Lorca – listaskáldið spænska – er undrabarn ljóðsins. Innsæi hans í mannlegt eðli er gegnumlýsandi. Ljóðmál hans er töfraveröld út af fyrir sig. Framan af stuttum ferli varð þetta innblásna ljóðskáld beinlínis til trafala fyrir leikritasmiðinn, Lorca. Hann var hrópaður niður á fyrstu sýningu, sem hann efndi til, kornungur, í Madrid. Og ef þeir hefðu myrt hann þrítugan, lægi hann sennilega enn, gleymdur og grafinn, í óþekktri fjöldagröf. En á seinasta áratug ævinnar fékk náðargáfan að blómstra – allt gekk upp. Hugmyndaauðgin var ótæmandi. Ljóðaperlurnar glitruðu eins og flugeldasýning á næturhimni. Sviðsverkin – þessi voldugu prósaljóð um mennska tilveru – gegnumlýstu tíðarandann.
KARLMANNSLAUSAR KONUR! í Gamla bíói Hús Bernhörðu Alba
Leikrit um konur í bæjum Spánar
Höfundur: Federico Garcia Lorca
Þýðandi: Jón Hallur Stefánsson
Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir
Leikmynd: Brynja Björnsdóttir
Búningar: Þórunn María Jónsdóttir
Lýsing: Þórður Orri Pétursson
Kórstjórn: Margrét Jóhanna Pálmadóttir
Sviðshreyfingar: Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen
Lekgervi: Ásdís Bjarnþórsdóttir