Reynslan er ólygnust dómari!
Ég vísa til eftirfarandi reynslu minnar:
- Sem fjármálaráðherra 1987-88 beitti ég mér fyrir heildaruppstokkun á tekjuöflunarkerfi ríkisins: tollum, tekjusköttum og neyslusköttum. Þetta eru enn í dag þær fjárhagslegu stoðir sem velferðarríkið íslenska byggir á.
- Á næsta kjörtímabili verður eitt vandasamasta verkefnið að endurskipuleggja tekju- og gjaldakerfi ríkisins til að borga upp skuldir og jafna byrðum út frá grundvallarsjónarmiðum jafnaðarmanna um jöfnuð og réttlæti. Reynsla af verkstjórn í ríkisfjármálum mun þá koma að góðu haldi.
- Sem utanríkisráðherra 1988-95 bar ég fyrir Íslands hönd ábyrgð á samningum við Evrópusambandið, á árunum 1989-93 um stofnun Evrópska efnahagssvæðisins (EES).
- Á næsta kjörtímabili verður það stærsta verkefni þjóðarinnar að leiða til lykta samninga við Evrópusambandið um aðild Íslands og upptöku evru.
- Ég býð fram krafta mína og reynslu til þess að klára málið.
- Áttatíu daga stjórnin tók við þrotabúi nýfrjálshyggjunnar.
- Á næsta kjörtímabili þurfum við að endurreisa hið norræna velferðarríki á Íslandi á traustum grunni félagslegrar samstöðu og undir merkjum jafnaðarstefnunnar.
- SAMEINUMST UM AÐ TRYGGJA JAFNAÐARSTJÓRN EFTIR KOSNINGAR!
Stuðningsmannalisti Jóns Baldvins
- Jón Baldvin hefur ákveðið að gefa kost á sér á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. Hann óskar eftir stuðningi í eitt af 8 efstu sætum listans í forvali Samfylkingarinnar. Netkosning hefst mánudaginn 9. mars, kl.14:00 og stendur yfir til fös. 13. mars frá kl. 14 – 20 í kosningaskrifstofu SF að Skólabrú (næst Dómkirkjunni í Reykjavík). Laugardaginn 14. mars stendur kosningin yfir að Skólabrú frá kl. 09:00 til kl. 22:00 . Allar nánari upplýsingar veitir starfsfólk SF (Kristín Erna, Maríanna og Sigurður Kaiser) að Skólabrú (s: 571 0775).