Málefnanlega er ljóst hverjir hafa undirtökin. Það eru Bernie Sanders, hin aldurhnigni sósíaldemókrati frá Vermont, sem er sá sem helst tendrar hugsjónaglóð hjá ungu kynslóðinni. Og Elisabeth Warren sem þykist vera „kapítalisti“ en er skilgetið afsprengi New Deal, kona með lausnir á meinsemdum kapitalismans. En það er alger óþarfi að kalla það sósíalisma. Sósíaldemókratí er rétta orðið. Við köllum það jafnaðarstefnu. Í munni hagfræðinga, og annarra fræðimanna, heitir þetta Norræna módelið. Það er það sem málið snýst um. Þar er að finna lausnirnar á þeim þjóðfélagslegu meinsemdum sem hrjá þorra Bandaríkjamanna á lokaskeiði nýfrjálshyggjutímabilsins.
Lesa meiraFYRIRHEITNA LANDIÐ
Það fer varla fram hjá neinum sem nennir að fylgjast með rökræðum forsetaframbjóðenda demókrata í Bandaríkjunum í prófkjörsferlinu að leiðarhnoðið, sem allt snýst um, er hið norræna samfélagsmódel. Þeir frambjóðendur, sem á annað borð hafa eitthvað til málanna að leggja, beina sjónum sínum þangað í leit að lausnum. Ameríka er ekki lengur land tækifæranna fyrir þorra almennings. Það eru Norðurlönd hins vegar afdráttarlaust.