En smám saman spurðist það út, að hinn skapandi rithöfundur væri sakaður um nauðgun. Hann átti að hafa nauðgað nemanda sínum. Rektor, og samstarfskonur hennar í deild skapandi lista, voru lofsungnar í fjölmiðlum fyrir að hafa rekið hann. Svona eiga sýslumenn að vera, var sagt. „Zero tolerance“ – ekkert umburðarlyndi – gagnvart ofbeldi gegn konum. Konurnar sem réðu lögum og lofum í Háskólanum í British Columbia voru sagðar vera öðrum til fyrirmyndar.
TIL VARNAR FEMINISMA I
Nú er svo komið, að öfgafemínistar eru að koma óorði á femínismann, ekki bara á Íslandi heldur um heim allan. Við megum ekki láta þeim takast það. Reynum að læra af öðrum, t.d. af eftirfarandi dæmisögu frá Kanada.
Þetta byrjaði allt saman í University of British Columbia (UBC). Þjóðkunnur kanadískur rithöfundur, Steven Galloway að nafni, hafði kennt „creative writing“ (skapandi skrif) við góðan orðstír við háskólann. Frægasta bók hans, The Cellist of Sarajevo (2008), varð alþjóðleg metsölubók. Allt í einu spurðist það út, að hann hefði verið rekinn, fyrirvaralaust. „Óbrúanlegur trúnaðarbrestur,“ sagði rektor háskólans, Martha Piper.