Time is on Their Side

Þann 5.júní, 1990 (á Dannebrogsdaginn) var Uffe Ellemann Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, gestgjafi mikillar ráðstefnu utanríkisráðherra allra ríkja Evrópu og Norður-Ameríku. Ráðstefnan var haldin á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (CSCE). Umræðuefnið var mannréttindi sem hornsteinn þjóðfélagsskipunar í Evrópu. Ráðstefnan var liður í röð funda um bætt samskipti austurs og vesturs við lok kalda stríðsins.

Þegar hér var komið sögu, var Berlínarmúrinn fallinn, Austur-Evrópa frjáls, og Eystrasaltsþjóðirnar þrjár, Eistar, Lettar og Litháar, höfðu myndað þingkjörnar ríkisstjórnir að loknum þingkosningum. Nýskipaðir utanríkisráðherrar þeirra, þeir Lennart Meri (Eistlandi), Janis Jurkans (Lettlandi) og Algirdas Saudargas (Litháen) mættu til fundarins og báðu um að fá að ávarpa rástefnuna. Þá hótuðu Sovétmenn að yfirgefa fundinn. Uffe lúffaði, og þeim þremenningum var vísað á braut. Þegar þau tíðindi spurðust, henti ég frá mér fyrirframsömdum ræðutexta og talaði eins og andinn innblés mér, eingöngu um sjálfstæðiskröfur Eystrasaltsþjóða.

Ræðutextinn fer hér á eftir: PDF skjal