Eftir Dawn King í þýðingu Jóns Atla Jónassonar
Leikstjórn: Vignir Þór Valþórsson
Leikmynd og búningar: Systa Björnsdóttir
Lýsing: Garðar Borgþórsson/Björn Bergsteinn Guðmundsson
Tónlist: Frank Hall
Hljóðmynd: Baldvin Þór Magnússon
Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir
Aðstoðarleikstjóri: Pétur Ármannsson
“Við vildum gleðja fólkið meira!” Þessi orð Eiðs Smára eftir jafnteflisleik Íslendinga við Króata á föstudagskvöldið komu mér í hug, þegar ég stóð upp að lokinni sýningu í Borgarleikhúsinu kvöldið eftir. Ég veit ekki alveg af hverju, en í báðum tilvikum var um ungt og hæfileikaríkt fólk að ræða, fólk,sem lifir og hrærist í sinni veröld, hvort sem það er listum eða íþróttum, og á þann draum heitastan að gleðja – gefa, miðla. Það er í rauninni ekki svo langt þarna á milli. Báðir hópar þurfa að leggja allt í sölurnar til að ná settu marki, temja sér aga, bæði til sálar og líkama. Bæði íþróttamennirnir á Laugardalsvellinum og listafólkið í Borgarleikhúsinu stóðu sig frábærlega. Allir voru glaðir og fögnuðu ákaft í lokin. En samt var eitthvað, sem vantaði upp á. Það vantaði mörkin á föstudagskvöldið. En hvað vantaði á laugardagskvöldið? Ég er ekki alveg með það á hreinu – kannski bara af því að mér var hálfgerður beygur í brjósti, þegar ég hélt aftur út í náttmyrkrið að sýningu lokinni. Hrollurinn sat eftir, án þess að ég áttaði mig á því samstundis, hvað var að. Fyrir hvað stóð refurinn?
Lesa meira