Finnski hesturinn – „Finnst nokkrum gaman hérna?“

Höfundur: Sirkku Peltola
Leikstjóri: María Reyndal
Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir
Búningar: Margrét Einarsdóttir
Hljóðmynd og myndbandshönnun: Pierre-Alain Giraud
Tónlist: Angil and the Hiddentracks
Lýsing: Lárus Björnsson
Þýðing : Sigurður Karlsson

Ólafía Hrönn var stjarna kvöldsins, alger senuþjófur. Hún skyggði á alla aðra. Ég var svo heppin að sitja framarlega á annarri sýningu, svo að ég gat fylgst með hverri munnvipru, hverri augngotu, hverri hreyfingu þessa lúna líkama, sem silaðist eftir gólfinu, þyngslalegur, skakkur og skældur. Jafnvel þegar hún fær sér kríu í rúminu, eru allra augu á henni. Enda er hún höfuð fjölskyldunnar, mamma og amma, sem allir treysta á, þegar í harðbakkann slær. Hún ræður öllu og hefur leyfi til að skipa fyrir út og suður.

Lesa meira

Íslenski dansflokkurinn: Fálmað í þyngdarleysi

Fálmað í þyngdarleysi. Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í Borgarleikhúsinu

Heimur sem ekki er til – Transaquania – Into Thin Air
Ævintýraverk í sex köflum

Höfundar: Erna Ómarsdóttir. Damien Jalet. Gabríela Friðriksdóttir
Tónlist: Valdimar Jóhannsson, Ben Frost
Búningar: Gabríela Friðriksdóttir, Hranfhildur Hólmgeirsdóttir
Ljósahönnun: Kjartan Þórisson, Aðalsteinn Stefánsson
Hljóðtækni: Baldvin Magnússon
Myndband í forsal: Pierre Debusschere
Dansarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbett, Hannes Þór Egilsson, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, María Þórdís Ólafsdóttir, Steve Lorenz, Sigríður Soffía Níelsdóttir, Þyrí Huld Árnadótti


Fálmað í þyngdarleysi

“Það vantar alla mótivasjon,” sagði sjóarinn í BRIM – (sá þá mynd í vikunni – alger snilld) – og þess vegna dettur mér þetta orð í hug núna, þegar ég sest niður til að skrifa um nýjasta verkið í Borgarleikhúsinu – Heimur sem ekki er til. Það er engin bersýnileg mótivasjon að baki – enginn hvati, engin saga, ekkert upphaf, enginn endir – aðeins “lifandi skúlptúr, málverk og tónverk” – eins og höfundarnir, Gabríela og Erna, segja sjálfar.

Lesa meira

Blessuð sé minning næturinnar: Frábær flutningur og samspil orða og tóna

Útvarpsleikhúsið: BLESSUÐ SÉ MINNING NÆTURINNAR eftir Ragnar Ísleif Bragason

Leikstjóri: Símon Birgisson
Leikendur: Guðlaug María Bjarnadóttir
Árni Tryggvason
Hjörtur Jóhann Jónsson
Sara Dögg Ásgeirsdóttir
Ólöf Haraldsdóttir

Tónlist: Anna Þorvaldsdóttir
Fytjendur: Anna Þorvaldsdóttir
Justin DeHart
Berglind Tómasdóttir
Daniel Shapira

Hljóðvinnsla: Georg Magnússo


Blessuð sé minning næturinnar

Það er kominn miðvikudagur, þegar ég loks sest niður í ró og næði til þess að skrifa nokkur orð um frumflutning Ragnars Ísleifs í ríkisútvarpinu á sunnudaginn – og biðst ég forláts á því. Ég hef fátt mér til afbötunar nema hvað á sunnudaginn stóð páskahelgin sem hæst með vinafjöld, veislum og tilheyrandi, ferming nýafstaðin, og mörg önnur bjóð framundan með freistingum og hættum bæði fyrir líkamann og andann.

