Arna Schram – minning

Örninn, hinn tígulegi fugl, er einfari, fer eigin leiðir, flýgur hátt, fjarri mannabyggð, er sjálfum sér nægur. Og þannig var Arna –  eins og nafnið ber með sér. Alveg frá barnsaldri var hún mjög sjálfstæð, vissi hvað hún vildi. Ekki allra, að vísu, en íhugul og seinþreytt til vandræða.

Ég kynntist þessari bróðurdóttur minni, þegar hún var smábarn og kom í heimsókn til okkar að sumarlagi vestur á firði.  Arna og Snæfríður, dóttir mín, voru jafnaldrar og urðu fljótt nánar vinkonur. Báðar með  ljósan hadd og himinblá augu. Önnur feimin og hlédræg, hin á heimavelli á Ísafirði, og líklega ögn heimarík. 

Lesa meira

Á amma alltaf að borga?

„Á amma alltaf að borga?“ spurði JB að lokinni þriggja rétta sjávarréttaveislu uppi á þaki á Pesetas, sem er veitingastaðurinnn fyrir ofan þorpskrána hér í Salobrena, uppi á kletti Hannibals. Þetta var á Siestunni seinasta sunnudag í júlí. Og svei mér þá, hvort þetta var ekki orðið fullmikið af því góða – 37 gráður plús. Við nenntum varla að hreyfa okkur. En fremur en að koðna alveg niður, mönnuðum við okkur upp í að taka þessi fáu skref, sem liggja til Pesetas. Þetta er elsti veitingastaðurinn a klettinum. Stofnaður 1966 á viðreisnarárunum – áratug áður en Franco skepnan hrökk upp af.

Lesa meira

Hnattvæðing

HNATTVÆÐING – Hvað er nú það? Er það ekki, þegar hrægammar á Wall Street hirða allan arðinn af olíunni í Angóla og stinga honum svo undan skatti á Bermuda eða Bahamas? Eða á Kýpur  – til að gera þetta svolítið kunnuglegra fyrir landann! En hnattvæðingin hefur fleiri brtingarmyndir, þegar hún er komin í bland við Covid-19. Ég held, að enginn trúi því, sem hér fer á eftir, en samt er þetta bara eitthvað, sem gerðist í hversdagslífinu í gær.

Lesa meira