Gerpla: Sjálfsmynd þjóðar – í spéspegli

GERPLA í leikgerð Baltasars Kormáks og Ólafs Egils Egilssonar eftir skáldsögu Halldórs Laxness

Leikstjórn: Baltasar Kormákur
Leikmynd Grétar Reynisson
Búningar: Helga I Stefánsdóttir
Lýsing: Lárus Björnsson
Tónlistarstjórn og hljóðmynd: Gísli Galdur Þorgeirsso


Gerpla

Ég man alveg hvar ég var, þegar ég las Gerplu í fyrsta sinn. Það var á sólarströnd í Suður-Frakklandi eitt sumar endur fyrir löngu. Ég var nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík, en hafði óvænt fengið styrk til frönskunáms í fríinu. Kennslan fór fram á morgnana en síðdegis fann ég mér stað á ströndinni með Gerplu í hönd. Kennarinn í MR hafði skipað okkur að vera búin að lesa hana fyrir haustið.

Lesa meira

Tilbrigði við stef þrjár stjörnur: Sælla er að gefa en þiggja

Tilbrigði við stef eftir Þór Rögnvaldsson
Sýnt í Iðnó
1. stef
Eftir: August Strindberg
Leikstjóri: Inga Bjarnason
Aðstoðarleikstjóri: Hildur Sif Thorarensen
Búningar: Fitore Berisha
Lýsing: Bjarni Pálmason

Leikendur:
Lilja Þórisdóttir
Guðrún Þórðardóttir
Valgeir Skagfjörð
Gunnar Gunnsteinsson
Ólafur Þor Jóhannesso


Tilbrigði við stef

Hvar í heiminum nema á Íslandi getur maður farið í leikhús í hjarta borgar – þar sem þögnin í umhverfinu er slík, að gluggar standa galopnir og eina hljóðið sem berst inn, er gargið í gírugum gæsum – eða álftakvak í umvöndunartón? Hvergi, hugsa ég – en þannig er einmitt stemningin á efri hæðinni í Iðnó þessa dagana. Kaffileikhús – og það í orðsins fyllstu merkingu, því að það er boðið upp á kaffi, jafnvel heitt súkkulaði með rjóma og kruðeríi, í upphafi leiks og áhorfendur deila því með leikendum. Leikendur fá jafnvel eitthvað sterkara, þegar orðræðan verður of ágeng. Jarðgulur litur veggjanna heldur hlýlega utan um leikendur og gesti, þar sem þeir sitja í hnapp hver á móti öðrum. Svona var leikhús kannski einmitt hugsað í upphafi, staður þar sem maður talar við mann og segir sögu. Í svona þröngu rými fá orðin aukið vægi og það hentar mjög vel þeim, sem liggur mikið á hjarta og þurfa að veita tilfinningum sínum útrás.

Lesa meira

Góðir Íslendingar: Eins og í spegli

Góðir Íslendingar frumsýnt í Borgarleikhúsinu 22. janúar 2010 – finnst við ekki vera í tengslum við raunveruleikann –

Höfundar: Mindgroup
Jón Atli Jónasson
Jón Páll Eysteinsson
Hallur Ingólfsson

Myndband: Mindgroup

Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir og leikhópurinn
Búningar: Stefanía Adolfsdóttir og leikhópurinn

Leikendur:
Bergur Þór Ingólfsson
Dóra Jóhannsdóttir
Halldór Gylfason
Halldóra Gerimundsdóttir
Hallur Ingólfsson
Jón Atli Jónasson
Jón Páll Eysteinsso


Hallur Ingólfsson og Halldóra Geirharðsdóttir í hlutverkum sínum í sýningunni Góðir Íslendingar í Borgarleikhúsinu. Borgarleikhúsið

Fyrir nokkrum dögum sá ég kvikmyndina “Maybe I should have”. Aðalpersónan í myndinni hljóp út um víðan völl með kvikmyndavélina í eftirdragi, hvort sem það var í Reykjavík, Lúxemburg eða Tortolu, og spurði spurninga. Hann spurði erfiðra spurninga og heimtaði heiðarleg svör. Hann fékk svörin og okkur leið ekkert vel – fannst þó að við hefðum komist eitthvað nær kjarnanum – jafnvel fundið sökudólgana, gripið á meinsemdinni.

