UM HVAÐ ER PÓLITÍK?

Það er að koma æ betur í ljós að kapítalismi (markaðskerfi) – án afskipta ríkisvaldsins – fær ekki staðist til lengdar. Ástæðurnar eru margar, en sú helst, að samþjöppun auðs og valds á fárra hendur er innbyggð í kerfið. Fjármálakerfi, sem þjónar þeim tilgangi að ávaxta fé hinna ofurríku, breytist í kapítalisma á sterum. Eftirsókn eftir skammtímagróða verður allsráðandi. Það breytist í bóluhagkerfi sem að lokum springur í bankakreppu sem skattgreiðendur – ríkið – verða að bjarga til að forða allsherjarhruni. Þetta gerist með reglulegu millibili. Þetta gerðist á árunum 2008-9. Mörg þjóðríki – ekki síst innan ESB hafa enn ekki náð sér. Þetta á eftir að gerast aftur nema ríkið grípi í taumana í tæka tíð.

Það er m.ö.o. misskilningur að pólitík snúist um val milli þess að vera markaðssinni eða ríkisforsjársinni. Afnám markaðskerfisins í sovétinu sáluga bauð upp á sveltandi sósíalisma. Stera-kapitalismi – markaðskerfi án ríkisafskipta – endaði í heimskreppu 1929 og lauk ekki fyrr en í heimsstyrjöld sem kostaði tugi milljóna mannslífa. Það var ríkisvaldið sem forðaði okkur frá nýrri heimskreppu 2008. Í millitíðinni hafa nær öll þjóðríki heims orðið fyrir barðinu á bóluhagkerfum og mini-kreppum markaðskerfis, sem var annað hvort án afskipta ríkisvaldsins eða það lét ekki að stjórn. Það þarf ekki frekar vitnanna við að stera-kapítalismi er ósjálfbær. Og það sem verra er: Ef ekki verður gripið í taumana mun hann fyrirsjáanlega tortíma lífríkinu og gera jörðina óbyggilega.

Lesa meira

Kirsti Relander at 90: THE LADY FROM KARELIA

The year was 1973 – only three years short of half a century ago. The place was Joensuu, the capital city of beautiful Karelia. The Finns were at the time inviting their Nordic sister cities for a reunion. It was summertime – and the livin‘ was easy. That is when we met Kirsti – the lady from Karelia – for the first time. It was a beginning of a beautiful friendship. In my memoirs In Sun and Shadows I describe our first encounter with those words:

„Kirsti was at the time president of the Juensuu town council. As such, she was our host. She seemed to speak every language and understand every dialect. When I say „speak every language“ – it means fluently and accurately. Only Icelandic was a bit too much for her. She chaired the meetings, businesslike and efficiently.

Continue reading

FYRIRMYNDARRÍKIÐ

Kosturinn við fjandans veirufaraldurinn (ef það má komast svo kaldranalega að orði) er sá, að þá gefst næði til að lesa nýjasta stórvirki franska hagfræðingsins, Tómasar Piketty: Capital et Ideologie upp á 1093 bls. Á maður ekki alltaf að líta á björtu hliðarnar?

Það er nánast útgöngubann svo það er ekkert betra við tímann að gera. Ég er kominn fram á bls. 486 , þar sem Piketty fjallar um fyrirmyndarríkið Svíþjóð og hina sósíaldemókratísku gullöld í Evrópu (og Ameríku eftir New Deal) fyrstu þrjá áratugina eftir Seinna stríð. Hann lýsir því býsna vel, hvernig sænski jafnaðarmannaflokkurinn og verkalýðshreyfingin byggðu upp annars konar þjóðfélag – valkost við annars vegar ameríska óðakapítalismann ,sem hrundi og hratt af stað heimskreppunni;  og hins vegar valdbeitingarsósíalismann  í Sovétinu, sem hrundi  fyrir eigið getuleysi  til að fullægja frumþörfum fólks, eftir 70 ára tilraunastarfsemi.

Lesa meira

WHO LOST RUSSIA?

„Western policy makers acknowledged that the collapse of the Soviet Union was a unique opportunity to help freedom take root in Russia and Eurasia. At the same time, there were also enormous risks involved“.

