HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ?

Þór Saari: Hvað er eiginlega að þessu Alþingi? Skrudda, 2016.

ALMENNT:

Við lestur kversins kom mér í hug húsgangur eftir óþekktan höfund – en í anda Káins: (Þetta er ekki þjóðrækni – þaðan af síður guðrækni – heldur íslensk heiftrækni – og helvítis bölvuð langrækni). Pólitíska útgáfan í anda Káins er hins vegar svona (og gæti þess vegna verið mottó fyrir bókina): Þetta er ekki þingræði – þaðan af síður lýðræði – heldur bara bráðræði – og bölvað endemis fláræði.

Mér sýnist þungamiðjan í gagnrýni Þórs snúast um tvennt: Annars vegar er bæklað lýðræði (líkt og í þriðja lýðveldinu franska fyrir endurkomu De Gaulles). Veigamikil rök eru færð fyrir því, að lýðræði verði ekki vakið aftur til lífsins nema með róttækri uppstokkun á grundvelli nýrrar stjórnarskrár. Hin þungamiðjan er gagnrýni á stjórnmál undir hæl harðsvíraðra sérhagsmuna, sem ráða því, sem þeir vilja ráða. Þetta kallast á ensku „crony-capitalism“, sem bætist við frændhygli okkar hefðbundna ættasamfélags. Helmingaskiptareglan – sem síðar er vikið að – staðfestir þetta. Í skjóli hennar þrífst meiri spilling en séð verður með berum augum (vöntun á gagnsæi). Afhjúpun spillingarinnar samkvæmt Panamaskjölunum verður fastur liður eins og venjulega næstu vikur og mánuði.

BÆKLAÐ LÝÐRÆÐI: Grundvallarregla lýðræðis er „einn maður, eitt atkvæði“. Skv. þessari grunnreglu hafa Íslendingar alltaf búið við vanskapað lýðræði. Misvægi atkvæðisréttar var og er svo gróft, að það er í blóra við búsetuþróun í landinu. Kjördæmaskipunin, byggð á misvægi atkvæðisréttar, ein og sér ýtir undir fyrirgreiðslupólitík og hagsmunapot, þ.e. spillingu. Allar tilraunir til að draga úr misvægi atkvæðisréttar eftir búsetu hafa endað í hrossaskaupum um fjölgun þingmanna. Þingmenn eru núna allt of margir. Sjálfur atkvæðisrétturinn hefur verið gerður að verslunarvöru í pólitískum hrossakaupum.

Lesa meira

HOW TO SAVE CAPITALISM FROM THE CAPITALISTS – AND DEMOCRACY FROM THE PLUTOCRATS?

„The market is a useful servant, but an intolerable master“
(Tage Erlander, prime minister of Sweden 1946-69)

„The worship of the golden calf of old has found a new and heartless
image in the cult of money and the dictatorship of financial markets,
which are faceless and lacking any humane goal. – Money has to
serve, not to rule“. (His holiness, Pope Francis, NYT, May 2013)

Q: How do you define the main characteristics of the neo-liberal creed?

A: The first thing to be said about it is that despite its name, neo-liberalism is neither new nor liberal. It is in fact the reincarnation of the 19th century laisser-faire economic theory. The essence of this creed is a naïve belief in the infallibility of markets and their innate ability to correct themselves. Both propositions have been proven false. After the systemic failure of laisser-faire capitalism and the subsequent Great Depression during the thirties of the last century, this ideology was thoroughly discredited.

Continue reading

MANNRÉTTINDABARÁTTA Í 100 ÁR

Um aldamótin 1900 var Ísland eitt fátækasta land Evrópu. Skv. hagtölum fyrir árið 2015 eru Íslendingar nú í hópi tíu auðugustu þjóða heims. Sagan af því, hvernig við brutumst úr örbirgð til bjargálna, er saga 20stu aldar.

Það var einkum þrennt, sem gerði Íslendingum kleift að varpa af sér örbirgðarokinu og að brjótast inn í nútímann. Í fyrsta lagi heimastjórn 1904 – að fá framkvæmdavaldið inn í landið. Í öðru lagi aðgangur að erlendu fjármagni – framkvæmdafé – sem fékkst með stofnun dansks hlutafjárbanka undir heitinu Íslandsbanki upp úr aldamótunum 1900. Og í þriðja lagi tollfrjáls aðgangur að erlendum mörkuðum – ekki síst fyrir saltfisk í Miðjarðarhafslöndum – áður en vendartollar torvelduðu milliríkjaviðskipti upp úr Fyrra stríði og í kjölfar heimskreppunnar miklu, sem skall á 1929.

Lesa meira

Sjö ára gömul ræða: í HITA LEIKSINS

Inngangur: Ræðan sem hér fer á eftir var flutt á fundi í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur 14.feb.2009. Búsáhaldabyltingin hafði sópað burt ónýtri ríkisstjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar. Við erum stödd á strandstaðnum eftir hrun, og kosningar í vændum. Ræðan ber þess merki, að hún er skrifuð niður eftir á – eftir upptöku. Gamall vinur var að taka til hjá sér, fann þetta í fórum sínum og sendi mér. Ræðan rifjar vel upp andrúmsloft þessara daga. Hún er flutt af miklum tilfinningahita. En ég fæ ekki betur séð en, að rökhugsunin standist vel í ljósi síðari tíma.

Það er þá helst spurningin um, hvort Evrópusambandsaðild og upptaka evru hefði reynst okkur jafn vel og ræðumaður vænti þá. Ef við hefðum fengið sömu meðferð og Írar, Grikkir og Kýpurbúar, þ.e.a.s. verið krafðir um „að borga skuldir óreiðumanna“, hefðum við farið úr öskunni í eldinn. En aðstæður voru aðrar hér en þar. Hér hrundu ekki bara einstakir bankar, sem þurfti að bjarga til að forða kerfishruni. Hér varð kerfishrun – fjármálakerfið og gjaldmiðillinn, hvort tveggja fór sömu leið. Hvernig hefði Evrópusambandið brugðist við? Því getur enginn svarað með vissu.

Evrópusambandsaðild reyndist Eystrasaltsþjóðum vel. Þar var munurinn sá, að bankakerfið var í eigu útlendinga (sem urðu að bera skaðann), og gjaldmiðlarnir stóðust, enda bundnir við evruna. Kannski er helsti munurinn sá, að Eystrasaltsþjóðir komust út úr kreppunni á tveimur árum. Við virðumst hins vegar vera að safna í nýja, með því endurtaka sömu mistökin og fyrir hrun. Frambúðarlausnir bíða nýrra valdhafa.
JBH

Alþýðuflokksræða Jóns Baldvins Hannibalssonar flutt á fundi í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur 14. febrúar 2009

Það er ósegjanleg ánægja að vera aftur í góðum félagsskap.

Lesa meira