Karlmannslaus í kulda og trekki. Bryndís Schram skrifar um Lóaboratoríum

Höfundur: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir.
Leikstjóri: Kolfinna Nikulásdóttir.
Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Friðrika Sæmundsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir.
Leikmynd og búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir.
Lýsing: Valdimar Jóhannsson.
Tónlist: Árni Rúnar Hlöðversson.
Sviðshreyfingar: Ásrún Magnúsdóttir.
Teikningar: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir.
Ljósmyndun: Þorbjörn Þorgeirsson.

Frumsýnt í Borgarleikhúsinu þann 26. febrúar.

Ég hef það sterklega á tilfinningunni, að ný kynslóð kvenna sé endanlega að leggja undir sig þjóðfélagið (kannski heiminn?). Að Me-too byltingin sé eins konar lokahnykkur stríðs, sem staðið hefur yfir frá örófi alda. Frjálsar konur. Og nú látum við loks til skarar skríða. Tökum völdin.

Lesa meira

Að leika ljóð

Bryndís Schram fjallar um leiksýninguna Ahhh… í Tjarnarleikhúsinu,
sem frumsýnt var þann 9. febrúar s.l. byggt er á textum og ljóðum Elísabetar Jökulsdóttur.

Leikstjóri: Charlotte Böving
Leikmynda- og búningahönnun:Þórunn María Jónsdóttir
Tónlistarstjórn: Helgi Svavar Helgason
Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson
Hreyfingar: Hildur Magnúsdóttir
Tæknileg aðstoð: Stefán Ingvar Vigfússon
Leikendur: Albert Halldórsson Guðmundur, Ingi Þorvaldsson, Halldóra Rut Baldursdóttir og Laufey Elíasdóttir

Hvað það er nú þægilegt og upplífgandi að geta öðru hverju skroppið út úr veruleikarammanum, þar sem allt virðist vera á heljarþröm (þrátt fyrir góðærið rómaða). Það er ekki nóg með að myrkrið grúfi yfir, hver lægðin á fætur annarri leggi okkur í einelti, slíti í sundur skýin og hreyti í okkur snjó á snjó ofan – heldur er eins og sjálft kerfið, þetta samansúrraða klíkusamfélag, sem við búum í, sé endanlega að kikna undan sínum eigin þunga – ráðþrota og úrræðalaust. Er það nema von, að það sverfi að sálartötrinu!

Lesa meira

ÁST Í UNDIRHEIMUM

Bryndís Schram fjallar um ÁST Í UNDIRHEIMUM í Tjarnabíói

Á undanförnum árum hefur gamla Tjarnarbíó orðið æ fyrirferðarmeira í íslensku menningarlífi. Þar er aldrei lognmolla, stöðugur straumur fólks, bæði innfæddu og erlendu, fólks með öðru vísi hugmyndir, fólks, sem vill láta að sér kveða, vill breyta og bæta samfélagið, gera gagn, vera með – njóta lífsins.

Þeir sem reka Tjarnarbíó eru sjálfstætt starfandi atvinnusviðslistamenn, sem annað hvort rúmast ekki inni í atvinnuleikhúsum landsins eða hafa kosið að vinna sjálfstætt. Sumir eru þannig innréttaðir, að þeir vilja heldur vera sínir eigin herrar, velja sér verkefni sjálfir, í stað þess að þiggja hvað sem er. Þeir vilja taka afstöðu, jafnvel ögra samfélaginu. Því að leikhús er í eðli sínu hápólitískt. Og leikhúsið á erindi við alla.

Á þessum vetri verða meira en tuttugu leiksýningar settar á svið, og aðsóknin hefur aldrei verið meiri. Sannkallaður vaxtarsproti íslenskrar leiklistar. Alltaf skrefinu á undan, jafnvel komið ögn inn í framtíðina – eins og ég varð vitni að í seinustu viku, þegar mér var boðið að sjá leikritið

SOL, stafræn ást í háskerpu

Höfundar: Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson
Leikstjóri: Tryggvi Gunnarsson
Leikendur: Hilmir Jensson, Kolbeinn Arnbjörnsson, og Salóme Rannveig Gunnarsdóttir
Aðstoðarleikstýra: Bryndís Ósk Ingvarsdóttir
Hreyfihönnuður: Sigríður Soffía Níelsdóttir
Leikmynd: Tryggvi Gunnarsson og Valdimar Jóhannsson
Ljósahönnun: Hafliði Emil Barðason og Valdimar Jóhannsson
Búningar: Tryggvi Gunnarsson

„Davíð upplifir umhverfi sitt sem tvo aðskilda heima. Annars vegar raunheiminn, þar sem hann býr einn í stúdíóíbúð sinni, hræddur við það , sem er hinum megin við útidyrnar, og hins vegar heim tölvuleikja og netsambanda. Þar eru engin vandamál. Þar getur hann verið nákvæmlega sá, sem hann vill vera. Þar getur hann líka verið með SOL“, segir í kynningu á verkinu í leikskrá.

