Þetta eru nokkur dæmi um það spillingarorð, sem fór af krötunum – nota bene, löngu fyrir daga Viðreisnar. Íhald og kommar sameinuðust um að koma spillingarorðinu á. Það hefur aldrei þótt bera vott um spillingu, þótt Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn væru skipaðir í embætti á vegum ríkisins. Það þótti – og þykir enn – sjálfsagt mál.Helmingaskiptareglan var jú grundvallarregla, sem gilt hefur um stjórnsýsluna allan lýðveldistímann.
Smitberar spillingarinnar
Umfjöllun Guðmundar Andra í mánudagsgrein hans í Fréttablaðinu 14. mars, um spillingarorðið, sem, að hans sögn, fór af krötunum í Viðreisnarstjórninni, gefur tilefni til athugasemda.
Spillingarorðinu var klínt á Alþýðuflokkinn, um leið og hann komst til áhrifa – var orðinn hættulegur – löngu fyrir daga Viðreisnar. Jón Baldvinsson, forseti ASÍ, var bankastjóri Útvegsbankans. Stefán Jóhann, arftaki hans, var forstjóri Brunabótafélags Íslands (Þar sem auðvitað ætti að hýsa skyldutryggingar enn í dag). Haraldur Guðmundsson, guðfaðir velferðarríkisins íslenska, var forstjóri Tryggingarstofnunar ríkisins.Vilmundur var landlæknir. Emil var vita- og hafnarmálastjóri. Og Héðinn, Dagsbrúnarformaður, var ríkasti maður landsins á tímabili.