En hvort sem mönnum þykir brottför Styrmis frá Hádegismóum góðar fréttir eða slæmar, þá táknar hún tímamót. Þegar þar að kemur. Maðurinn er búinn að vera 43 ár á Mogganum, þar af ritstjóri í 36 ár. Reyndar er liðin meira en hálf öld frá því að þeir Hörður Einarsson voru að bögga Bjarna Ben. með einhverri æskulýðssíðu í nafni SUS. Bjarna fannst þeir víst bara nokkuð efnilegir.
Á TÍMAMÓTUM: STYRMIR GUNNARSSON SJÖTUGUR. UM HÖFUÐVITNI ALDARFARSINS
Eins og alþjóð veit ekki, varð fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins 80 ára þann 27. mars, s.l. Fjölmiðlar – allavega Mogginn – hefðu einhvern tíma gert sér dagamun af minna tilefni. En Styrmir er hlédrægur maður og hefur sennilega bannað allt umstang. Spurning, hvort hann eigi að komast upp með það. Ég held ekki. Þess vegna birti ég hér fyrri part afmælisgreinar, sem ég skrifaði um Styrmi sjötugan. Umræðuefnið er verðugt.
Grein skrifuð 27.3.2017
Styrmir er sagður sjötugur í dag. Það þýðir að einn góðan veðurdag, áður en árið kveður, mun hann standa upp úr ritstjórastólnum, sem hann hefur setið 36 ár, taka hnakk sinn og hest og ríða inn í sólarlagið. Þetta munu þykja góðar fréttir á Wall Street. Verst, að ástandið á fjármálamörkuðunum leyfir varla, að þeir geri sér almennilega dagamun í tilefni dagsins. Nema hlutabréfaverðið taki upp á því að ranka við sér úr rotinu, svo að menn geti tekið gleði sína á ný.