Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum

Orðalagið í auðlindaákvæðinu í einkafrumvarpi forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni er vitagagnslaus sýndarmennska. Sagan sýnir, að Vinstri græn hafa brugðist í þessu stórmáli. Þú þarft að þekkja þessa sögu – og draga af henni réttar ályktanir. Þetta er nefnilega 500 milljarða spurningin í næstu kosningum.

Vissir þú, að þegar núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var lögfest (1988) settum við jafnaðarmenn það að skilyrði fyrir samþykkt þess, að fiskveiðiauðlindin innan okkar lögsögu yrði lýst SAMEIGN ÞJÓÐARINNAR? Ef við hefðum ekki gert þetta þá, væri 30 ára stríðið um eignarrétt þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni þegar tapað.

Continue reading “Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum”

UM PÓLITÍSKAR DRAUMARÁÐNINGAR OG VERULEIKAFIRRINGU

Kjartan Ólafsson: Um kommúnistaflokkinn og Sósíalistaflokkinn – draumar og veruleiki – stjórnmál í endursýn. Mál og menning.

Þetta er mikill doðrantur, 568 bls. í stóru broti, ríkulega myndskreytt. Þótt þarna sé hvergi að finna hugmyndalegt uppgjör við sovéttrúboð og hollustu kommúnistaflokks og sósíalistaflokks, eins og seinna verður vikið að, er engu að síður mikill fengur að þessari bók. Höfundurinn á þakkir skyldar fyrir þá elju, sem hann leggur á sig á efri árum við að halda til haga gögnum og heimildum og fyrir að sýna okkur í nærmynd persónur og leikendur í þessum dramatíska harmleik. Þetta er ekki þurr og blóðlaus skýrsla fræðimanns, sem þykist vera hlutlaus. Þetta er lifandi frásögn manns, sem var á tímabili sjálfur í innsta hring, einn fremsti fulltrúi annarrar kynslóðar, sem tók Sovéttrúboðið í arf, en hafði ekki til að bera nægan andlegan heiðarleika eða pólitískan kjark til að gera upp við það hugmyndalega þrotabú og varð því „kynslóð án skýrrar pólitískrar sjálfsmyndar, sögulega séð“, eins og Kjartan sjálfur orðar það.

Lesa meira

Kjartan Jóhannsson, minning

Ísafjörður og Hafnarfjörður – þessi tvö bæjarfélög – skipa sérstakan sess í sögu jafnaðarstefnunnar á Íslandi.

Í báðum þessum bæjarfélögum fóru jafnaðarmenn með meirihlutavald svo til óslitið í aldarfjórðung, lengst af á krepputímum.

Í báðum þessum bæjarfélögum náðist óvenjulegur árangur við að vinna bug á helsta böli kreppuáranna – atvinnuleysinu. Það tókst í krafti samtakamáttar vinnandi fólks og þótti til fyrirmyndar um land allt.

Flestir forystumenn jafnaðarmanna á landsvísu voru fóstraðir í ranni rauðu bæjanna, Hafnarfjarðar og Ísafjarðar. Þeir vísuðu veginn.

Lesa meira

BROSAÐ GEGNUM TÁRIN

BROSAÐ GEGNUM TÁRIN er bók um ástina og hamingjuna og um sorgina og harmleikinn. Ævisaga heitra tilfinninga og dramatískra viðburða. Bók sem enginn leggur frá sér – ósnortinn.

BRYNDÍS var ung að árum þjóðkunn sem ballerína, leikkona og fegurðardrottning. Lífshlaup hennar er ævintýri líkast: kennari og skólameistari, blaðamaður og ritstjóri og  fjöltyngd málamanneskja og leiðsögumaður,  þýðandi og höfundur nokkurra bóka, dagskrárgerðarkona og sjónvarpsstjarna. Stjórnandi Kvikmyndasjóðs og – með hennar eigin orðum – ólaunuð eldabuska í þjónustu ríkisins, m.ö.o. sendiherrafrú. Sjá nánar um bókina hér.