Lesa meira

Faust: Eru lögfræðingar (líka) í helvíti?

FAUST, leikverkið er byggt á skálverki Goethes.
Frumsýnt í Borgarleikhúsinu 15. janúar 2010

Höfundar:
Björn Hlynur Haraldsson
Gísli Örn Garðarsson
Nína Dögg Filippusdóttir
Víkingur Kristjánsson og Carl Grose

Leikstjóri: Gísli Örn Garðarsson
Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson
Búningar: Filippía Elísdóttir
Lýsing: Þóðður Orri Pétursson
Hljóðmynd: Thorbjörn Knudsen og Frank Hall
Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadótti


Frá Borgarleikhúsinu

„Geggjuð flott sýning”, sagði gelgjan við hliðina á mér, um leið og hún stóð upp að lokinni forsýningu, sem ég sótti til að undirbúa mig. „Kjaftæðið í kallinum var að vísu hundleiðinlegt, en loftfimleikarnir voru cool.”

Einhvern veginn svona komst hún að orði, stelpan. Og ég fór að hugsa um það á leiðinni heim, að líklega væri þetta einmitt rétta leiðin til að pranga heimsbókmenntunum upp á gelgjur og göslara nútímans. Beita þau sömu aðferðum og í leikskólanum? Gera námið að leik? Og áður en þau vita af, hafa þau fengið áhuga á heimspekilegum vangaveltum Goethes – ég tala nú ekki um allra hinna, Shakespeares, Schiller eða Ibsens. Og þessi aðferð á auðvitað rétt á sér, ef hún nær tilætluðum árangri.

Lesa meira

Ókyrrð: Fleiri orð, færri stóla

ÓKYRRÐ
Kassinn

Höfundar: Friðgeir Einarsson, Ragnar Ísleifur Bragason og Margrét Bjarnadóttir
Leikstjóri: Friðgeir Einarsson
Leikarar: Friðgeir Einarsson, Ragnar Ísleifur Bragason og Margrét Bjarnadóttir
Hljóðmynd: Kristján Loðmfjörð
Aðstoð við leikstjórn: Saga Sigurðardótti


Ókyrrð

Sviðsmyndin er kolsvartur kassi, án upphafs né endis. Óræð vídd. Hversdagslegir skrifstofustólar eru einu sviðsmunirnir. Þrjár litlausar persónur húka upp við vegg, stara fram fyrir sig, án vitundar hver um aðra. Engin þeirra segir neitt. Engin gerir neitt.
Hvers er að vænta?

Lesa meira

Oliver!: Um þjófa, hórur og herramenn

Þýðing: Þórarinn Eldjárn
Þýðing söngtexta: Jóhann G. Jóhannsson
Leikstjórn: Selma Björnsdóttir
Tónlistarstjórn: Jóhann G. Jóhannsson
Danshöfundur: Alette Collins
Leikmynd: Vytautas Narbutas
Búningar: María Ólafsdóttir
Lýsing: Lárus Björnsson og Ólafur Ágúst Stefánsson
Hljóðstjórn: Ísleifur Birgisson og Tómas Freyr Hjaltason
Sýningarstjóri: Kristín Hauksdótti


Óliver!

Þó að mér hafi ekki enn tekist að skilja, hvernig Selmu Björnsdóttur, tókst að sannfæra Þjóðleikhússtjóra um, að hundgamall söngleikur, sem búið er að teygja og toga árum saman endalaust í útvarpi, sjónvarpi, leikhúsum og kvikmyndasölum um alla heimsbyggðina, skyldi verða jólasýning hér uppi á Íslandi eina ferðina enn, þá verð ég að viðurkenna, að ég dáist að fagmennsku, vandvirkni, smekkvísi og krafti þessarar ungu konu, sem lætur sér greinilega ekki allt fyrir brjósti brenna. Það er töggur í Selmu Björnsdóttur og full ástæða til að byrja á því að óska henni til hamingju með fjörlega og vandaða sýningu.

