Jón Sigurður Norðkvist: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Að hlusta á þessa manneskju er eins og að krjúpa við fætur meistara sem maður treystir 100%. Ef að ég væri dómari og ætti að dæma í málefnum Bryndísar yrði hún fundin sek um eitt atriði:”kærleika”. Á sama tíma og hún segir á umburðarlyndan hátt hvernig við getum verið miskunnarlaus í að rífa í okkur fólk þá segir hún um leið hvernig hægt er að taka á því og snúa vörn í sókn.

Elsku Bryndis Schram þú ert frábær og takk fyrir að koma alltaf til dyranna eins og þú ert klædd og lýsa upp dimma veröld með öllum þínum elegance.

Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Stórkostleg bók sem er spennandi, frábærlega skrifuð og hrífandi. Hún fjallar um fjölbreytt og reynsluríkt líf Bryndísar Schram sem hún lýsir á einlægan hátt.
Bókin er einnig fræðandi um þá tíma sem hún fjallar um varðandi t.d. menntun, menningu-og listir, pólitíkina, þjóðfélagið og eigið fjölskyldulíf. Það vekur furðu hvernig Bryndís hefur komist í gegn um hryllilegar stundir og erfiðleika.

Við lestur bókarinnar gapti ég af undrun, varð spennt að halda áfram, slakaði á, hló og grét.

Já, bókin snerti allan tilfinningaskala minn og fræddi mig um leið.

Kærar kveðjur frá okkur Steina,
Fjóla.

Jón Sigurður Eyjólfsson: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Þó Bryndís Schram brosi gegnum tárin er hún miklu meira en fegurðardrottning, hvað þá ballerína og mun meira en aðeins eiginkona eins af okkar svipmestu stjórnmálamönnum.

Það sem gerir þessa bók skemmtilega er að hún er svo full af lífi að það hálfa væri nóg. Reyndar sáum við þessa forvitni og lífsneista á skjánum, enda er hún ein af okkar allra besta sjónvarpsfólki, en það var engin tilgerð því sama lífsins libidó færir líf í tilveruna hvert sem hún fer, hvort sem það er vestur á fjörðum, í fjölmiðlafansinum fyrir sunnan eða í kalklituðum fjallahúsunum í Salobreña.

Lesa meira

Herdís Hubner: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Bryndís Schram hefur sent frá sér bókina Brosað gegnum tárin þar sem hún segir frá lífi sínu, gleði og sorgum. Áður hafa komið út tvær bækur um líf Bryndísar, Ólína Þorvarðardóttir skrifaði þá fyrstu 1998 en fyrir 12 árum kom út bókin Í sól og skugga sem Bryndís skrifaði sjálf. En ef einhver heldur að hér sé borið í bakkafullan læk skal strax tekið fram að svo er ekki, enda hefur hún lifað langa og viðburðaríka ævi sem verður að sjálfsögðu ekki gerð full skil á nokkrum blaðsíðum.

Bryndís brosir gegnum tárin og hefur gaman af ferðalögum og lestri góðra bóka eins og klisjan um fegurðardrottninguna býður. En Bryndís er engin klisja, engin innantóm fegurðardís – ef slík er þá til. Bryndís er stórvel gefin kona, hæfileikarík á ótal sviðum og hefur lifað óvenjulegu og merkilegu lífi, gegnt margs konar störfum, gjarnan í kastljósi fjölmiðla, búið í mörgum ólíkum löndum, ferðast um allan heim og kynnst mörgu af valdamesta fólki veraldar.

Lesa meira

Gunnar Þórðarson: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Ég ætla að mæta. Ég velti því fyrir mér hvort þessi hjón hafi ekki lent í galdra-ofsóknum. Án þess að ég get dæmt um það sem Jón Baldvin á að hafa gert þá finnst mér alltof langt gengið. Reynt er að rústa lífi þessara hjóna með sögusögnum án sannana. Það þarf kannski kjjark til að segja það en ég finn til með þeim og stend með þeim miðað við það sem á borðum liggur. Ísfirðingar fengu alla vega að njóta þeirra góðu verka og margt mjög gott að segja um dvöl þeirra hér í bæ!

Elísabet Gunnarsdóttir: Brosað í gegnum tárin, ritdómur

,,Ég vona að hún hlífi engum’’ sagði vitur kona þegar hún heyrði af nýjustu bókinni hennar Bryndísar Schram ,,sannleikurinn leitar alltaf upp á yfirborðið – skilar sér þangað á endanum – sama hvað’’.

Ég verð að viðurkenna að ég var sjálf kvíðin fyrir lestrinum, margt í lífi þeirra Bryndísar og Jóns er sveipað ævintýraljóma en þau hafa ekki alltaf notið sannmælis og hin síðari ár hefur keyrt um þverbak; flestir þekkja til hvers er vísað enda hafa fjölmiðlar og aðrir velt sér uppúr flestu sem þessu góða fólki viðkemur. Ég kýs að nefna ekki þau mál sem verið hafa til umræðu undanfarin misseri enda hef ég engar forsendur til að dæma neitt af því sem þar hefur verið rætt. Hins vegar sé ég ekki betur en að almannrómur hafi brugðist við þessum málum með ómanneskjulegum hætti svo sárt er að fylgjast með. Við teljum okkur búa í siðuðu samfélagi en stendur það undir væntingum hvað þessi mál varðar?
Mín fyrsta hugsun hefur alltaf verið sú að allir eigi rétt á því að njóta sannmælis, allir eigi rétt á því að bera hönd fyrir höfuð sér. Ég er búin að þekkja Jón og Bryndísi frá því ég var barn, ég þekki þau ekki af neinu nema góðu og þykir afskaplega vænt um þau bæði sem manneskjur, sem kennara og fyrirmyndir. Það sama á við um fólkið sem ég umgengst og hefur þekkt þau jafn lengi og ég.

Lesa meira

Ólafur Þ. Harðarson: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Bryndis Schram hefur skrifað merkilega bók, “Brosað gegnum tárin”. Kemur víða við: æskuminningar, Ísafjarðarár, margvísleg störf, pólitík, langdvalir í útlöndum. Dásamlegar frásagnir, skemmtilegar, litríkar, fullar af húmor og hlýju …

Skarpar svipmyndir af samferðafólki, ma. eftirminnilegar lýsingar á tengdaforeldrunum, Hannibal og Sólveigu. Líka mörgum listamönnum og stjórnmálamönnum, íslenskum og útlenskum.

Bryndís er merkileg og sterk kona, sem hefur unnið mikil afrek í lífinu. Maður hennar, Jón Baldvin Hannibalsson
er einn merkasti stjórnmálamaður Íslendinga. Í bókinni er listilega fjallað um samferð þeirra í rúma sex áratugi. Þar margt áhugavert, fagurt og skemmtilegt – og Bryndís skrifar léttan, skýran og lipran texta.

En þau hafa líka lent í mótvindi.

Lesa meira

Brynjólfur Jónsson, Binni frændi: Brosað gegnum tárin, ritdómur

BROSAÐ Í GEGNUM T’ÁRIN
Ég hef alltaf dáðst að hæfni Bryndísar Schram, að setja á blað, hvort sem er gagnrýni, frásagnir, eða lýsingar af hinu atburðaríka lífi sem hún hefur lifað, en ég held að þessi bók slái öllu við.

Skemmtilegar sögur úr hennar lífi verða lifandi og taka hug manns hertaki.
Síðan tekur við hinn dramatíski þáttur, sem hefur einkennt part af sögunni, og hann er erfitt að lesa þó svo að Bryndís taki frekar veikara til orða en hún hefði kannski getað.

Þar koma fram ýmsar skýringar á aðdraganda atburða sem gjarnan hefðu mátt koma fram fyrr, það hefði kannski breytt viðhorfi og hugsun fólks sem gjarnan blaðrar án þess að vita hvað um er að ræða.

Við hjónin höfum bæði lesið bókina í sitt hvoru lagi, og erum sammála að þessa bók ættu allir að lesa.
Til hamingju Bryndís.

Ásdís Bergþórsdóttir: Brosað gegnum tárin, ritdómur

Sæl og blessuð Bryndís mín

Nú verð ég að útskýra smávegis. Ég vinn tvö störf annars vegar sem forritari og hins vegar sem sálfræðingur (reyndar er ég í því þriðja sem krossgátuhöfundur) og það hefur verið brjálað að gera hjá mér.

Nema hvað – af því að ég er bóhemi og fylgi fáum forskriftum samfélagsins þá ákvað ég fyrir nokkrum mánuðum að ég ætlaði að kaupa mér infra-rauða saunu og setja upp í borðstofunni minni! Það er búið að vera snarbrjálað að gera hjá mér – ég vinn 12-14 tíma á virkum dögum. Ég ákvað að borðstofan yrði vinnuherbergi, hvíldarherbergi og gestaherbergi. En þegar ég kom í sauna-klefann þá hafði ég allt í einu tíma – í staðinn fyrir að vera á útopnu, æðandi á milli verka þá var ég róleg og allt í einu fattaði ég – þetta er brillant tími til að lesa! Þannig tókst mér að klára bókina þín í infra-rauðum sauna klefa.

Lesa meira

Árni Gunnarsson: Brosað gegnum tárin, ritdómur

BÓKIN HENNAR BRYNDÍSAR.
Bryndís Schram, þjóðþekkt kona og umtöluð, hefur skrifað nýja bók, sem hún nefnir “Brosað gegnumtárin”. Efni bókarinnar; líf hennar sjálfrar og með eiginmanninum Jóni Baldvin Hannibalssyni. Frásögn hennar spannar allmörg ár, en tími sögunnar afmarkast ekki endilega af ártölum, fremur af atburðum, verkefnum eiginmannsins og ferðalögum.
Í upphafi bókar rifjar hún upp hamingjusama bernsku sína, fjallar um ástríka foreldra, árin í MR, ballettnám og þátttöku í leiksýningum. Fátt skyggir á gleði hennar. Hún á sér drauma um frekara nám og þátttöku í heimi leiklistar. Dansinn er hennar mesta gleði og ástríða.

Lesa meira