„NATO gegnir ekki lengur lykilhlutverki sem vettvangur pólitískrar umræðu milli Evrópu og Ameríku. Heimskreppan er í höndum leiðtoga G-20 ríkj-anna. Fámennur klúbbur sex ríkja reynir að fást við ógnina sem stafar af kjarnavopnavígbúnaði Írana. Evrópusambandið fæst beint við Rússa í þeim tilgangi að tryggja öruggt framboð orku úr austri. Leyniþjónustusamstarfið gegn hryðjuverkaógninni fer fram í gegnum tvíhliða samstarf helstu þjóð-ríkja. „Hernaðaraðgerðirnar sjálfar eru orðnar okkar raison d´étre,” segir háttsettur aðili í innsta hring NATO.„Ég beiti íhlutun, þess vegna er ég til.”
NATO 70 ára: Heimslögregla – Í þjónustu hverra?
NATO var stofnað til þess að tryggja frið í Evrópu á tíma kalda stríðsins. Það hafði tekist – í skjóli bandarískra kjarnavopna – án þess að hleypa af skoti. Í hinum tvískipta heimi kalda stríðsins var NATO holdgerving Atlantshafs-tengslanna – „The Transatlantic Relationship” – milli gamla og nýja heims-ins. En er nokkuð sjálfgefið að það haldi áfram í gerbreyttri heimsmynd? Ensk/ameríska vikuritið The Economist svarar þessari spurningu í umfjöllun um afmælisbarnið 60 ára: