Þetta var komið vel á veg. En þegar fór að kvisast út um þessi áform, þóttust aðstandendur verksins verða verða varir við draugagang, sem erfitt var að henda reiður á. Menn fóru að mælast undan því, að nöfn þeirra birtust á heillaóskaskrá, þótt þeir lýstu áhuga á bókinni og vildu gjarnan kaupa hana. Sumir, sem höfðu þegar skráð sig, báðu um, að nöfn þeirra yrðu dregin til baka.
Vörn fyrir æru
„Ég þekki ekki föður minn í þeirri mynd, sem fjölmiðlar draga upp af honum: refur, óheiðarlegur, hrokagikkur… Akkúrat það sem hann er ekki. Hann er hlýr, skilningsríkur…fyrir nú utan hvað hann er gáfaður og skemmtilegur…….má hann ekki einhvers staðar njóta sammælis?“ (Aldís Baldvinsdóttir, í viðtali við Kristján Þorvaldsson í tímaritinu Mannlífi, febrúar 1995)
Þann 21. febrúar, n.k. stóð til að fagna áttræðisafmæli mínu í góðra vina hópi. Gamlir samherjar vildu beita sér fyrir útgáfu afmælisrits um arfleifð jafnaðarstefnunnar og erindi hennar við komandi kynslóðir. Einnig var áformað að efna til málþings með þátttöku erlendra stjórnmála- og fræðimanna um sama efni. Ritnefndarmenn leituðu til vina og velunnara – en einnig pólitiskra andstæðinga – eftir fyrirframáskrift, sem staðfest væri á heillaóskaskrá, eins og algengt er við áþekk tækifæri.