VELFERÐARRÍKIÐ OG ÓVINIR ÞESS ENDURREISN Í ANDA JAFNAÐARSTEFNU

Málþing verður haldið í tilefni af 70 ára afmæli Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi formanns Alþýðuflokksins – Jafnaðarmannaflokks Íslands, laugardaginn 21. febrúar, 2009 í Iðnó og hefst kl. 14:00.
Gamlir nemendur Jóns Baldvins efna til málþingsins til heiðurs meistara sínum.

Dagskrá:

Opnun:
Oddný Sigurðardóttir, söngkona, og Jónas Guðmundsson, hagfræðingur, fulltrúar nemenda.

Ræður:
Stefán Ólafsson, prófessor
Þorvaldur Gylfason, prófessor

Panelumræður:
Atli Heimir Sveinsson, tónskáld
Árni Páll Árnason, alþingismaður
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, varaþingmaður
Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur
Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur

Fyrirspurnir úr sal

Lokaorð:
Jón Baldvin Hannibalsson

Pallborðsumræðum stýrir Þóra Arnórsdóttir, stjórnmálafræðingur

Að málþingi loknu munu Jón Baldvin og Bryndís hafa opið hús að heimili sínu,
Álfhóli við Engjaveg í Reykjadal í Mosfellsbæ. Sigfús Guðfinnsson, fyrrum nemandi í M.Í. Og eigandi Brauðhússins í Grímsbæ annast veitingar.