Evrópusambandið er “post-colonial”: Svar til Viggós Jörgenssonar, 9. 4.

Heill og sæll, Viggó.
Ég lærði mína hagfræði í gamla daga við breskan (skoskan) háskóla. Um sumt – t.d. hina angló/amerísku heimsvaldastefnu – lærði ég meira af vinum mínum í Labour and Socialist Club,…

en þeir komu víðs vegar að úr breska heimsveldinu (Indlandi og Pakistan, Singapore og Malasíu, Afríku og Karíbahafinu). Samt má ekki gleyma því að sú var tíð að Bretland var “the workshop of the world.”Það er að vísu löngu liðin tíð. Bandaríkin fóru fram úr gömlu Evrópu upp úr aldamótunum 1900. Evrópa brotlenti í tveimur heimsstyrjöldum. Frá og með lokum seinni heimstyrjaldar hefur bandaríski kapítalisminn verið heimsyfirráðaafl. Hamfarakapítalisminn (fjármálakerfi sem vaxið hefur framleiðslukerfinu yfir höfuð) á ætt sína og óðul í Ameríku. Höfuðstöðvarnar eru við Wall Street. Stjórntæki heimskapítalismans – IMF, World Bank og WTO – allt er þetta undir amerískri stjórn.

2. Evrópa er post-colonial. Evrópusambandið stefnir ekki að heimsyfirráðum. Til þess hefur Evrópa hvorki pólitískan vilja né hernaðarlega burði. Aðferðafræði ESB er samningar á grundvelli laga og réttar. Það hentar vel hagsmunum smáþjóða. Þótt Evrópusambandið sé viðskiptastórveldi er það hernaðarlegur dvergur. Það er fínt. Fyrir utan að vera friðarafl er ESB líka jafnaðarafl. ESB hefur gert meira en nokkur fjölþjóðastofnun önnur í sögunni til að lyfta hinum fátækari þjóðum upp á lífskjarastig hinna ríku. Þetta getur þú sannfærst um með því að skoða hagþróun Íra, Portúgala, Spánverja, Ítala, þjóða Mið- og Austur-Evrópu, Eystrasaltsþjóða og smáþjóðanna á Balkanskaganum. Berðu þetta svo saman við samskipti Bandaríkjanna við þjóðir Mið- og Suður-Ameríku og í Karíbahafinu. Þá sérðu að á þessu tvennu er eðlismunur. Því má svo við bæta að Evrópusambandið hefur fóstrað fleiri þjóðir frá einræðis- og alræðisstjórnarfari til lýðræðis en nokkur önnur fjölþjóðastofnun í sögunni. Allt ! hefur það gerst án hernaðaríhlutunar – fyrir utan stöðvun þjóðernishreinsana í Kosovo, þar sem ESB reyndar brást, svo að NATO varð að vinna skítverkið.

3. Ég er að vísu sammála þér um það að breska yfirstéttin hefur seinustu mannsaldrana lifað á fornri frægð sem “rentier-class”, þ.e. afætur af iðju annarra sem samsafn auðnuleysingja