Draumur á Jónsmessunótt – eftir William Shakespeare

Útskriftarverk Nemendaleikhússins
Leikstjóri: Stefán Jónsson
Búningar: Agnieszka Baranowska
Tónlist: Úlfur Hansson
Leikmynd, lýsing og myndvinnsla: Egill Ingibergsson

Hvað er í gangi eiginlega? Ég sé ekki betur en, að lokaprófsnemendur í leiklistarakademíunni verði æ fallegri með hverjum nýjum hópi, sem bætist við (þessir ættu eiginlega að taka stefnuna beint á Hollywood – þeir gerast ekki fallegri í henni Amríku).


Draumur á Jónsmessunóstt

Lesa meira

Hundalógík

Fullt hús í Þjóðleikhúskjallaranum sýnir Hundalógík
Leikstjórn: Bjartmar Þórðarson
Þýðing: Jón Stefán Sigurðsson og hópurinn
Ljósahönnun: Lárus Björnsson
Hljóðhönnun: Bjartmar Þórðarson
Sviðsmynd og búningar: Hópurinn

Hundalógík – er það ekki samheiti yfir tómt rugl (svona eins og íslensk pólitík er nú til dags)? Mér finnst þessi samlíking, satt að segja, ekki sanngjörn gagnvart hundum. Hundar eru einmitt mjög „lógískir“ – sjálfum sér samkvæmir. Það er eiginlega þeirra eðli– og líklega það sem gerir mennina svo hænda að þeim. Sér um líkir sækjast þeir, einfeldningslegir og útreiknanlegir.

Tveir litlir hundar hafa orðið innilyksa á okkar heimili. Þeir sáu bara enga ástæðu til að fylgja eigendum sínum, þegar þeir höfðu vistaskipti – og sitja sem fastast. Þeir eru alveg ótrúlega klárir. Oftast liggja þeir eins og dauðir í þægilegasta stólnum , þ.e.a.s. svo lengi sem ég er í morgunkjólnum, ótilhöfð, með úfið hár og tebolla í hendinni. En um leið og ég tek fram varalitinn og greiðuna, rísa þeir upp við „dogg“ eða rjúka upp til „handa“ og fóta, titrandi af spenningi. – Æ, Æ, hún ætlar að yfirgefa okkur, skilja okkur eftir aleina. Það má ekki verða. – Og þeir þjóta fram í forstofu og standa þar bísperrtir með tilhlökkun í augnaráðinu, staðráðnir í að láta mig ekki sleppa – eða fá að slást í för, ella. Hundarnir hegða sér nákvæmlega eins og mín eigin börn gerðu fram að þriggja ára aldri – sams konar lógík. – Sams konar viðbrögð og sams konar vonbrigði.

Lesa meira

Tamam Shud – Endalok

Leikverk, sem flutt var í Leikhúsinu í Kópavogi
Höfundar og leikendur: Áslaug Torfadóttir, Ingi Hrafn Hilmarsson og Tryggvi Rafnsson
Leikstjórn: Ingi Hrafn Hilmarsso


Tamam Shud – Endalok

Einhver sagði mér, að þessi líkfundur í suðurhluta Ástralíu árið 1948 – sem leikritið Taman Shud fjallar um – hefði vakið heimsathygli á sínum tíma, en að aldrei hefði fengist botn í það mál. Sönnunargögnin hefðu verið látin hverfa, og að málið hefði að lokum gufað upp í kerfinu.

