Hann kom fyrir tæplega sextán árum

Í gærkvöld fórum við að sjá heimildarmynd Jóns Karls Helgasonar í Bíó Paradís um tælenska fjölskyldu á Íslandi. Troðfullt hús, fjölmenningarsamfélagið á staðnum – frábær mynd.

Hversu margir í kringum okkur hafa ekki farið til Taílands? Tælandi! Karlar í leit að einhverju, sem þeir finna ekki heima hjá sér. Sól og sumar, sjór og seiður. Massatúrismi.

Í gærkvöld fórum við að sjá heimildarmynd Jóns Karls Helgasonar í Bíó Paradís um tælenska fjölskyldu á Íslandi. Troðfullt hús, fjölmenningarsamfélagið á staðnum – frábær mynd

Hversu margir í kringum okkur hafa ekki farið til Taílands? Tælandi! Karlar í leit að einhverju, sem þeir finna ekki heima hjá sér. Sól og sumar, sjór og seiður. Massatúrismi.

Lesa meira

Í minningu móður minnar, Aldísar Þorbjargar Brynjólfsdóttur Schram

Aldís Þorbjörg Brynjólfsdóttir Schram, móðir mín, hefði orðið hundrað ára í dag, 23. mars. Þess vegna skrifa ég eftirfarandi:

Mamma vann aldrei úti. Mamma sagði ósjaldan: Æ, ég var aldrei mikið fyrir börn! Samt eignaðist hún sjö krakka og féll aldrei verk úr hendi. Saumaði á okkur, prjónaði á okkur, fór í ber á hverju ári, sultaði, tók slátur, bakaði reglulega og eldaði mat upp úr danskri kokkabók, sem lá alltaf á eldhúsborðinu. Fiskur alla daga – ýsa var það, heillin – ýmist soðinn eða steiktur, saltaður eða reyktur. Stundum bollur eða kássur.

Á sunnudagsmorgnum var þó brugðið út af venju, þá var boðið upp á lambalæri í hádegismat. Ilmurinn barst um allt húsið, og við krakkarnir stóðumst ekki mátið, drösluðumst á fætur, þó svo að við hefðum verið á djamminu fram undir rauðan morgun. Lambalæri með Orabaunum, rauðkáli úr dós, brúnuðum kartöflum og rjómalagaðri sósu – mmm… hvað við elskuðum mömmu á sunnudögum. Núna man ég ekki, hvort við sögðum einu sinni „Takk fyrir matinn, mamma“.


Aldís Þorbjörg Björgvinsdóttir Schram

 

 

 

Lesa meira

Ekkert breytist

Fyrir næstum tuttugu árum tók ég viðtal fyrir útvarpið (Rás 1), við kunnan athafnamann í Reykjavík, sem hafði alist upp í “Pólunum” svokölluðum. Pólarnir voru stórt og fremur hrörlegt hús í eigu Reykjavíkurborgar, sem stóð ofanvert við flugvöllinn í Vatnsmýrinni langt fram eftir síðustu öld. Það hýsti fátækt fólk – aðallega barnmargar fjölskyldur, sem voru eigna- og atvinnulausar. Á þessum árum, snemma á fjórða áratugnum, ríkti kreppa á Íslandi sem og annars staðar í heiminum, og áttu margir um sárt að binda.

Lög í okkar landi á þessum tíma mæltu svo fyrir, að þeir sem þæðu af sveit, þ.e.a.s fengju framfærslustyrk frá bæjaryfirvöldum, – væru sviptir kosningarétti, nytu sem sagt ekki sömu réttinda og þeir, sem áttu eignir eða voru með örugga atvinnu.

Lesa meira

Hinn slavneski lífsháski

Mig hafði aldrei órað fyrir því, að ég mundi einn góðan veðurdag standa á Maidan, þessu sögulega torgi í Kyiv, höfuðborg Úkraínu, þar sem óþreyjufullir borgarar komu saman fyrir rétt rúmu ári í uppreisn gegn spillingu stjórnvalda – heimtaði réttlæti og sanngirni, betra líf, bjartari framtíð – á torginu, þar sem byltingin breyttist í blóðbað og hinir hugdjörfu féllu fyrir byssukúlum leigumorðingja, forsetinn flúði land, boxarinn, Klitschko, varð borgarstjóri, og súkkulaðikóngurinn, Poroschenko forseti.

