Hvers konar þjóðfélag er það, þar sem arðinum af þjóðarauðlindinni er stolið um hábjartan dag í pólitísku skjóli stjórnvalda, sem að nafninu til a.m.k. eiga að gæta þjóðarauðsins og þar með almannahagsmuna? Það er alla vega meira í ætt við Saudi-Arabíu og Namibíu en Noreg – já, og reyndar Alaska. Ég ætla að byrja á því, ykkur til upplýsingar.
Lesa meiraUM ALASKAARÐINN OG ÍSLENSKA ARFINN
Þegar ég spurði þau tíðindi, að arðurinn af þjóðarauðlind Íslendinga væri orðinn að skattfrjálsu erfðafé og eyðslueyri afkomenda tveggja ólígarka á Akureyri, var ég í miðjum klíðum að lesa bók, sem í ljósi þessa þjóðarhneykslis, gæti reynst Íslendingum þörf lexía. Bókin heitir: „Exporting the Alaska Model“, eftir bandaríska prófessora, Widerquist og Howard.