Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavik leitaði til Jóns Baldvins Hannibalssonar, fv. formanns Alþýðuflokksins, um að annast undirbúning námskeiðsins og leiðsögn. Auk Jóns Baldvins fluttu fyrirlestra þeir Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við HÍ (um siðferði og starfshætti við fall íslensku bankanna) og Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor við HÍ (um nauðsyn stjórnarskrárbreytinga til að styrkja stofnanir og innviði lýðræðis í íslensku stjórnarfari).
Námskeið um Hrunið
NIÐURSTÖÐUR RANNSÓKNARNEFNDAR ALÞINGIS UM HRUNIÐ:
ORSAKIR-ÁBYRGÐ-LÆRDÓMAR
Í upphafi árs 2012 ákvað Samfylkingarfélagið í Reykjavík að efna til námskeiðs um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um Hrunið. Skýrslan var alls í níu bindum eða um 2000 bls.(auk fylgiskjala á netinu). Hún er því mikil að vöxtum og að hluta til um sérfræðileg málefni og því ekki auðskilin öllum almenningi. Á námskeiðinu var lögð áhersla á að rekja niðurstöður skýrsluhöfunda, að því er varðaði orsakir hrunsins, ábyrgð stjórnvalda á því, og hvaða lærdóma mætti draga af þessari reynslu til að forðast að endurtaka áorðin mistök í framtíðinni. Námskeiðið hófst 25. jan., 2012 og stóð til loka febrúar.