Tæpitungulaust, lífsskoðun jafnaðarmanns

Bókin er gefin út 29 september, à 60 ára brúðkaupsafmæli Jóns Baldvins og Bryndísar. HB Av gaf bókina út.

Tilefni þessarar bókar er að vekja upp umræðu um jafnaðarstefnuna, sögulegt hlutverk hennar í að breyta þjóðfélaginu í anda mannréttinda og mannúðar. Hún svarar spurninginni: Á jafnaðarstefnan erindi við fólk í velferðarríkjum samtímans og í náinni framtíð?

Lesa meira

KARL STEINAR GUÐNASON ÁTTRÆÐUR, síðbúin afmæliskveðja

Það eina sem ég hef mér til afbötunar fyrir að hafa misst af afmæli vinar míns er, að ég var í útlöndum.

Kannski var hann í útlöndum líka. Ég var í Washington D.C. að þrátta við talsmenn ameríska heimsveldisins. Um, að þeir hefðu glutrað niður tækifærinu eftir hrun Sovétríkjanna til að rétta lýðræðissinnum í Rússlandi trausta hjálparhönd – með Marshallaðstoð – við að byggja upp nýtt Rússland á rústunum. Ríki sem væri ekki hættulegt grannþjóðum sínum.

Þess vegna láðist mér að gá í dagbókina. Þar með fór það fram hjá mér að Kalli Steinar átti stórafmæli þann 27 maí s.l.

Ég skammast mín oní tær fyrir þetta, en vil endilega reyna að bæta fyrir glöpin með fáeinum orðum.

Karl Steinar er nefnilega með merkari samtímamönnum mínum. Hann var lengi vel fremstur meðal jafningja í vöskum hópi verkalýðssinna og jafnaðarmanna á Suðurnesjum. Þetta var hörkulið, sem kvað að, svo að eftir var tekið.

Ef við hefðum átt fleiri menn eins og Karl Steinar, hefði Alþýðuflokkurinn náð sér aftur á strik eftir endurteknar klofnings-iðju misviturra manna. Þá hefði Alþýðuflokkurinn náð því á nýjan leik að verða ráðandi afl í verkalýðshreyfingunni.

Lesa meira

Atli Heimir Sveinsson; minning

Við munum það, eins og gerst hafi í gær. Seinasta lag fyrir fréttir. Þulurinn sagði hátíðlegri röddu: Ljóðið er eftir Jóhannes úr Kötlum, en lagið eftir Atla Heimi Sveinsson, tónskáld.

Hann var 15 ára. Þar með var þessi bráðgeri bekkjarbróðir stiginn upp á Olympstind, þar sem fyrir sátu höfuðsnillingar mannsandans. Alla tíð síðan hefur Atli Heimir staðið við fyrirheit æskumannsins. Höfundarverk hans er svo mikið og fjölskrúðugt að furðu sætir. Að baki bjó skapandi hugur og óbilandi viljastyrkur.

Að loknu stúdentsprófi lá leið hans til Þýskalands, landsins sem kennt er við Heine og Hitler, Göthe og Göbbels. Þjóðverjar voru að skríða upp rústum stríðsins, eftir að hafa tapað glórunni í sjálfstortímingaræði nazismans. Atli varð innvígður í tónlistarhefð þýska menningarheimsins, sem stendur engum að baki. En hann var einskis manns hermikráka. Atli var skapandi hugsuður undir aga tónlistarformsins og kenndi til í tilfinningaróti tvíræðrar tilveru, sem einkenndist af ofsa og hraða. En leitaði að lokum hjálpræðis í hinu fagra og friðsæla.

Helförin var Húnunum í fersku minni. Menntaðasta þjóð Evrópu hafði hrokkið af hjörunum og hrasað út í botnlausa villimennsku. Stockhausen, meistari Atla Heimis, skildi samtíma sinn: Öld öfga, ofbeldis og tortímingar. Atli skildi það líka. Og funi og fjör æskumannsins bauð ekki upp á neinar málamiðlanir.

Lesa meira

Björgvin Guðmundsson; Minning

Hann var jafnaðarmaður í húð og hár – ekta sósíaldemókrat – til hinsta dags. Vinnuþjarkur, sem féll aldrei verk úr hendi. Það lýsir manninum vel, að í vikunni, áður en hann kvaddi, var hann að ganga frá seinustu grein sinni með raunsæjum tillögum um, hvernig eigi að rétta hlut aldraðra, svo að velferðarríkið íslenska nái að rísa undir nafni.

Aldursmunurinn á okkur samsvaraði tveimur menntaskólakynslóðum, tæpum átta árum. Þegar ég var enn á mínum marxísku sokkabandsárum að lesa utanskóla við MR, var Björgvin löngu byrjaður að láta til sín taka sem vinnuþjarkur í þjónustu jafnaðarstefnunnar. Hann var blaðamaður á Alþýðublaðinu meðfram námi í viðskiptafræði við háskólann, formaður Stúdentaráðs og formaður Sambands ungra jafnaðarmanna í framhaldi af því. Þessi atvæðamiklu ungi maður átti síðar eftir að sitja í flokkstjórn Alþýðuflokksins á fjórða áratug. Alltaf til staðar. Alltaf til þjónustu reiðubúinn.

Lesa meira

NATO 70 ára: Heimslögregla – Í þjónustu hverra?

