Stjörnuleikur sem endar með flugeldasýningu

Borgarleikhúsið frumsýnir: Fjölskyldan – ágúst í Osage sýslu

Höfundur: Tracy Letts
Leikstjóri: Hilmir Snær Guðnason
Tónlist: KK
Leikmynd: Börkur Jónsson
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Búningar: Margrét Einarsdótti


Fjölskyldan – ágúst í Osage sýslu

Þegar ég geng prúðbúin inn í leikhúsið á frumsýningarkvöldi, er mér oft svipað innan brjósts og þegar ég legg upp í langa flugferð. Það fer fiðringur um magann um leið og flugvélin hefur sig á loft og skýst upp í bláan himininn. Framundan eru óvissuævintýri.

Lesa meira

Græðgin, hrokinn, fallið, hefnd guðanna

Þjóðleikhúsið: HEFND GUÐANNA

VÖLVA
Eftir Pálínu Jónsdóttur og Walid Breidi
Byggt á Völuspá í endurortri gerð Þórarins Eldjárns
Tónlist: Skúli Sverrisson
Sviðsmynd og videosamsetning: Xavier Boyaud
Búningur: Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir og Filippía I. Elísdóttir
Hárgreiðsla: Guðrún Erla Sigurbjarnardóttir
Ljósastjórn: Karl Sigurðsso


Þjóðleikhúsið

Hart er í heimi
Hórdómur mikill
Skeggöld, skálmöld
Skildir eru klofnir
Vindöld, vargöld
Og veröldin steypist.
Enginn maður öðrum hlífir.

Lesa meira

Spillingin étur börnin sín í Eftirlitsmanninum

SPILLINGIN ÉTUR BÖRNIN SÍN e. Nikolaj Gogol
Eftirlitsmaðurinn
Þýðing: Bjarni Jónsson
Leikstjóri: Stefán Jónsson
Leikmynd: Móeiður Helgadóttir
Búningahönnun og leikgervi: Myrra Leifsdóttir
Lýsing: Mika Haarinen
Tónlist: Magga Stín


Eftirlitsmaðurinn

Nú eru liðnar tæpar tvær vikur síðan lokaársnemendur við Listaháskólann í Reykjavík frumsýndu Eftirlitsmanninn eftir Gogol. Þetta verk er talið skyldulesning allra þeirra sem unna góðu leikhúsi – eins konar klassík leikbókmenntanna. Gogol er settur á stall með Moliére og Shakespeare.

Lesa meira

Curriculum vitae

Bryndís er Reykvíkingur í húð og hár. Hún stundaði dansnám hjá Rigmor Hanson frá unga aldri og við Listdansskóla Þjóðleikhússins frá stofnun 1950. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1958, stundaði frönskunám í Sorbonne 1958-59, nám í tungumálum við Edinborgarháskóla 1959-60,og lauk jafnframt danskennaraprófi frá Royal Academy (RADA) vorið 1960.

Bryndís Schram

Bryndís Schram

Hún lauk brottfararprófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1964, sótti kennaranámskeið í frönsku við háskólann í Aix-en Provence sumarið 1971 og við háskólann í Nice sumarið 1975. Hún lauk BA-prófi í ensku, frönsku og latínu við HÍ 1973. Árið 2000 settist Bryndís aftur á skólabekk og lagði þá stund á spænsku og spænska málfræði við Georgetown University, í Washington D.C.,síðan í Mexico City, við háskólana í Helsinki, Sevilla og Granada.

Lesa meira

Í sól og skugga

Í sól og skugga eru endurminningar Bryndísar Schram, þar sem hún dregur upp litríkar mannlífsmyndir frá Bandaríkjunum, Kanada, Suður-Ameríku, Finnlandi, Eystrasaltslöndum, Suður-Evrópu og ekki síst frá öðrum heimkynnum sínum, Andalúsíu. Ævintýraleg tilvera, heitar tilfinningar og iðandi mannlíf – allt þetta ber hún hér fram á blómum skrýddu veisluborði minninganna.

JPV gaf bókina út 2008. Sjá hér: Í sól og skugga