Mér finnst einhvern veginn, að ég geti ekki sagt skilið við land mitt og þjóð án þess að reyna að gera hreint fyrir mínum dyrum – segja sannleikann.
Auðmýkingin, niðurlægingin er slík, að okkur er ekki vært hér lengur.
Ég trúði því staðfastlega, að réttlætið mundi sigra – að við byggjum við heilbrigt réttarkerfi.
En svo er ekki.
Skólabróðir minn og mikill vinur, Styrmir Gunnarsson, sagði einhvern tíma, að „Ísland væri ógeðslegt þjóðfélag“. Ég skildi ekki alveg þá , hvað hann var að fara.
En núna liggur það ljóst fyrir – og við erum sjálf fórnarlömb spillingarinnar.
————————————-
Innan nokkurra vikna eru liðin fimm ár frá því að skipulögð aðför að mannorði mínu og eiginmanns míns hófst á Íslandi. Það var sumarið sem ég varð áttræð, 2018. Þetta sama sumar vildi svo til, að fyrrverandi nemendur mínir í MÍ, vinkonur og samstarfsmenn, fóru að hringja í mig og vara mig við. Sögðu, að MeToo konur væru að leita að „ljótum sögum“ um manninn minn. Ég gat ekki ímyndað mér, að til væru „ljótar sögur“ af manni mínum og tók ekki mikið mark á þessu.
Lesa meira