdaerjum í heimalandinu. Þau voru á flótta, áttu ekkert fast land undir fótum lengur. Kreon, konungur í Korinþu, hafði af örlæti sínu veitt þeim landvistarleyfi. En þau eru ekki fyrr búin að „taka upp úr töskunum“, en Jason svíkur Medeu og leggst með dóttur Kreons. Hyggst gera hana að eiginkonu sinni. Medea er svívirt, niðurlægð. Hatrið nær heljartökum á henni. Hennar fyrsta hugsun er hefnd.

Lesa meira

Þrotlaust útkall

Bryndís Schram skrifar um Himnaríki og helvíti, eftir Jón Kalmann Stefánsson. Frumsýnt í Borgarleikhúsinu 11. janúar, 2018.

Listrænir stjórnendur:

Leikgerð: Bjarni Jónsson
Leikstjórn: Egill Heiðar Anton Pálsson
Leikmynd og kvikmynd: Egill Ingibergsson
Búningar: Helga I. Stefánsdóttir
Lýsing: Þórður Orri Pétursson
Frumsamin tónlist og og hljóðmynd: Hjálmar H. Ragnarsson
Teikningar og kvikun: Þórarinn Blöndal
Hljóð: Baldvin Þór Magnússon
Leikgervi: Helga I. Stefánsdóttir og Árdís Bjarnþórsdóttir
Sýningarstjórn: Pála Kristjánsdóttir og Vigdís Perla Maack

Leikarar:

Þuríður Blær Jóhannsdóttir
Margrét Vilhjálmsdóttir
Sigrún Edda Björnsdóttir
Katla Margrét Þorgeirsdóttir
Birna Rún Eiríksdóttir
Bergur Þór Ingólfsson
Valur Freyr Einarsson
Hannes Óli Ágústsson
Haraldur Ari Stefánsson
Björn Stefánsson
Pétur Eggertsson
Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir

„Orðin okkar eru eins konar björgunarsveitir í þrotlausu útkalli, þær eiga að bjarga liðnum atburðum og slokknuðum lífum undan svartholi gleymskunnar, og það er alls ekki smátt hlutverk,“ segir höfundur í upphafi fyrstu bókar.

Sögusviðið er Djúp og Jökulfirðir. Þetta er heljarslóðarorrusta umkomulauss fólks við náttúruöflin – upp á líf og dauða. Það hvarflar ekki að nokkrum manni, að á þessum náströndum leynist bæjarheitið Unaðsdalur – fegurst bæjarheiti á íslensku. Hvað þá heldur, að sjálft Nóbelskáldið hafi lýst því yfir, að fegursta bókarheiti á íslensku væri: Frá Djúpi og Ströndum. Í sögum Kalmanns er nefnilega ekkert sumar.

Lesa meira

OKKAR IBSEN

Bryndís Schram skrifar um Hafið – frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 26. Des. 2017

Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson
Leikstjóri: Sigurður Sigurjónsson
Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson
Búningar: Þórunn María Jónsdóttir
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
Tónlist: Guðmundur Óskar Guðmundsson

Það ríkti ekki bara þessi hefðbundni jólafiðringur á göngum Þjóðleikhússins á síðustu frumsýningu ársins á annan í jólum. Stemningin var rafmögnuð – aldrei þessu vant klæddust karlarnir stífpressuðum svörtum buxum, voru með hvítt um hálsinn og í þröngum jökkum, og konurnar státuðu öllum skala tískunnar, ýmist í dragsíðum svörtum kjólum eða knallstuttum pínupilsum, sem ekkert gátu falið. Það stóð eitthvað mikið til. Við biðum öll í ofvæni. Sýning kvöldsins var til heiðurs leikskáldinu góða, Ólafi Hauki Símonarsyni, sjötugum.

Ólafur Haukur á glæsilegan feril að baki. Hann hefur samið fjölda leikrita, bæði fyrir leiksvið, útvarp og sjónvarp. Hver man ekki eftir Gauragangi eða Bílaverkstæði Bubba? Verk, sem gengu endalaust og öll þjóðin var farin að kunna utanbókar. Að ég tali nú ekki um söngtextana hans – Eniga meniga eða Ryksugan á fullu, sem Olga Guðrún gerði heimsfrægt á sínum tíma.

Lesa meira