Um formannskjör í Samfylkingu: OPIÐ BRÉF TIL JÓHÖNNU

Frá Jóni Baldvini Hannibalssyni

Í framhaldi af þeirri ákvörðun Inigibjargar Sólrúnar Gísladóttur að draga sig í hlé frá stjórnmálum um sinn a.m.k., er ljóst að landsfundur SF verður að velja flokknum nýjan formann í aðdraganda kosninga til næstu tveggja ára.

Þú hefur þegar tekið að þér að leiða minnihlutastjórn SF og VG fram að kosningum. Í því felst að þar með hefur þú í reynd einnig tekið að þér það hlutverk að leiða Samfylkinguna í kosningabaráttunni. Enginn véfengir að í þessum erfiðu verkum nýtur þú óskoraðs trausts samherja þinna og meirihluta þjóðarinnar.

Ég þykist vita af fyrri reynslu að þú viljir klára þau verk sem þú tekur að þér.
Samfylkingin þarf að ganga sameinuð til kosninga undir þeirri ótvíræðu forystu, sem verkstýrir viðreisnarstarfinu í ríkisstjórn. Saman þurfa að fara orð og efndir.

Ég veit að ég tala fyrir munn margra Samfylkingarfélaga þegar ég nú skora á þig að endurskoða afstöðu þína til formannskjörs. Endanlega ákvörðun getur vel beðið úrslita forvals í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi á helginni.

“Festina lente” sögðu Rómverjar forðum og vissu hvað þeir sungu. Stundum er í lagi að flýta sér hægt. En að tekinni ákvörðun á réttum tíma ber að setja á “fullt stím – áfram.”

Með árnaðaróskum,