Rökræða um framtíðina

ALÞJÓÐLEG SAMTÖK áhugafólks um borgaralaun (Basic Income Earth Network – BIEN) skilgreina almenn borgaralaun með eftirfarandi hætti: Borgaralaun eru tiltekin fjárupphæð greidd reglulega (mánaðarlega) öllum á einstaklingsgrundvelli, án tillits til efnahags og án skilyrða (t.d. tekjutenginga) og vinnukvaðar. Áherslan er m.ö.o. á sameiginleg borgaraleg réttindi til aðgreiningar frá styrkjum eða bótum, sem eru greiddar þeim sem sannanlega eru þurfandi.

Hugmyndin er engan veginn ný af nálinni. En það eru ýmsar veigamiklar ástæður fyrir því að áhugi á þessari hugmynd hefur vaknað á ný, svo mjög að til er orðin alþjóðleg hreyfing til að vinna hugmyndinni framgang, einnig með félag hér á landi. Veirufaraldurinn sem nú herjar á mannkyn hefur afhjúpað hversu innbyrðis tengt og brothætt heimskerfið er. Það hefur vakið marga til umhugsunar um, hvort almenn borgaralaun séu hugmynd, hvers tími er nú í nánd. En meginástæðurnar eru eftirfarandi:

Lesa meira

Vitnaleiðslur

Haustið 2013 birti DV (helgarblað 27.-29. sept) kæru Aldísar Schram á hendur JBH til kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar er að finna allar sömu sögurnar sem Stundin og aðrir fjölmiðlar hafa nú rifjað upp sex árum síðar. Sömu nöfn – sömu sögur. Eina undantekningin er sviðsetning Carmenar Jóhannsdóttur „á þakinu“ sem fjallað er um í upphafi. Hinar sögurnar fjórar eru sagðar af höfundi kærunnar, Aldísi Schram. Það ætti að vekja athygli athugulla lesenda að þarna er hvergi að finna kærur vegna áreitni við hana sjálfa eða dóttur hennar, systur hennar, móðursystur né vinkonur sem áður voru á hennar sakaskrá.

Lesa meira

VARIST HRÆÐSLUÁRÓÐUR -Handbók um endurheimt þjóðareignar

Grein mín Um Alaskaarðinn og Íslandsarfinn, sem birtist í Kjarnanum 25.05., hefur vakið miklar umræður og margar spurningar, m.a. um það hvers vegna lagaákvæði um þjóðareign á auðlindinni og rétt eigandans til gjaldtöku fyrir nýtingarrétt virðast vera haldlaus í framkvæmd. Fólk spyr sig í forundran, hvernig það má vera að tímabundnar veiðiheimildir sem lögum samkvæmt mynda aldrei lögvarinn eignarrétt eru þrátt fyrir lagaákvæðin meðhöndlaðar sem einkaeign. Þær eru veðsettar fyrir lánum og ganga loks að erfðum.

En það eru fleiri spurningar sem vakna af þessu tilefni. Tilgangur þessarar greinar er að svara þeim eftir bestu getu:

1. HVERS VEGNA AFLAMARKSKERFI, sem í daglegu tali kallast kvótakerfi?

Lesa meira

UM ALASKAARÐINN OG ÍSLENSKA ARFINN

Þegar ég spurði þau tíðindi, að arðurinn af þjóðarauðlind Íslendinga væri orðinn að skattfrjálsu erfðafé og eyðslueyri afkomenda tveggja ólígarka á Akureyri, var ég í miðjum klíðum að lesa bók, sem í ljósi þessa þjóðarhneykslis, gæti reynst Íslendingum þörf lexía. Bókin heitir: „Exporting the Alaska Model“, eftir bandaríska prófessora, Widerquist og Howard.

Hvers konar þjóðfélag er það, þar sem arðinum af þjóðarauðlindinni er stolið um hábjartan dag í pólitísku skjóli stjórnvalda, sem að nafninu til a.m.k. eiga að gæta þjóðarauðsins og þar með almannahagsmuna? Það er alla vega meira í ætt við Saudi-Arabíu og Namibíu en Noreg – já, og reyndar Alaska. Ég ætla að byrja á því, ykkur til upplýsingar.

Lesa meira

Anda Catlaka Foreign Policy Advisor to the Speaker Saeima of the Republic of Latvia

Dear Mr Hannibalsson,

Yesterday in Riga we had very warm celebrations of the restored independence of my country. Thank you for being with us on this very special day.

In the afternoon your greetings were transmitted in a special edition of the main public TV channel – LTV. Please find:

https://replay.lsm.lv/lv/ieraksts/ltv/186687/svinam-neatkaribas-atjaunosanas-30-gadi-svetku-studija (begins at 0:29.40).

When introducing a journalist praised your country for being the first to recognise our restored independence in 1991 and the fact that you as a Minister of Foreign Affairs dared to visit the Baltic capitals during the days of barricades in January 1991.

Continue reading “Anda Catlaka Foreign Policy Advisor to the Speaker Saeima of the Republic of Latvia”