Lesa meira

Mary Poppins: Áhorfendur blístruðu – görguðu bókstaflega – af hrifningu

Söngleikur byggður á sögum P.L. Travers og kvikmynd frá Walt Disney
Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson
Leikmynd og myndband: Petr Hlousek
Hljóðhönnun: Thorbjörn Knudsen
Sýningarstjórn: Pála Kristjánsdóttir
Danshöfundur: Lee Proud
Búningar: María Th. Ólafsdóttir
Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir
Aðstoðarmaður danshöfundar: Anthony Whiteman
Tónlsitarstjórn: Agnar Már Magnússon
Lýsing: Þórður Orri Pétursson
Aðstoðarleikstjórn: Hlynur Páll Pálsson
Aðstoð við leikgervi: Sigurborg Íris Hólmgeirsdóttir


Mary Poppins

Ég er af þeirri kynslóð dansara, sem var upp á sitt besta á sjötta og sjöunda áratugnum (þann áttunda var ég flutt vestur á Ísafjörð). Guðlaugur Rósinkranz, (Vestfirðingur með meiru og hið mesta ljúfmenni), réð ríkjum í Þjóðleikhúsinu, og það var hann sem fann upp það snjallræði að setja á svið amríska söngleiki og laufléttar óperettur í lok hvers leikárs – sem gerðu slíka lukku, að fjárhag hússins var borgið langt fram í tímann. Ég man þær varla upp að telja – Nitouche, Káta ekkjan, Sumar í Tyrol, Kysstu mig Kata, My Fair Lady, Stöðvið heiminn, Táningaástir… Gleymi ég kannski einhverri? En þetta var dásamlegur tími (þrátt fyrir prófannir í MR og víðar). Fullt hús á hverju kvöldi.

Lesa meira

Panódíl handa þjóðhetjum

Ástarsaga Ormstungu. Frumsýnd í Borgarleikhúsinu 9. Febrúar.

Leikendur:
Benedikt Erlingsson
Halldóra Geirharðsdóttir
Höfundar:
Benedikt Erlingsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Peter Engkvist
Leikstjórn: Peter Engkvist
Leikmynd: Hópurinn
Búningar: Hópurinn
Lýsing: Garðar Borgþórsson og Þórður Orri Pétursson
Sýningarstjórn: Christopher Astridge

Það var gaman á þessum árum, þegar Brynja og Erlingur tóku upp á því að byggja „Skemmtihús“ inni í sínum eigin garði í hjarta borgarinnar. Ekkert var þeim ofviða, þessum glaðbeittu hjónum. Þetta skemmtihús varð eins konar ögrun við atvinnuleikhúsin tvö, upplífgandi viðbót við annars heldur fábrotið leiklistarlíf Reykjavíkur. Brynja var engum lík. Hún lét ekki auðveldlega að stjórn, og naut sín best, þegar hún vann sjálfstætt og fór sínar eigin leiðir – bæði frjó í hugsun og hugvitsöm. Gafst aldrei upp.

Lesa meira

„Betri eru tveir en einn“

Borgarleikhúsið frumsýnir: Mýs og menn eftir John Steinbeck

Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson
Aðstoðarleikstjórn: Jón Atli Jónasson
Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir
Búningar: Ilmur Stefánsdóttir, Anna Kolfinna Kuran
Tónlist: Davíð Þór Jónsson
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson
Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir

„Betri eru tveir en einn, með því að þeir hafa góð laun fyrir strit sitt. Því að falli annar þeirra, þá getur hinn reist félaga sinn á fætur, en vei andstæðingnum sem fellur og enginn annar er til að reisa á fætur“.

Lesa meira

Macbeth

Macbeth í Þjóðleikhúsinu
Leikstjórn: Benedict Andrews
Leikmynd: Börkur Jónsson
Búningar: Helga I. Stefánsdóttir
Tónlist: Oren Ambarchi
Hljóðmynd: Kristinn Gauti Einarsson og Oren Ambarchi
Lýsing: Halldór Örn Óskarsson
Þýðing: Þórarinn Eldjárn


Macbeth er ódauðlegt verk og á jafnmikið erindi við okkur í nútímanum og það átti, þegar það var skrifað, seint á 16. öld

Sagan af Macbeth er einhver magnaðasta draugasaga allra tíma. Það er mjög við hæfi að flytja hana á þessum tíma árs, þegar myrkrið grúfir yfir, kolsvart og ógnvekjandi. Myrkriðminnir okkur stöðugt á, hvað við megum okkur lítils í stríði við náttúruöflin. Það eru þau, semspinna okkur lífsþráð, skapa okkur örlög, sem engu þyrma og verður ekki haggað, hvað sem á gengur. Örlögin eru óumflýjanleg. Þannig voru örlög Macbeths líka óumflýjanleg. En hann stóð í þeirri trú, að hann gæti hagrættörlögunum sér í hag. Og í því var fall hans falið.

