Guðs volaða land – Ferðasaga með dýpri undirtón

Jólin eru hátíð fjölskyldunnar. Og vináttunnar. Þótt myrkrið umlyki okkur, njótum við samvista við ástvini fyrir framan heimilisarininn – við kertaljós (og yl af hitaveitunni). Skata og brennivín (alla vega fyrir Vestfirðinga), og lotteríið með rjúpuna á aðfangadag. Og svo er það lambalærið, hamborgarhryggurinn, hangikétið. Súkkulaði með rjóma og pönnukökur inn á milli. Og sofið fram úr. Þetta blífur, þrátt fyrir allt.

Jólin eru auðvitað fyrir löngu orðin hátíð prangarans. Auglýsingamennska, gerviþarfir, neysluæði, eyðsla og sólund um efni fram – yfirdráttur og okurvextir í byrjun árs. Gróðafíknin er löngu búin að yfirtaka fagnaðarerindið og snúa því upp á Mammon. Eftir allt sukkið er fjölskyldan á hausnum, þegar reikningarnir innheimtast eftir áramót. Hjá flestum er þetta upp á krít – ekki satt? (eins og styrjaldir hjá Ameríkönum nú til dags). En samt. Við þurfum þessa daga og nætur til að lýsa upp vetrarmyrkrið í sálinni og finna ylinn hvert af öðru.

Lesa meira

IS SMALL (STILL) BEAUTIFUL?

An interview with Jón Baldvin Hannibalsson.

Introduction: Late November last year there was a multinational conference in Tallinn, where the major questions to be tackled were the following: Can small nations offer state services to their citizens at the same level of quantity and quality as bigger nations? Or will the relative cost (as a percentage of GDP) be too high – or even prohibitive? Do small nation face tough choices as to what services they are going to give priority? Although the central government in Tallinn accounts for a relatively small percentage of GDP, there is a growing debate in Estonia about increasing cost pressures concerning government expenditures.Is there such a thing as an optimal size of the public sector conducive to economic growth?

I was invited to speak at the conference and to participate in panel discussions. Eventually, for the sake of cost cutting, we settled for an interview which was posted on the conference web page in Estonian. What follows is the English text.

Q: How do you envisage the abilities of small nations to maintain sustainable living standards and take care of their national interest in the international arena?

Continue reading

Um flísina og bjálkann – fjórða valdið, dómsvaldið og siðareglur blaðamanna. Seinni hluti

Í áratug hefur sáttaviðleitni minni verið mætt með ískaldri þögn, ósönnum söguburði, eftiráspuna, illmælgi á bak, hatri og hefnigirni. Fyrst var leitað til lögreglu og saksóknara og reynt að fá óvininn dæmdan. Þegar ákæruvaldið vísaði kærunum frá, var áfrýjað til “dómstóls götunnar” gegnum fjölmiðla. Það telst sætur sigur, ef það tekst að ræna óvininn mannorðinu. Það var jú ætlunin frá upphafi.

Hatrið

Það er dapurlegt til þess að vita, að allt þetta hatur og öll þessi hefnigirni, skuli hafa búið um sig í hugarfylgsnum og sálarlífi þess fólks, sem stendur að baki þessu, í meira en áratug. Hatrið er skaðræðisskepna. Það bitnar ekki bara á þeim, sem fyrir því verða. Það eitrar líka líf þeirra, sem hýsa það og næra. Var það ekki þetta, sem Brynjólfur biskup í Skálholti átti við forðum, þegar hann sagði: “Mala domestica lacrimis majores sunt – heimilisbölið er þyngra en tárum taki”?

Lesa meira

Um flísina og bjálkann – fjórða valdið, dómsvaldið og siðareglur blaðamanna. Fyrri hluti

Flestir viðurkenna – a.m.k. í orði kveðnu – að mannréttindi í réttarríki byggi á því að grundvallarreglan “saklaus uns sekur fundinn fyrir dómi” sé í heiðri höfð og virt í reynd. Samt virðist það vefjast fyrir mörgum, þegar á reynir.

Hversu oft heyrum við ekki sagt: “Já – en hann (eða hún) er víst sekur.” Meiningin er þá gjarnan sú að þótt viðkomandi hafi verið sýknaður fyrir dómi af ákæru um refsivert athæfi sé samt um að ræða gjörning eða hegðun, sem þyki ámælisverð. En getum við þá, hvert og eitt okkar, tekið dómsvaldið í eigin hendur og útdeilt refsingum að eigin geðþótta? Getur ríkið sjálft, eða stofnanir á vegum ríkisvaldsins, beitt slíku geðþóttavaldi? Vilt þú eiga líf þitt og limi, eða mannorð þitt og mannréttindi, undir “alþýðudómstólum” af slíku tagi? Svari hver fyrir sig.

