Af þessu tilefni er ástæða til að skoða, hvernig frændur vorir í Noregi hafa mótað stefnuna um auðlindanýtingu og fiskveiðistjórnun. Flestir vita, að Noregur er vellauðugt olíuríki. Frá upphafi olíuvinnslunnar hafa þeir gætt þess vandlega, að arðurinn af olíuauðlindinni, sem er skilgreind sem þjóðar-eign, renni í sameiginlegan fjárfestingarsjóð, sem nú er reyndar orðinn sá öflugasti í heiminum.
Samvinnurekstur
Í nýútkominni bók um, hvað Skotar geti lært af samskiptum Norðurlanda-þjóða við Evrópusambandið, birtist fróðleg grein um þetta efni eftir norskan náttúruvísindamann, Duncan Halley að nafni (hann er skoskur að uppruna, en norskur ríkisborgari). Í greininni kemur fram, að um auðlindanýtingu og dreifingu arðs af auðlindinni gilda tvenn lög: Lögin um auðlindanýtinguna hafa að markmið að tryggja sjálfbærar fiskveiðar og þjóðhagslega arðsemi af rekstri útgerðar og fiskvinnslu. Hin lögin kveða á um eignarhald á útgerðar-fyrirtækjum með það að markmiði að tryggja, að arðurinn nýtist sem best byggðarlögum, sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi, með fram hinni löngu strandlengju Noregs.
Þessi lög kveða á um, að fiskiskip verða að vera í eigu einstaklinga, sem sjálfir stunda sjó eða vinna við stjórnun útgerðar. Þetta hefur leitt til þess, að flestir sem stýra útgerðarfyrirtækjum hafa sjálfir verið virkir sem sjómenn og/eða skipstjórnarmenn. Ef skip eru í eigu hlutafélags, verður hlutafélagið að vera í eigu starfandi sjómanna eða stjórnenda í viðkomandi byggðarlag-i. Fiskvinnslufyrirtæki mega eiga allt að 49.9%, en ráðandi hlutur verður að vera í eigu starfandi sjómanna, núverandi eða fyrrverandi, sem verða að starfa við útgerðina. M.ö.o. hluthafar verða að vera tengdir útgerðinni og byggðarlaginu. Við þetta bætist síðan, að samkvæmt lögum er afurðasalan í höndum samvinnufyrirtækja.
Samfélagsábyrgð
Norsk fiskveiðistjórnun byggir því lögum samkvæmt á þrennu: sjálfbærn-i, arðsemi og samfélagslegri ábyrgð. Sjávarútvegurinn er burðarás atvinnulífs í strandbyggðum Noregs. Ef ekki væri fyrir fiskveiðar, fiskeldi og fiskvinnslu, lægi við landauðn í þessum byggðarlögum. Útgerð og fiskvinnsla er einfald-lega forsenda atvinnu – og þar með – búsetu. Sjávarútvegurinn stendur fyrir mikilli verðmætasköpun. Hann er næststærsti útflutningsgeirinn. Á það er lögð rík áhersla, að sjávarútvegurinn sé rekinn í sátt við hið náttúrulega umhverfi. Meira en 70% allra fiskveiða eru úr stofnum, sem njóta vottunar fyrir sjálfbærni. Þetta er hæsta hlutfall, sem þekkist í heiminum. „Helstu nytjastofnar eru í góðu ásigkomulagi“, að sögn OECD. „Nýting sjávarauð-lindarinnar og stjórnun fiskveiða byggir á niðurstöðum vísindalegra rann-sókna“, að sögn FAO, matvælastofnunar SÞ. „Fiskveiðistjórnun Norðmanna er fyrsta flokks í heiminum“, að sögn Marine Stewardship Council.
Vegna örra tækniframfara var svo komið á áttunda áratugnum, að margir fiskistofnar innan norsku lögsögunnar voru ofveiddir. Sumir stofnar bein-línis hrundu (eins og gerðist innan lögsögu ESB). Ríkið dældi gríðarlegum fjármunum inn í greinina til þessa að forða gjaldþrotum og brottflutningi fólks úr strandbyggðunum.
Kerfisumbætur
Ráðist var í kerfisumbætur, sem hafa skilað miklum árangri. Á s.l. 30 árum (frá 1985-2015) hefur hrygningarstofn uppsjávarfisktegunda vaxið um 51%. Hrygningarstofn djúpsjávartegunda hefur vaxið sem svarar 340%. M.ö.o. nýtingu sjávarauðlindarinnar hefur verið hagað með þeim hætti, að afrakstur auðlindarinnar hefur vaxið umtalsvert.
Sértækir styrkir til sjávarútvegsins hafa verið aflagðir fyrir utan undanþágu frá sérstöku mengunargjaldi á eldsneyti. Eftir standa styrkir vegna t.d. end-urhæfingar og starfsþjálfunar, sem gilda almennt fyrir atvinnulífið.
Öfugt við Evrópusambandið hafa norskir sjávarútvegsráðherrar aldrei snið-gengið vísindalega ráðgjöf um aflamark. Aðalatriðið er, að lagaákvæðum um samfélagslega ábyrgð er fylgt eftir, þannig að tekjur og arður sjávarútvegsfyr-irtækja rennur um æðakerfi samfélagsins í sjávarbyggðum. Þetta á ekki bara við um tekjur starfsfólksins heldur einnig arð fyrirtækjanna og hagnað eig-endanna. Fiskistofnarnir eru í góðu ásigkomulagi. Undantekningarnar eru deilistofnar, sem að hluta tilheyra fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Víð-tæk samfélagsleg sátt ríkir um þetta fyrirkomulag auðlindanýtingar og sam-félagsábyrgðar. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa.