Var það ekki Kiljan sem sagði, að fegursta bókarheiti á íslensku væri: „Frá Djúpi og Ströndum“? Þetta rifjaðist upp fyrir mér um seinustu helgi, þegar við leituðum aftur á fornar slóðir. Við, þ.e.a.s. við Kolfinna, Jón Baldvin og bróðursonur hans, Ari – og Urður Ólafsdóttir vinkona okkar.
Og fornar slóðir? Jú – Jón Baldvin sem segist vera fæddur í Alþýðuhúsinu á Ísafirði, var vistaður í sveit hjá móðurbróður sínum, Hafliða í Ögri, fram undir fermingu. Móðurfrændur hans kenna sig við Strandsel, þar sem fyrsti formaður Alþýðuflokks og forseti ASÍ, Jón Baldvinsson, var fæddur. Hannibal faðir hans, er hins vegar ættaður af Norðurströndum en fæddur í Arnardal við Skutulsfjörð. Sumir segja, að Jón Baldvin sé seinasti maðurinn sem enn talar vestfirsku. Þetta er að vísu ekki rétt, því að ég heyri ekki betur en að Kolfinna, dóttir okkar, tali líka óforbetranlega vestfirsku; hún ólst reyndar upp á Ísafirði og er upp á dag jafnaldri Menntaskólans á Ísafirði.
Lesa meira