Lesa meira

HÁSKÓLI ÍSLANDS: EKKI MEIR, EKKI MEIR

„Það versta er ekki fólska hinna illviljuðu; það versta er þögn og afskiptaleysi hinna góðviljuðu“
(Anonymus)

Skýringar forráðamanna HÍ á fyrirvaralausri ákvörðun þeirra um að afturkalla ráðningu mína til kennslu við stjórnmálafræðideild skólans, standast ekki skoðun. Þeir leyfa sér að ganga langt í að hagræða staðreyndum í von um að geta breitt yfir það ófremdarástand, sem ríkir innan félagsvísindasviðs. Þessar skýringar bera vott um skort á sannleiksást, vilja til yfirhylmingar (e. cover-up) og ódrengskap í garð þeirra, sem verða að búa við afleiðingarnar af þeirra eigin klúðri.

Hverjar eru þessar skýringar? Látið er eins og þetta sé allt honum Baldri að kenna. Dr. Baldur Þórhallsson, prófessor, á að hafa beðið mig um að líta við í nokkra tíma á námskeði á hans vegum. Þetta á að hafa verið einkamál Baldurs. Baldur hafi síðan afturkallað ákvörðun sína. Þar með beri félagsvísindasvið og stjórnmálafræðideild enga ábyrgð. Þetta er hins vegar, að mati rektors, tilefni til að setja reglur um gestakomur til háskólans.

Lesa meira

On the Icelandic Way and Capital controls

In a recent book „Ísland ehf. auðmenn og áhrif eftir hrun“ – Iceland ltd., the Oligarchs and their Influence after the Crash – (Vaka/Helgafell, 2013) the authors, Magnús Halldórsson and Þórður Snær Júlíusson, both economic analysts in the media, give an overview of the „Icelandic way“ after the crash 2008. Specifically they try to estimate the ongoing transfer of wealth and the subsequent polarization of society. In the final chapter (p.205-292) they deal with the Icelandic experience of IMF-imposed capital controls. They were meant to be a short-term fix, but have now lasted almost five years.

Here are some of the highlights of their coverage:

Continue reading

Hvað sögðu nemendur um námskeið Jóns Baldvins?

Eins og vikið er að í greininni: Háskóli Íslands – Talíbanar í fílabeinsturni? hófst samstarf stjórnmálafræðideildar HÍ við mig haustið 2009. Efni námskeiðsins var: Geta smáþjóða til að gæta hagsmuna sinna og hafa áhrif í alþjóðakerfinu. – Prófessor við deildina fylgdi námskeiðinu úr hlaði með inngangserindi um ríkjandi kenningar um stöðu smáþjóða í alþjóðasamskiptum. Ég fylgdi þessu eftir með því að rekja dæmi um stöðu og áhrif smáþjóða í því kerfi alþjóðasamskipta, sem byggt hefur verið upp eftir Seinna stríð. Í mörgum tilfellum gat ég miðlað af eigin reynslu, eins og t.d.varðandi hafréttarmál og þorskastríð, samninga við Evrópusambandið (EES) og frumkvæði Íslands að stuðningi alþjóðasamfélagsins við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða.

Í ljósi þess, að forsvarskonur kynjafræðiskorar hafa knúið kennara við stjórnmálafræðadeildina til að afturkalla áður umbeðið námskeið í samstarfi við mig, er fróðlegt að rifja upp, hvað nemendur sjálfir höfðu að segja um reynslu sína af námskeiði mínu á haustmisseri 2009. Það mun vera regla við háskólann, að nemendum gefst kostur á að leggja kerfisbundið mat á frammistöðu kennara. Niðurstaðan varð sú, að JBH fékk hæstu einkunn kennara við deildina það misserið. Eina neikvæða umsögnin var, að hann væri ekki ínáanlegur utan kennslustunda (þ.e. ekki með fasta viðtalstíma). Þessi gagnrýni var rökstdd með því, að hér væri um að ræða „kennara sem væri gangandi námsefni. Hann bókstaflega framkvæmdi söguna, sem við lærum um í þessu námskeiði“. Aðrar umsagnir fylgja hér á eftir:

Lesa meira

HÁSKÓLI ÍSLANDS: TALÍBANAR Í FÍLABEINSTURNI?

Ég hef að undanförnu orðið æ meir undrandi vitni að sjónarspili innan veggja Háskóla Íslands. Málið snýst vissulega um heiður háskólans. En það varðar ekki bara forráðamenn þessarar æðstu menntastofnunar Íslands. Það varðar alla, sem skilja mikilvægi þess að halda í heiðri grundvallarreglur réttarríkisins og að virða mannréttindi.Ég hef að undanförnu orðið æ meir undrandi vitni að sjónarspili innan veggja Háskóla Íslands. Málið snýst vissulega um heiður háskólans. En það varðar ekki bara forráðamenn þessarar æðstu menntastofnunar Íslands. Það varðar alla, sem skilja mikilvægi þess að halda í heiðri grundvallarreglur réttarríkisins og að virða mannréttindi.

Vissulega ber forráðamönnum háskólans að standa vörð um heiður hans. Spurningin er: Hvort verður það betur gert með því að halda í heiðri grundvallarreglur og mannréttindi? Eða með því að láta öfgafullan minnihluta kúga sig til að fórna grundvallarsjónarmiðum – í nafni friðarins? Hvar endar það? Málavextir eru í stórum dráttum sem hér segir:

Lesa meira