Jólin eru auðvitað fyrir löngu orðin hátíð prangarans. Auglýsingamennska, gerviþarfir, neysluæði, eyðsla og sólund um efni fram – yfirdráttur og okurvextir í byrjun árs. Gróðafíknin er löngu búin að yfirtaka fagnaðarerindið og snúa því upp á Mammon. Eftir allt sukkið er fjölskyldan á hausnum, þegar reikningarnir innheimtast eftir áramót. Hjá flestum er þetta upp á krít – ekki satt? (eins og styrjaldir hjá Ameríkönum nú til dags). En samt. Við þurfum þessa daga og nætur til að lýsa upp vetrarmyrkrið í sálinni og finna ylinn hvert af öðru.
Guðs volaða land – Ferðasaga með dýpri undirtón
Jólin eru hátíð fjölskyldunnar. Og vináttunnar. Þótt myrkrið umlyki okkur, njótum við samvista við ástvini fyrir framan heimilisarininn – við kertaljós (og yl af hitaveitunni). Skata og brennivín (alla vega fyrir Vestfirðinga), og lotteríið með rjúpuna á aðfangadag. Og svo er það lambalærið, hamborgarhryggurinn, hangikétið. Súkkulaði með rjóma og pönnukökur inn á milli. Og sofið fram úr. Þetta blífur, þrátt fyrir allt.