Hvítar steinhellurnar bera enn lit blóðsins, fánarnir standa uppi og myndir af hinum föllnu blasa við forvitnum ferðalöngum. “En hvar eru öll blómin”, spurði ég leiðsögukonuna. “ Þú átt við blómin, sem fólk bar að til að heiðra minningu hinna föllnu? Hér var mikið blómahaf, alveg rétt, en í skjóli nætur voru blómin hirt og seld aftur sem ný daginn eftir”, sagði hún og glotti. Ég horfði á hana undrandi og hrygg – jafnvel á örlagastundu er maðurinn samur við sig.

Sólin var komin hátt á loft. Samt andaði köldu, miður apríl. Það var hrollur í mér.

Að vísu höfðum við haft einhvern pata af því, að gestgjafar okkar væru bankamenn með einhver umsvif í Eistlandi. Þess vegna spurðum við eistneska vini frá fornu fari, hvort þetta væru fjárplógsmenn? Þeir fullvissuðu okkur um, að þessi náungar væru O.K. Engin furða. Það sem vakti fyrir ólígarkanum, sem átti bankann, var að koma því til skila til hinna ofurríku – og hinna næstum því ríku í Úkraínu – að peningarnir þeirra væru í öruggu skattaskjóli í Eistlandi. Eistland væri hið nýja Sviss norðursins. Bara öruggara!

Lesa meira

Minning: Bragi Ásgeirsson

Kæri vinur – Svona byrja ég bréf til Braga í águst fyrir þremur árum. Sýning á verkum hans stóð yfir á Kjarvalsstöðum. Við höfum keypt bókina: „Augnasinfónía – myndlist Braga Ásgeirssonar í sextíu ár“.

Í þessu bréfi rifja ég upp, hvernig ég, ung listaspíra í Reykjavík á sjöunda áratugnum, hefði heillast af verkum hans, einkum og sér í lagi grafíkinni. Og konunum í grafíkinni. Ég sagði honum, hvernig mér hefði jafnvel tekist að eignast nokkur þessara verka með því að spara við mig í ýmsum óþarfa. Og svo, hvernig þessar konur hans, heillandi en látlausar í tign sinni, hefðu fylgt mér sem ljós á lífsins braut, bæði heima og að heiman. Þær hefðu svalað fegurðarþrá minni og eflt kvenleika minn. Ég nefndi myndina „Íhygli“, fyrstu grafikmyndina, sem ég eignaðist og síðan margar aðrar. Og loks „Ástríður“, sem var sú seinasta.

Erindi bréfsins til Braga var að láta hann vita, hvað bókin hefði glatt okkur, og hve margt hefði rifjast upp frá liðnum árum við lestur hennar. Í þessari bók er Bragi í essinu sínu. Hin alræmda frásagnargleði hans nýtur sín vel – engin látalæti, engin tilgerð, engin sjálfsvorkunn þrátt fyrir nokkurt mótlæti framan af. Hún lýsir sönnum manni, lífsreyndum – og lífsglöðum. Hún er falleg umgjörð um verk, sem munu lifa með þjóðinni um ókomin ár.

Lesa meira

í vitnastúku sögunnar

Ég klæðist svörtum, skósíðum kjól þennan dag. Mér finnst það einhvern veginn við hæfi. Athöfnin fer fram í Kirkju hins heilaga Jóhannesar skírara, sem byggð var 200 árum áður en seinasti kaþólski biskupinn var hálshöggvinn á Íslandi. En hér í Litáen eru þeir enn kaþólskir.

Kirkjan er ægifögur. Hún er svo stór, að líkneski postulanna tólf í fullri líkamsstærð rúmast öll inni við altarið. Ég er leidd inn kirkjugólfið og vísað til sætis á fremsta bekk, hægra megin. Þar sit ég alein. Annars er hver bekkur í kirkjunni setinn. Hægra megin þrófessorar í fullum skrúða, en vinstra megin venjulegir borgarar, þar á meðal sendiherrar Norðurlanda, og margra Evrópulanda – nema Íslands. Þegar ég leyfi mér að skyggnast yfir ganginn, kem ég auga á nokkra góða vini í hópnum. Ég brosi í laumi og veifa feimnislega. Með tímanum höfum við eignast hér marga vini, ekki bara úr pólitíkinni, heldur líka úr lista- og menningarlífi borgarinnar. Það er gott að vera meðal vina.

Lesa meira

Minningarorð um Finn Gunnlaugsson frá Hvilft í Önundarfirði.