Lesa meira

HARMLEIKUR ALLRA TÍMA

Bryndís Schram skrifar um Medeu eftir gríska leikskáldið Evripídes í þýðingu Hrafnhildar Hagalín sem var frumsýnt í Borgarleikhúsinu þann 13. Janúar, 2018.

Listrænir stjórnendur:

Leikstjóri: Harpa Arnardóttir
Leikmynd og búningar: Filippía I. Elísdóttir
Dramaturg: Hrafnhildur Hagalín
Lýsing: Björn Bergsteiknn Guðmundsson
Tónlist: Valgeir Sigurðsson
Danshöfundur: Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
Hljóð: Garðar Borgþórsson
Leikgervi: Filippía Borgþórsdóttir og Margrét Benediktsdóttir Sýningarstjórn: Christofer Astridge

Leikarar:

Kristín Þóra Haraldsdóttir
Hjörtur Jóhann Jónsson
Edda Björg Eyjólfsdóttir
Jóhann Sigurðsson
Arnar Dan Kristjánsson
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
Lydía Katrín Steinarsdóttir
Hilmar Máni Magnússon

Medea er einhver frægasta kvenpersóna grískra fornbókmennta. Leikritið var skrifað næstum fimm hundruð árum fyrir kristburð. Það fjallar um ást og afbrýði, kenndir sem enn þann dag í dag – meira en tvö þúsund árum síðar – eru örlagavaldar í lífi manna. Það fjallar um það, „hvernig funheitar ástríður geta snúist upp í kolsvart hatur“ – svo blint, að konan er reiðubúin að fórna börnum sínum til að ná fram hefndum“. „Þau öfl, sem hér eru að verki, þekkjum við öll. Lítum í eigin barm. Í innsta kjarnanum byltist dýrið, sem hún berst við“.

Medea og Jason, hinn svikuli eiginmaður, höfðu lent í valdaerjum í heimalandinu. Þau voru á flótta, áttu ekkert fast land undir fótum lengur. Kreon, konungur í Korinþu, hafði af örlæti sínu veitt þeim landvistarleyfi. En þau eru ekki fyrr búin að „taka upp úr töskunum“, en Jason svíkur Medeu og leggst með dóttur Kreons. Hyggst gera hana að eiginkonu sinni. Medea er svívirt, niðurlægð. Hatrið nær heljartökum á henni. Hennar fyrsta hugsun er hefnd.

Lesa meira

Þrotlaust útkall

Bryndís Schram skrifar um Himnaríki og helvíti, eftir Jón Kalmann Stefánsson. Frumsýnt í Borgarleikhúsinu 11. janúar, 2018.

Listrænir stjórnendur:

Leikgerð: Bjarni Jónsson
Leikstjórn: Egill Heiðar Anton Pálsson
Leikmynd og kvikmynd: Egill Ingibergsson
Búningar: Helga I. Stefánsdóttir
Lýsing: Þórður Orri Pétursson
Frumsamin tónlist og og hljóðmynd: Hjálmar H. Ragnarsson
Teikningar og kvikun: Þórarinn Blöndal
Hljóð: Baldvin Þór Magnússon
Leikgervi: Helga I. Stefánsdóttir og Árdís Bjarnþórsdóttir
Sýningarstjórn: Pála Kristjánsdóttir og Vigdís Perla Maack

Leikarar:

Þuríður Blær Jóhannsdóttir
Margrét Vilhjálmsdóttir
Sigrún Edda Björnsdóttir
Katla Margrét Þorgeirsdóttir
Birna Rún Eiríksdóttir
Bergur Þór Ingólfsson
Valur Freyr Einarsson
Hannes Óli Ágústsson
Haraldur Ari Stefánsson
Björn Stefánsson
Pétur Eggertsson
Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir

„Orðin okkar eru eins konar björgunarsveitir í þrotlausu útkalli, þær eiga að bjarga liðnum atburðum og slokknuðum lífum undan svartholi gleymskunnar, og það er alls ekki smátt hlutverk,“ segir höfundur í upphafi fyrstu bókar.

Sögusviðið er Djúp og Jökulfirðir. Þetta er heljarslóðarorrusta umkomulauss fólks við náttúruöflin – upp á líf og dauða. Það hvarflar ekki að nokkrum manni, að á þessum náströndum leynist bæjarheitið Unaðsdalur – fegurst bæjarheiti á íslensku. Hvað þá heldur, að sjálft Nóbelskáldið hafi lýst því yfir, að fegursta bókarheiti á íslensku væri: Frá Djúpi og Ströndum. Í sögum Kalmanns er nefnilega ekkert sumar.