Lesa meira

Zombiljóðin: Lifandi dauð

Borgarleikhúsið frumsýnir ZOMBILJÓÐIN eftir: Mindgroup í leikstjórn Mindgroup
Leikmynd gerði: Mindgroup
Tónlist stjórnar: Mindgroup
Lýsingu annast Kjartan Þórisson og Mindgroup
Stjórn sýningar: Haraldur Björn Halldórsson
Leikarar: Mindgroup

Mindgroup skipa:
Halldóra Geirmundsdóttir
Hallur Ingólfsson
Jón Atli Jónasson
Jón Páll Eyjólfsson


Zombiljóðin

Svona eftir á að hyggja, hefði leikhúsið átt að setja gestum sínum fyrir að lesa leikskrána, áður en þeir gengu í salinn. Ella er hætt við, að þeir botni ekki upp eða niður í því, sem fram fer á sviðinu – fyrr en vonandi eftir á. Enda sagði gamalreyndur leikhúsmaður við mig, um leið og við gengum í salinn: “Ég ætla ekki að óska þér ekki góðrar skemmtunar í kvöld, Bryndís, heldur bara …”

Lesa meira

Hedda Gabler: Uppreisn í stássstofunni

Þjóðleikhúsið frumsýnir HEDDA GABLER eftir Henrik Ibsen
Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir
Þýðing og dramatúrgía: Bjarni Jónsson
Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson
Búningar: Filippía I. Elísdóttir
Tónlist: Barði Jóhannsson
Lýsing: Halldór Örn Óskarsso


Ilmur Kristjánsdóttir í hlutverki sínu

Þóra biskupsdóttir, sem Sigrún Pálsdóttir, sagnfræðingur, gerði svo skemmtileg skil í bók, sem kom út fyrir síðastu jól, og Hedda Gabler voru nokkurn veginn samtímakonur. Fæddar um miðbik nítjándu aldar, hefðarkonur, aldar upp í smábæ, “þar sem allt virðist slétt og fellt á yfirborðinu, þótt undir niðri ríki einhvers konar stríðsástand”. Báðar þessar konur virðast eiga erfitt með að sætta sig við þær þröngu skorður, sem smáborgaralífið setur þeim. Þær hafna kröfum samfélagsins, eru ófullnægðar og dreymir um frelsi – annars konar líf.

Lesa meira

Ljótleikur MH: Hart er í heimi

Leikfélag Menntaskólans í Hamrahlíð
Sýndur í Eyjarslóð 3
Höfundar: Bjartmar Þórðarson og nemendur hans
Leikstjóri: Bjartmar Þórðarson
Danshöfundur: Ásgeir Helgi Magnússon
Ljósahönnuður: Torfi Geir Símonarson
Höfundur tónlistar: Jón H. Geirfinnsson
Nemendur sáu jafnframt um hönnun og smíði leikmyndar, þau saumuðu búninga, sömdu tónlist og förðuðu hvert annað.


Frá Leiklistarfélagi MH

Mér fannst eins og þetta gæti verið gamalt frystihús – eða kannski bara vinnslusalur í frystihúsi. Hér hafa hugsanlega einhvern tíma staðið örþreyttar konur og pillað rækjur eða flakað þorsk til útflutnings. En það er liðin tíð. Nú er hér ekkert nema ísköld gólf og snjakahvítir veggir. Birtan er bláföl – eiginlega líkföl. Ósjálfrátt dreg ég fæturna undir mig og hneppi að mér kápunni til að halda á mér hita. Er þetta fyrirboði um það sem koma skal? Ljótleikur heitir það.

Lesa meira