Lesa meira

Maríuhænan: Leikhús fyrir leikskólann

Þjóðleikhúsið: Maríuhænan, dansleikhús frá Noregi fyrir börn frá níu mánaða aldri

Hugmynd, leikmynd og hreyfingar: Inger Cecilie Bertrán de Lis
Dansarar: Inger Cecilie Bertrán de Lis og Tinna Grétarsdóttir
Tónlist: Karoline Rising Næss
Búningar: Hilde Elisabeth Brunsted
Lýsing: Elisabeth Kjeldahl Nilsson og Gunnvá Meinseth
Tónlistarflutningur: Karoline Rising Næss, Andreas Bratlie, Tale M. Mydske
Ráðgjöf: Robert Skjærstad
Framleiðandi: Inger Cecilie Bertrán de Lis
Aðstoð við framleiðslu: Marianne Alber


Maríuhænan

Sú var tíð að ég trommaði með alla mína krakka í leikhús og á tónleika og á balletta og gaf þeim ordrur um að sitja grafkyrr sýningar á enda – það var sko engin miskunn (hjá Magnúsi) þá. Þetta var þáttur í uppeldinu, þau áttu að læra á leikhús fyrir lífið.

Lesa meira

Jesús litli: Fíngerður vefur sem hvergi slitnar

Borgarleikhúsið: Jesús litli

Eftir: Benedikt Erlingsson, Berg Þór Ingólfsson, Halldóru Geirmundsdóttur

Frumsýnt í Borgarleikhúsinu 21. nóv. 2009
Leikstjórn: Benedikt Erlingsson
Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson
Lýsing: Kjartan Þórisson
Tónlist, útsetningar og tónlistarstjórn: Kristjana Stefánsdóttir
Höfundar sýningar: Benedikt Erlingsson, Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirmundsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Snorri Freyr Hilmarsso


Jesús litli

Sagan endurtekur síg. Alltaf sama sagan, eins og Eldjárn segir, – ár eftir ár. Jólin nálgast. Í svartasta skammdeginu er allt sett á fullt í háspenntu neysluæði. Það þarf að nýta hverja stund til að undirbúa hátíðarnar. Það þarf ekki bara að þrífa allt hátt og lágt, heldur þarf eiginlega að breyta heimilinu í eins konar vöruhús. Fólk gerir út leiðangra í Kringlur og Smáralindir og kemur klifjað til baka af dóti og virðist aldrei fá nóg. Við þurfum að vinna baki brotnu til þess að eiga fyrir þessum ósköpum. Samkeppnin við náungann, mannjöfnuðurinn við nágrannann, kröfurnar frá umhverfinu – þetta þrennt og meira til beygir okkur undir þrældómsok neysluæðisins.

Lesa meira

Hrátt og kalt

Borgarleikhúsið: Rautt brennur fyrir eftir Heiðar Sumarliðason

Leikstjóri: Kristín Eysteinsdóttir
Leikmynd og búningar: Finnur Arnar Arnarson
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson og Magnús Helgi Kristjánsson
Tónlist og hljóðmynd: Frank Hal


Hrátt og kalt

Þegar ég stóð upp að lokinni sýningu í gækvöldi var mér efst í huga, hvað Hjálmar Helgi Ragnarsson, rektor Listaháskólans, hlyti að vera stoltur á þessari stundu. Það er mikil gleði fólgin í því að sjá árangur verka sinna – sjá ungt fólk, sem maður hefur haft til leiðsagnar árum saman, skila árangri. Listaháskólinn er farinn að sanna sig, nemendur eru farnir að láta að sér kveða í atvinnuleikhúsum borgarinnar – ekki bara leikarar heldur líka leikhöfundar.

Lesa meira