Lesa meira

Skepna: Ómennskan í samskiptum fólks

Skepna sem frumsýnt var í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi föstudaginn, 10. sept.

Höfundar: Daniel MacIvor og Daniel Brooks
Leikstjóri: Guðjón Þorsteinn Pálmarsson
Leikari: Bjarmar Þórðarson
Forritun: Arnar Ingvarsson
Margmiðlun: Haraldur Ari Karlsson
Hljóðmynd: Múkk
Þýðandi: Bjartmar Þórðarson
Lýsing: Hópurin


Skepna

Það er fátt sem gleður í okkar litla rotna samfélagi þessi misserin. Enginn virðist kunna lengur muninn á réttu og röngu, góðu né illu, fögru né ljótu. Fólk vafrar um með bundið fyrir bæði augu, vill hvorki heyra né sjá.
Og á meðan fer allt til helvítis.

Lesa meira

Hamskiptin: Í ham

Hamskiptin Eftir Franz Kafka

Sýningu Vesturports í Þjóðleikhúsinu

Leikgerð og leikstjórn – Gísli Örn Garðarsson og David Farr
Þýðing – Jón Atli Jónasson
Tónlist – Nick Cave og Warren Ellis
Leikmynd – Börkur Jónsson
Búningar – Brenda Murphy /Ingveldur Breiðfjörð
Lýsing – Björn Helgason / Hörður Ágústsson
Hljóðmynd – Nick Manning
Ljósmyndir – Eddi
Sýningarstjóri – Gunnar Gunnsteinsso


Hamskiptin

Það var hálfgerður beygur í mér, þegar ég sneri heim úr leikhúsinu í gærkvöldi. Það var ekki laust við, að ég væri kvíðafull, hrædd við hið ókomna, veturinn og myrkrið – og hugsanlegt birtingarform angistarinnar í okkar heillum horfna þjóðfélagi. Angistin getur snúist upp í andhverfu sína, brotist út í hamslausri grimmd og miskunnarleysi. Þeir sem ekki falla inn í mynstrið, þeir sem skera sig úr, eru öðru vísi, ofbjóða blygðunarkennd (les: réttlætiskennd) okkar – skulu víkja. Um það fjallar nóvella Franz Kafka – Hamskiptin.

Lesa meira

Stræti Nemendaleikhússins: Rafmagnað loftið

Nemendaleikhúsið frumsýnir: STRÆTI eftir Jim Cartwright

Leikstjóri: Stefán Baldursson
Leikmyndahönnun: Vytautas Narbutas
Búningahönnun: Filippía Elísdóttir
Ljósahönnun: Páll Ragnarsson og Björn Bergsteinn Guðmundsson
Búningavinnsla: Sólrún Ósk Jónsdóttir
Leikgervi: Sóley Björt Guðmundsdóttir

Leikendur: Anna Gunndís Guðmundsdóttir
Hilmar Guðjónsson
Hilmir Jensson
Lára Jóhanna Jónsdóttir
Svandís Dóra Einarsdóttir
Þórunn Arna Kristjánsdóttir
Ævar Þór Benediktsso


Listaháskóli Íslands

Það var rafmagnað loftið í gömlu smiðjunni við Sölvhólsgötu á laugardagskvöldið, þar sem Leiklistarskóli ríkisins nýtur skjóls við skemmtilega frumstæðan aðbúnað. Eitthvað svona bóhemskt og aðlaðandi. Leiksýningin var rétt að hefjast. Ungar fallegar stúlkur, allt nemendur úr skólanum væntanlega, afhentu miða og töldu í sætin. Leikritið Stræti – eftir breska rithöfundinn Jim Cartwright – prófstykkið sjálft – var að hefjast.