Lesa meira

OKKAR IBSEN

Bryndís Schram skrifar um Hafið – frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 26. Des. 2017

Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson
Leikstjóri: Sigurður Sigurjónsson
Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson
Búningar: Þórunn María Jónsdóttir
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
Tónlist: Guðmundur Óskar Guðmundsson

Það ríkti ekki bara þessi hefðbundni jólafiðringur á göngum Þjóðleikhússins á síðustu frumsýningu ársins á annan í jólum. Stemningin var rafmögnuð – aldrei þessu vant klæddust karlarnir stífpressuðum svörtum buxum, voru með hvítt um hálsinn og í þröngum jökkum, og konurnar státuðu öllum skala tískunnar, ýmist í dragsíðum svörtum kjólum eða knallstuttum pínupilsum, sem ekkert gátu falið. Það stóð eitthvað mikið til. Við biðum öll í ofvæni. Sýning kvöldsins var til heiðurs leikskáldinu góða, Ólafi Hauki Símonarsyni, sjötugum.

Ólafur Haukur á glæsilegan feril að baki. Hann hefur samið fjölda leikrita, bæði fyrir leiksvið, útvarp og sjónvarp. Hver man ekki eftir Gauragangi eða Bílaverkstæði Bubba? Verk, sem gengu endalaust og öll þjóðin var farin að kunna utanbókar. Að ég tali nú ekki um söngtextana hans – Eniga meniga eða Ryksugan á fullu, sem Olga Guðrún gerði heimsfrægt á sínum tíma.

Lesa meira

Ástarjátning

A THOUSAND TONGUES
Gjörning í Tjarnarbíói
Gjörandi: Nini Julia Bang
Leikstjóri: Samantha Shay
Dramaturg: Jaroslaw Fret
Ljósameistari: Nicole Pearce
Hljóðmeistari: Paul Evans
Tæknistjóri: Hafliði Emil Barðason
Framleiðendur: Dagný Gísaldóttir og Hallfríður Þóra Tryggvadóttir

Gjörningurinn hófst um leið og dyrnar lukust upp og gestir gengu hljóðlega inn í dimman salinn.Við áttum í vændum ferð til tíu landa– sem stóð þó svo örstutt, rétt eins og ein kennslustund í lífsleikni – innan við klukkutíma.

Lesa meira

Þeir sem þora

ÓVINUR FÓLKSINS
eftir Henrik Ibsen
Í þýðingu og leikgerð Grétu Kristínar Ómarsdóttur og Unu Þorleifsdóttur

Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir
Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger
Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson
Hljóðmynd: Gísli Galdur Þorgeirsson
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
Aðstoðarleikstjóri og dramatúrg: Gréta Kristín Ómarsdóttir

Ég er soldið farin að ryðga í Ibsen – þessum skelmi borgaralegs samfélags í Noregi – og síðar um allan hinn „upplýsta heim“. Var hann ekki hinn mikli afhjúpari, rannsóknarblaðamaður – eins og það heitir nú til dags – sem notaði leiksviðið sem miðil?

Lesa meira

Sannleiksvitni aldarinnar

1984 eftir George Orwell í þýðingu Eiríks Arnar Norðdahl í Borgarleikhúsinu.

Leikgerð: Robert Icke og Duncan Macmillan
Leikstjóri:Bergur Þór Ingólfsson
Leikmynd: Sigríður Sunna Reynisdóttir og Elísabet Alma Svendsen
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir
Tónlist og hljóð: Garðar Borgþórsson
Myndband: Ingi Beck

Það verður ekki annað sagt, en að reykvískur leikhúsvetur fari af stað með látum að þessu sinni og setji markið hátt. Það eru gerðar kröfur til áhorfenda sem aldrei fyrr, og engum er hlíft – vaknaðu maður!

Lesa meira

Sýrlandsstríðið við stofuborðið

Þjóðleikhúsið frumsýnir SMÁN, eftir Ayad Akhtar.

Í þýðingu Auðar Jónsdóttur og Þórarins Leifssonar.
Leikstjóri: Þorsteinn Bachmann, tónlist Borgar Magnason.
Lýsing Jóhann Friðrik Ágústsson, leikmynd Palli Banine.
Aðstoðarleikstjórar Aron Þór Leifsson og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir.

Ef þú vilt fá brennheitustu íkveikjuefni samfélagsins beint í æð, farðu þá í Kúluna, (í kjallaranum við Sölvhólsgötu). Það er þarna allt saman og vel útilátið. Árekstrar menningarheima (Huntington: Clash of Civilisations). Flóttamannavandamálið. Innflytjendavandamálið. Gyðingavandamálið. Múhameðstrúarvandamálið. Kynþáttavandamálið. Aðlögunarvandamáið. Allt saman serverað við kvöldverðarborðið á venjulegu millistéttarheimili í New York. Eiginlega er þetta uppvakningur af Ibsen gamla. Þjóðfélagið inni á gafli við stofuborðið.

Lesa meira