KOMIN HEIM Í HEIÐARDALINN, viðtal Jónasar Jónasarsonar við JBH og BS

Það er sunnudagur síðdegis þegar þau koma til fundar við mig, sparibúin og glæsileg, enda að fara út að borða og síðan í leikhús. Bryndís Schram lítur út eins og ung fegurðardís og Jón Baldvin Hannibalsson brosir, líka með augunum, nokkuð sem mér finnst hann ekki gera nógu oft í viðtölum. Brosið þá er svona meira út í annað munnvikið og mér hefur stundum sýnst að hann finni jafnvel til með þeim fréttamanni sem hefur hann í viðtali. Við setjumst við lítið fundarborð. Sitjum í þríhyrning, þau hvort á móti öðru og skiptast á augnaráði sem fyllir mig öfund. Þegar þau hafa horfst í augu dágóða stund líta þau bæði á mig spyrjandi. Það er sunnudagur síðdegis þegar þau koma til fundar við mig, sparibúin og glæsileg, enda að fara út að borða og síðan í leikhús. Bryndís Schram lítur út eins og ung fegurðardís og Jón Baldvin Hannibalsson brosir, líka með augunum, nokkuð sem mér finnst hann ekki gera nógu oft í viðtölum. Brosið þá er svona meira út í annað munnvikið og mér hefur stundum sýnst að hann finni jafnvel til með þeim fréttamanni sem hefur hann í viðtali. Við setjumst við lítið fundarborð. Sitjum í þríhyrning, þau hvort á móti öðru og skiptast á augnaráði sem fyllir mig öfund. Þegar þau hafa horfst í augu dágóða stund líta þau bæði á mig spyrjandi.

-Hvernig var að koma heim?
Bryndís lítur af mér og horfir litla stund þögul á hann Jón sinn, kannski eins og hún sé að bíða eftir því að hann svari fyrst, en hann brosir bara út í annað og þegir. Kannski er þögnin merki til Bryndísar um að tala, samsæri þagnarinnar er óþarft núna. Þau eru ekki lengur sendiherrahjón með þagnarskyldu.
Bryndís hallar sér fram og krossleggur langa píanistafingur, stór hringur áberandi vottur um dýran smekk. Um háls hennar er eins konar skrautkeðja sem fer vel við dökkan kjólinn, andlitið eitt varlegt bros sem síðan hverfur vegna alvöruþunga orðanna. Hér talar fyrrverandi sendiherrafrú Íslands í Bandaríkjunum og Finnlandi.
“Það var mikið áfall að koma heim!”

Lesa meira

Pabbi, grein eftir Glúm Baldvinsson

Maðurinn er með óbilandi sjálfstraust. Líklega stafar það að stórum hluta af því að hann vissi frá fjögurra ára aldri hvað hann vildi í lífinu. Pólitík. Breyta heiminum.
Hann fann ástríðuna fyrir lífinu og uppfrá því var ekki aftur snúið.

Dæmi: Hann las Marx fyrir tólf ára aldur og gerðist kommúnisti af lífi og sál. Taldi síðar að Laxness hefði blekkt sig ungan til að trúa að það væri lausnin á samvistum manna í samfélagi.

Annað dæmi: Sextán ára rak hann kosningabaráttu mömmu sinnar sem Hannibal hafði att í prófkjör gegn bróður hennar, Friðfinni Ólafssyni, krata, í einhverju kjördæmi fyrir vestan. Gekk hann svo harkalega fram að hann skrifaði fjölda kosningablöðunga fyrir mömmu í viku hverri og bar nokkuð á níði á andstæðingnum sem móðir hans þó elskaði. Hún elskaði mann sinn þó öllu meir. Eitt sinn þegar Jón Baldvin sextán ára var að skila baráttumálgagni sínu og móður hennar til prentsmiðju á Ísafirði hitti hann frænda sinn Friðfinn sem var þar í sömu erindagjörðum. Þá hafði Friðfinnur uppi þessi orð: Ill var þín fyrsta ganga frændi. Töluðust þeir svo ekki við í áratug eða meira. Seinna urðu þeir mestu mátar og segir faðir minn hann fyndnasta, skemmtilegasta mann sem uppi hafi verið á Íslandi.

Lesa meira