HANS OG KLEMENS

Heill, Hans.
Enginn sögulegur réttur = engar veiðar innan íslenskrar lögsögu.
Grænbókin er hugmyndapottur um allar hugsanlegar breytingar á sameiginlegu fiskveiðistefnunni. Þeir sem til þekkja vita hins vegar, að reglan um hlutfallslegan stöðugleika blívur. Hvorki þú né Klemens þurfið að kynna ykkur það betur.

Kvótahopp er vandamál þar sem margar þjóðir veiða úr sameiginlegum stofnum á sameigainlegu hafsvæði. Það á ekki við um Ísland. Það er nóg af vandamálum í heiminum, þó að þið bætið ekki við með ímyndunaraflinu.
Með vinsemd.
JBH