Stephane Kieninger in „Money for Moscow: The West and the Question of Financial Assistance for Michael Gorbachev(in „Exiting the Cold War –Entering a New World“, eds.Hamilton and Spohr, Johns Hopkins University).

THE FALL OF THE BERLIN WALL in 1989 was a momentous event. It happened almost by accident. A misunderstanding between a low level East German official and his superiors made it possible. This started a chain of events which changed history. This was neither foreseen, preplanned nor ordered by higher authorities.

This was „peoplepower“ in action. One event led to another. Two years later, the once mighty Soviet Union no longer existed. It simply dissolved peacefully – not with a bang, but a whimper. Noone could have foreseen this, although the ailing symptoms of the lethargic empire had long been evident. The man who wanted to heal the patient – reform the system – Mikhael Gorbachev, was instead engulfed by the chain of events and dissappeared with it.

Continue reading

GLÖTUÐ TÆKIFÆRI – NÝ FRAMTÍÐARSÝN

Þann 11. mars fagna Litháar 30 ára afmæli síns endurheimta sjálfstæðis. Eftirfarandi grein er byggð á fyrirlestri sem höfundur átti að flytja á afmælishátíðinni við háskólann í Vilnius. Öllum hátíðarhöldum hefur hins vegar verið slegið á frest, út af COVID19. Greinin birtist í fjölmiðlum í Litháen og Eistlandi og á ensku í Baltic Times.

Leiðtogar Vesturlanda stóðu frammi fyrir því að hrun Sovétríkjanna fékk þeim upp í hendur einstakt tækifæri til að gróðursetja lýðræði og réttarríki í Rússlandi. Samt mátti öllum ljóst vera að þessu fylgdi mikil áhætta“.

(Stephane Kieninger í „Money for Moscow: The West and the question of financial assistance for Mikhail Gorbachev“ (í bókinni „Exiting the Cold War – Entering a New World“, ritstjórar: Hamilton og Spohr, Johns Hopkins University).

Lesa meira

FYRIRHEITNA LANDIÐ

Það fer varla fram hjá neinum sem nennir að fylgjast með rökræðum forsetaframbjóðenda demókrata í Bandaríkjunum í prófkjörsferlinu að leiðarhnoðið, sem allt snýst um, er hið norræna samfélagsmódel. Þeir frambjóðendur, sem á annað borð hafa eitthvað til málanna að leggja, beina sjónum sínum þangað í leit að lausnum. Ameríka er ekki lengur land tækifæranna fyrir þorra almennings. Það eru Norðurlönd hins vegar afdráttarlaust.

Málefnanlega er ljóst hverjir hafa undirtökin. Það eru Bernie Sanders, hin aldurhnigni sósíaldemókrati frá Vermont, sem er sá sem helst tendrar hugsjónaglóð hjá ungu kynslóðinni. Og Elisabeth Warren sem þykist vera „kapítalisti“ en er skilgetið afsprengi New Deal, kona með lausnir á meinsemdum kapitalismans. En það er alger óþarfi að kalla það sósíalisma.  Sósíaldemókratí er rétta orðið.  Við köllum það jafnaðarstefnu. Í munni hagfræðinga, og annarra fræðimanna, heitir þetta Norræna módelið. Það er það sem málið snýst um. Þar er að finna lausnirnar á þeim þjóðfélagslegu meinsemdum sem hrjá þorra Bandaríkjamanna á lokaskeiði nýfrjálshyggjutímabilsins.

