Orðalagið í auðlindaákvæðinu í einkafrumvarpi forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni er vitagagnslaus sýndarmennska. Sagan sýnir, að Vinstri græn hafa brugðist í þessu stórmáli. Þú þarft að þekkja þessa sögu – og draga af henni réttar ályktanir. Þetta er nefnilega 500 milljarða spurningin í næstu kosningum.
Vissir þú, að þegar núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var lögfest (1988) settum við jafnaðarmenn það að skilyrði fyrir samþykkt þess, að fiskveiðiauðlindin innan okkar lögsögu yrði lýst SAMEIGN ÞJÓÐARINNAR? Ef við hefðum ekki gert þetta þá, væri 30 ára stríðið um eignarrétt þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni þegar tapað.
Continue reading “Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum”