
Fjölskyldan – ágúst í Osage sýslu
Þegar ég geng prúðbúin inn í leikhúsið á frumsýningarkvöldi, er mér oft svipað innan brjósts og þegar ég legg upp í langa flugferð. Það fer fiðringur um magann um leið og flugvélin hefur sig á loft og skýst upp í bláan himininn. Framundan eru óvissuævintýri.