Brosað gegnum tárin eftir Bryndísi Schram

Lára Hafliðadóttir, frá Ögri. Minning

Sögusviðið er við Djúp vestur um miðbik seinustu aldar. Það var voraldarveröld, árla sumars, allt iðandi af lífi. Mínir grönnu unglingsfingur höfðu þénað sem ljósmóðurlíkn við sauðburðinn og fengið hlýlegt kurr og blauta snoppu á vangann í þakklætisskyni.

Við vorum nýkomnir heim í Ögur eftir að hafa legið úti í Ögurhólmum. Andarunganrir voru komnir á stjá, svo að við máttum hirða dúninn úr hreiðrunum, milli þess sem við svolgruðum í okkur úr hráum kríueggjum, hver í kapp við annan. Í staðinn  áttum við yfir höfðum okkar grimmilega hefnd kríunnar, sem er mesti kvenvargur norðurhvelsins.

Lesa meira

Rökræða um framtíðina

ALÞJÓÐLEG SAMTÖK áhugafólks um borgaralaun (Basic Income Earth Network – BIEN) skilgreina almenn borgaralaun með eftirfarandi hætti: Borgaralaun eru tiltekin fjárupphæð greidd reglulega (mánaðarlega) öllum á einstaklingsgrundvelli, án tillits til efnahags og án skilyrða (t.d. tekjutenginga) og vinnukvaðar. Áherslan er m.ö.o. á sameiginleg borgaraleg réttindi til aðgreiningar frá styrkjum eða bótum, sem eru greiddar þeim sem sannanlega eru þurfandi.

Hugmyndin er engan veginn ný af nálinni. En það eru ýmsar veigamiklar ástæður fyrir því að áhugi á þessari hugmynd hefur vaknað á ný, svo mjög að til er orðin alþjóðleg hreyfing til að vinna hugmyndinni framgang, einnig með félag hér á landi. Veirufaraldurinn sem nú herjar á mannkyn hefur afhjúpað hversu innbyrðis tengt og brothætt heimskerfið er. Það hefur vakið marga til umhugsunar um, hvort almenn borgaralaun séu hugmynd, hvers tími er nú í nánd. En meginástæðurnar eru eftirfarandi:

Lesa meira

Vitnaleiðslur

Haustið 2013 birti DV (helgarblað 27.-29. sept) kæru Aldísar Schram á hendur JBH til kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar er að finna allar sömu sögurnar sem Stundin og aðrir fjölmiðlar hafa nú rifjað upp sex árum síðar. Sömu nöfn – sömu sögur. Eina undantekningin er sviðsetning Carmenar Jóhannsdóttur „á þakinu“ sem fjallað er um í upphafi. Hinar sögurnar fjórar eru sagðar af höfundi kærunnar, Aldísi Schram. Það ætti að vekja athygli athugulla lesenda að þarna er hvergi að finna kærur vegna áreitni við hana sjálfa eða dóttur hennar, systur hennar, móðursystur né vinkonur sem áður voru á hennar sakaskrá.

Lesa meira

VARIST HRÆÐSLUÁRÓÐUR -Handbók um endurheimt þjóðareignar

Grein mín Um Alaskaarðinn og Íslandsarfinn, sem birtist í Kjarnanum 25.05., hefur vakið miklar umræður og margar spurningar, m.a. um það hvers vegna lagaákvæði um þjóðareign á auðlindinni og rétt eigandans til gjaldtöku fyrir nýtingarrétt virðast vera haldlaus í framkvæmd. Fólk spyr sig í forundran, hvernig það má vera að tímabundnar veiðiheimildir sem lögum samkvæmt mynda aldrei lögvarinn eignarrétt eru þrátt fyrir lagaákvæðin meðhöndlaðar sem einkaeign. Þær eru veðsettar fyrir lánum og ganga loks að erfðum.

En það eru fleiri spurningar sem vakna af þessu tilefni. Tilgangur þessarar greinar er að svara þeim eftir bestu getu:

1. HVERS VEGNA AFLAMARKSKERFI, sem í daglegu tali kallast kvótakerfi?

Lesa meira