Bryndís Schram fjallar um ÁST Í UNDIRHEIMUM í Tjarnabíói
Á undanförnum árum hefur gamla Tjarnarbíó orðið æ fyrirferðarmeira í íslensku menningarlífi. Þar er aldrei lognmolla, stöðugur straumur fólks, bæði innfæddu og erlendu, fólks með öðru vísi hugmyndir, fólks, sem vill láta að sér kveða, vill breyta og bæta samfélagið, gera gagn, vera með – njóta lífsins.
Þeir sem reka Tjarnarbíó eru sjálfstætt starfandi atvinnusviðslistamenn, sem annað hvort rúmast ekki inni í atvinnuleikhúsum landsins eða hafa kosið að vinna sjálfstætt. Sumir eru þannig innréttaðir, að þeir vilja heldur vera sínir eigin herrar, velja sér verkefni sjálfir, í stað þess að þiggja hvað sem er. Þeir vilja taka afstöðu, jafnvel ögra samfélaginu. Því að leikhús er í eðli sínu hápólitískt. Og leikhúsið á erindi við alla.
Á þessum vetri verða meira en tuttugu leiksýningar settar á svið, og aðsóknin hefur aldrei verið meiri. Sannkallaður vaxtarsproti íslenskrar leiklistar. Alltaf skrefinu á undan, jafnvel komið ögn inn í framtíðina – eins og ég varð vitni að í seinustu viku, þegar mér var boðið að sjá leikritið
SOL, stafræn ást í háskerpu
Höfundar: Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson
Leikstjóri: Tryggvi Gunnarsson
Leikendur: Hilmir Jensson, Kolbeinn Arnbjörnsson, og Salóme Rannveig Gunnarsdóttir
Aðstoðarleikstýra: Bryndís Ósk Ingvarsdóttir
Hreyfihönnuður: Sigríður Soffía Níelsdóttir
Leikmynd: Tryggvi Gunnarsson og Valdimar Jóhannsson
Ljósahönnun: Hafliði Emil Barðason og Valdimar Jóhannsson
Búningar: Tryggvi Gunnarsson
„Davíð upplifir umhverfi sitt sem tvo aðskilda heima. Annars vegar raunheiminn, þar sem hann býr einn í stúdíóíbúð sinni, hræddur við það , sem er hinum megin við útidyrnar, og hins vegar heim tölvuleikja og netsambanda. Þar eru engin vandamál. Þar getur hann verið nákvæmlega sá, sem hann vill vera. Þar getur hann líka verið með SOL“, segir í kynningu á verkinu í leikskrá.
Lesa meira