Það snertir okkur djúpt, þegar við heyrum af andláti nemenda okkar – við hugsum alltaf til þeirra sem unga fólksins, sem á lífið framundan.

Við hugsum til áranna fyrir vestan – þegar verið var að skapa Menntaskólann á Ísafirði frá grunni – sem blómaskeiðs. Frá upphafi voru vonir bundnar við, að með stofnun skólans mundi Vestfjörðum haldast betur á ungu atgervisfólki. Þær vonir, einar og sér, voru kannski ekki raunhæfar. Meira þurfti að koma til. Engu að síður hefur skólinn átt sinn þátt í því að gera flóru mannlífsins, einkum í höfuðstað Vestfjarða, fjölbreyttari og lífvænlegri.

Lesa meira

Heimspekingur undir stýri

Ég sat fyrir aftan bílstjórasætið, svo að ég sá eiginlega aldrei andlitið á honum – nema þegar hann sneri sér einstaka sinnum við til að leggja áherslu á orð sín. Við mér blasti gríðarstórt bjúgnef og grár hárlubbi, sem hékk yfir rúnum ristu enni. Hann var ekki beint fallegur – en karlmannlegur og glaðlegur. Hendurnar snertu vart stýrið. Þær hreyfðust í takt við orð hans, eins og Ítala er háttur – enda reyndist hann vera ættaður frá Sikiley og hét Catalano – já, það voru ekki bara íslenskir sjómenn, sem áttu kærustu í hverri höfn i den!

Hann talaði non-stop – lá mikið á hjarta. Það var engu líkara en að hann hefði verið að bíða eftir okkur. – Fjölskyldan hafði flúið fátækt og basl stríðsáranna, þegar hann var örlítill hnokki. Hann hafði því lært sína ensku í Toronto – en með ítölskum hreim þó – það fór ekki fram hjá neinum. Nema hvað, að allt þetta var hann eiginlega búinn að segja okkur, áður en við vorum lögðum af stað út á flugvöll.
Við hugsum til áranna fyrir vestan – þegar verið var að skapa Menntaskólann á Ísafirði frá grunni – sem blómaskeiðs. Frá upphafi voru vonir bundnar við, að með stofnun skólans mundi Vestfjörðum haldast betur á ungu atgervisfólki. Þær vonir, einar og sér, voru kannski ekki raunhæfar. Meira þurfti að koma til. Engu að síður hefur skólinn átt sinn þátt í því að gera flóru mannlífsins, einkum í höfuðstað Vestfjarða, fjölbreyttari og lífvænlegri.
Það stóð yfir maraþonhlaup í borginni þennan sunnudagsmorgun, svo að helstu götur voru lokaðar bílaumferð. Þess vegna urðum við að fara ótal krókaleiðir og þræða úthverfin. Catalano sagðist þekkja borgina eins og lófann á sér, búinn að vera leigubílstjóri frá fimmtán ára. Að vísu löngu kominn á eftirlaun. Nú væri hann bara að skemmta sér – og vinna sér inn smávasapening í leiðinni.

Lesa meira

Ekkert er eins og var

Stundum, þegar ég vakna við sólarupprás, finnst mér eins og tíminn standi í stað í þessu værðarlega þorpi uppi á kletti við hafið. Þögnin er svo þung, að ég nem andardrátt hafsins hingað upp í gluggann til mín, reglubundinn og sefandi. Aðeins þunglyndislegt eintal uglunnar rýfur þögnina – og hundgá öðru hverju. Einhvers staðar nærri fer bíll í gang. Af hverju ætti ég að fara á fætur?

En smám saman breiðir sólin út faðminn, og flögrandi tónar boða kyrrðarstund í þorpskirkjunni. Hér eru allir kaþólskir.

Svona hefur þetta alltaf verið. Hér breytist ekkert.

Húsin í þorpinu standa uppi af gömlum vana. Þau eru eins og mannfólkið, þurfa alúð og nærgætni – stöðugt þarf að hvítta og tjarga og bæta og staga. Annars hverfa þau inn í sjálf sig og verða óvistleg, þessi hús.

Fólkið í þorpinu eru þeir sem eftir urðu, þegar aðrir efnuðust og fluttu burt – inn í nútímann. Til skamms tíma var hér ekkert rennandi vatn, og enn eru engin nútímaþægindi – enda hafa íbúarnir aldrei kynnst neinum munaði – alltaf verið fátækir og nægjusamir. Franco elskaði ekki þessa þjóð. Hann fyrirleit hana og ofsótti.

Lesa meira