Ég hafði ekki hugmynd um, hvað ég ætti í vændum – aldei séð Rocky Horror Show áður – believe it or not! Ég bara man, að við vorum vöruð við þetta kvöld. Það gerði sögumaðurinn sjálfur (Valur Freyr Einarsson) í upphafi – skemmtilega stríðinn og gamansamur náungi, sem heldur utan um atburrðarásina. Hann sagði, að við værum hér á eigin ábyrgð. Of seint að iðrast eftir á. Við yrðum aldrei söm á ný . Þoriði? – Og hann horfði ögrandi út yfir salinn.
ROCKY HORROR: FRELSUN EÐA FORDJÖRFUN?
Bryndís Schram fjallar um sýningu Borgarleikhússins:
ROCKY HORROR SHOW sem frumsýnt var 17. Mars
Höfundur: Richard O´Brian Íslenskur texti: Bragi Valdimar Skúlason Leikstjórn: Marta Nordal Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson Danshöfundur: Lee Proud Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Filippía I. Elíasdóttir Lýsing: Björn Bersteinn Guðmundsson Leikgervi: Filippía I. Elíasdóttir og Elín S. Gísladóttir
Það var einhver óræð eftirvænting í loftinu þetta kvöld. Allir svo glaðir, brosandi út að eyrum, staðráðnir í að skemmta sér, sleppa fram af sér beislinu. Rocky Horror rétt ófæddur.