NATO var stofnað til þess að tryggja frið í Evrópu á tíma kalda stríðsins. Það hafði tekist – í skjóli bandarískra kjarnavopna – án þess að hleypa af skoti. Í hinum tvískipta heimi kalda stríðsins var NATO holdgerving Atlantshafs-tengslanna – „The Transatlantic Relationship” – milli gamla og nýja heims-ins. En er nokkuð sjálfgefið að það haldi áfram í gerbreyttri heimsmynd? Ensk/ameríska vikuritið The Economist svarar þessari spurningu í umfjöllun um afmælisbarnið 60 ára:

„NATO gegnir ekki lengur lykilhlutverki sem vettvangur pólitískrar umræðu milli Evrópu og Ameríku. Heimskreppan er í höndum leiðtoga G-20 ríkj-anna. Fámennur klúbbur sex ríkja reynir að fást við ógnina sem stafar af kjarnavopnavígbúnaði Írana. Evrópusambandið fæst beint við Rússa í þeim tilgangi að tryggja öruggt framboð orku úr austri. Leyniþjónustusamstarfið gegn hryðjuverkaógninni fer fram í gegnum tvíhliða samstarf helstu þjóð-ríkja. „Hernaðaraðgerðirnar sjálfar eru orðnar okkar raison d´étre,” segir háttsettur aðili í innsta hring NATO.„Ég beiti íhlutun, þess vegna er ég til.”

Lesa meira

NATO 70 ára: Heimavarnarlið eða heimslögregla?

Inngangan í NATO 1949 var umdeild ákvörðun, sem klauf þjóðina í andstæðar fylkingar. Var sjálfstæði Íslands raunverulega hætta búin? Hafði reynsla smáþjóða á millistríðsárunum ekki kennt þeim þá lexíu, að hlutleysið væri haldlaus flík? Inngangan í NATO 1949 var umdeild ákvörðun, sem klauf þjóðina í andstæðar fylkingar. Var sjálfstæði Íslands raunverulega hætta búin? Hafði reynsla smáþjóða á millistríðsárunum ekki kennt þeim þá lexíu, að hlutleysið væri haldlaus flík?

Dómur reynslunnar

Voru þeir, sem beittu sér fyrir þessari örlagaríku ákvörðun, þjóðníðingar og landráðamenn, eins og margir trúðu á þeim tíma? Eða voru þarna að verki ábyrgir stjórnmálamenn og framsýnir, sem sáu fyrir að það yrði að tryggja nýfengið sjálfstæði fyrir hugsanlegri ásælni óvinveittra afla? Hafa áhyggjur hinna bestu manna um að aðildin að NATO og dvöl bandarísks herliðs í landinu í kjölfarið mundi hafa í för með sér endalok íslensks sjálfstæðis, þjóðernis og menningar – reynst vera á rökum reistar?

Lesa meira

Gróusögur eftir pöntun?

„Það eru þættir í málum Jóns Baldvins Hannibalssonar sem fá mig til að staldra við. Þessi mál eru svo mörg og ná yfir svo langt tímabil að það hlýtur að hafa verið fólk sem vissi meira en það kýs að segja. Þegar ég bjó í Washington DC 2007-2010 gengu enn sögur meðal íslendinganna um sendiherrann fyrrverandi, um alls konar óviðeigandi hegðun, oftast tengdar ölvun og partýstandi. En líka grófari sögur um ágengni við konur og stúlkur. Sögur sem hljóta að hafa náð eyrum samverkamanna sendiherrans og yfirboðara. Síendurteknar sögur sem mannni finnst ótrúlegt að samtíðarmenn í stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu hafi ekki heyrt. Til eru stjórnmálamenn og blaðamenn sem lögðu sig fram um að vita allt um alla. Sumir hafa jafnvel lýst sjálfum sér sem nokkurs konar kóngulóm í miðjum vef ógeðslegs þjóðfélags. Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“ (Friðjón R Friðjónsson, framkvæmdarstjóri KOM ráðgjafar og formaður upplýsinga- og fræðslunefndar Sjálfstæðisflokksins).

Ofangreind auglýsing eftir gróusögum um Jón Baldvin Hannibalsson birtist 14. febrúar s.l. á fésbókarsíðu Friðjóns. Hver er þessi Friðjón? Hann er eigandi og framkvæmdarstjóri KOM almannatengsla fyrirtækisins og jafnframt miðstjórnarmaður og formaður upplýsinga- og fræðslunefndar Sjálfstæðisflokksins. Mér er sagt að í almannatengslabransanum sé hann þekktur sem spunameistari formanns Sjálfstæðisflokksins.

Ofangreind auglýsing mun vera einsdæmi í sögu almannatengsla á Íslandi. Menn sem þekkja vel til í þessum bransa kannast ekki við nein dæmi þess að opinberlega hafi verið auglýst eftir gróusögum um nafnkunna menn. Fáir leggja trúnað á að þetta sé bara einkaframtak Friðjóns. Þeir sem til þekkja á bak við tjöldin telja næsta víst að hann geri þetta með vitund og vilja flokksforystunnar. Aðrir benda á að Friðjón og Andrés Jónsson, spunameistari Samfylkingarinnar, séu nánir vinir og þekktir af því að gera hvor öðrum greiða þegar reynir á hugkvæmni spunameistaranna. Á kannski að skoða þetta sem vinargreiða?

Lesa meira

Umsögn um þingsályktunartillögu um orkupakka 3.

Til : Sigrún Helga Sigurjónsdóttir – nefndasvið@althingi.is

Frá: Jón Baldvin Hannibalsson – jbhannibalsson@gmail.com

Efni: Umsögn um þingsályktunartillögu um orkupakka 3.

Ég vísa til erindis Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur með beiðni um umsögn um áðurnefnda þingsályktunartillögu, dags.11.04.19.

Ég kýs að takmarka umsögn mína við svör við eftirfarandi fjórum spurningum:

Lesa meira