Lesa meira

Þröstur Ólafsson: Opið bréf til útvarpsstjóra

Ég varð undrandi og eilítið skelkaður, þegar ég hlustaði og horfði  á fréttir RÚV af 30 ára afmæli viðurkenningar Íslands á sjálfstæði Litháens. Þar vantaði eitthvað í fréttina.Gerðist þetta af sjálfu sér ? Var þetta ekki í fyrsta sinn sem Ísland gerði sig gildandi og tók afstöðu í máli sem var alþjóðlegt, ofur eldfimt en mikið réttlætismál ? Viðurkenning Eystrasaltsríkjanna sem sjálfstæð ríki var á sínum tíma umdeilt, bæði meðal vinaþjóða erlendis og hér heima, svo ekki sé minnst á sjálf Sovétríkin. Vestrænar stórþjóðir með BNA og Þýskaland í broddi fylkingar, réðu eindregið frá því, að Ísland gerði þetta. Þær óttuðust, að það myndi gera Gorbatsjoff erfitt fyrir og endurvekja kalda stríðið. Þýskaland átti mikið undir því, að ekki hlypi snuðra á þráðinn. Þetta var rætt á fundi í NATO, þar sem eindregið var varað við þessum einleik. Hér heima kom fram andstaða, aðallega frá vinstra fólki, sem enn hélt trúnaði við Sovétríkin. Einnig heyrðust raddir úr hinum stjórnarflokknum, sem taldi þetta vera einskisverða tímasóun. Ég var að sinna opinberum erindum í Moskvu nokkru fyrr og var, ásamt utanríkisráðherrum hinna norrænu ríkjanna,sem þar voru staddir, kallaður á fund með Gorbatsjoff í Kreml. Þar varaði hann Norðurlöndin eindregið við því, að stíga nokkur þau skref, sem ýta myndu undir frekari pólitískan óróa í sovéskum löndunum við Eystrasalt; við kynnum að hafa verra af. Hann ítrekaði orð sín, og miðað við hvert hann beindi sjónum sínum, fór ekki á milli mála, hverja hann hafði í huga.Erindi hans við okkur var ekkert annað.

Lesa meira

The promised land

The debates in the primaries of the democratic presidential candidates so far have led to one startling conclusion: The Nordic socio-economic model has become the utopia – the promised land – for what was once a land of opportunity – America.

by Jón Baldvin Hannibalsson

Listening to the leading candidates – Bernie Sanders certainly and to some extend Elizabeth Warren – the proposed solutions to the malaise of Americans in the era of neo-liberalism, is to emulate the Nordic model. Denmark has become the favorite example. Norway deserves no less of an attention, especially when it comes to utilitation of natural resources. And both Sweden and Finland have been highly successful, during the era of globalisation in their chosen fields of specialisation. In his paranoia, caused by China‘s competitive edge in 5G, President Trump has proposed that Americans gain control of Ericson and Nokia, Scandinavia‘s high-tec companies. Not to forget his proposal to buy Greenland to preempt China‘s advance in the high-north in the age of climate change.

Why is it that pretenders to the American presidency are looking to Scandinavia for solutions to their social problems? It is because of their generally acclaimed success. One witness, the Economist, in a special survey on the Nordic model, came to the conclusion that the Nordic model is „the most successful socio-economic model on the planet, during the era of globalisation. It combines both efficiency and equality. It is both the most competitive and egalitarian society on earth.“

Continue reading

LÆRDÓMAR FRÁ LISSABON

Það eru að byrja að kvikna ljós í myrkrinu sem hefur grúft yfir stórum hluta Evrusvæðisins eftir Hrun. Þótt Grikkland sé enn við dauðans dyr og Ítalía í djúpum skít (sokkin í skuldir) eru sum önnur aðildaríki Evrusvæðisins að ná sér. Pólland og Eystrasaltsríkin eru á uppleið (Eistland eins og venjulega í fararbroddi). Eftir sem áður er landflótti unga fólksins viðvarandi vandamál þar. Írland hefur náð sér á strik, þótt það sé enn að sligast undan þungri skuldabyrði. En skærasta ljósið er Portúgal.

Portúgal undir vinstri stjórn er byrjað að blómstra.  Fjölmiðlar, sem bera skynbragð á efnahagsmál (Economist, Spiegel, Financial Times, New York Times o.fl.) eru farnir að taka eftir þessu.  Og flykkjast til Lissabon, eins og við gerðum um jól og nýár.  Mér gekk raunar fleira til.  Á sama tíma og breski verkamannaflokkurinn klúðraði kjörnu tækifæri til að koma Bretum á kjöl eftir Brexit, þýski krataflokkurinn er að veslast upp í pólitísku náttúruleysi og flestir aðrir krataflokkar Evrópu virðast hafa misst af lestinni, blómstrar jafnaðarmannaflokkur Portúgals – Partido Socialista – undir forystu Antonio Costa sem aldrei fyrr.  Mér rann blóðið til skyldunnar að skoða það nánar.

Lesa meira