Lesa meira

Eilíf óhamingja í Borgarleikhúsinu: Blindingsleikur

Lifandi leikhús og Borgarleikhúsið frumsýna: Eilíf óhamingja eftir Andra Snæ Magnason og Þorleif Örn Arnarsson
Leikstjóri: Þorleifur Örn Arnarsson
Dramaturg: Símon Örn Birgisson
Lýsing: Kjartan Þórisson
Sviðsmyndarhönnuður: Drífa Freyju-Ármannsdóttir
Búningar: Judith Amalía Jóhannsdóttir

Leikendur:
Sólveig Arnarsdóttir
Guðjón Þorsteinn Pálmarsson
Atli Rafn Sigurðsson
Sara Dögg Ásgeirsdóttir
Orri Huginn Ágústsso


Frá Borgarleikhúsinu

“Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér líkist
hvítum kölkuðum gröfum, sem sýnast fagrar utan, en
innan eru fullar af dauðra manna beinum og alls kyns
óþverra. Þannig eruð þér, sýnist hið ytra réttlátir í
ranglætis.”
( Matteus, 23, 27.)

Lesa meira

Hænuungarnir: Magnað leikhúsverk – listrænt afrek

Hænuungarnir, eða minningarnar frá Karhula eftir Braga Ólafsson

Leikstjórn: Stefán Jónsson
Leikynd: Börkur Jónsson
Búningar: Ríkey Kristjánsdóttir
Lýsing: Halldór Örn Óskarsson

Persónur og leikendur:
Sigurhans: Eggert Þorleifsson
Olga: Ragnheiður Steindórsdóttir
Carl Böhmer: Pálmi Gestsson
Anastasias: Friðrik Friðriksson
Elín Ragnheiður Rosenthal: Kristbjörg Kjeld
Lillý: Vigdís Hrefna Pálsdótti


Hænuungarnir

Hefur þú nokkurn tíma komið inn í útrýmingarbúðir kjúklinga – fiðurfjárgúlag? Ég lenti í því einu sinni vestur í Bandaríkjunum og það líður mér ekki úr minni. Af hverju minnti þetta mig svo sterklega á dauðafabríkkur Hitlers eða þrælabúðir Stalíns – meira þó Hitlers, því að þetta var allt svo vísindalegt. Allt sterilíserað í hólf og gólf, hvítir læknasloppar, plastsmokkar yfir skófatnaðinn og andlitsgrímur fyrir vitum.

Lesa meira

Sjöundá Halaleikflokksins: Fyrir augliti Guðs?

Halaleikflokkurinn: Sjöundá byggð á Svartfugli eftir Gunnar Gunnarsson

Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir
Leikgerð: Ágústa Skúladóttir, Þorgeir Tryggvason og leikhópurinn
Búningar: Kristín M. Bjarnadóttir
Förðun: Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Leikmynd: Einar Andrésson

Leikendur:
Hekla Bjarnadóttir
Margrét Lilja Arnarsdóttir
Daníel Þórhallsson
Gunnar Gunnarsson
Leifur Leifsson
Árni Salomonsson
Björk Guðmundsdóttir
Kristinn Sveinn Axelsson
Gunnar Freyr Árnason
Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Þröstur Jónsson
Sóley Björk Axelsdóttir
Guðríður Ólafsdóttir
Kristinn G. Guðmundsson
Einar Andrésson
Einar Melax


Sjöundá

Þegar ég átti heima á Ísafirði í gamla daga, starfaði ég töluvert með Litla leikklúbbnum þar á staðnum. Ég hafði aldrei kynnst áhugamannastarfi áður, en ég áttaði mig fljótlega á því, hvað svona starfsemi hafði mikið félagslegt gildi í bæjarlífinu. Eiginlega gekk það fyrir öllu og risti miklu dýpra en hin listrænu gildi. Fólk af öllum stigum samfélagsins var fúst til þess að rífa sig upp eftir langan vinnudag, í frystihúsinu eða á skrifstofunni, koma saman og rýna í texta um annars konar líf á framandi slóðum, setja sig í spor syndugra manna eða sælla kvenna, fá að hlæja og gráta, syrgja og gleðjast, fá að upplifa eitthvað nýtt og spennandi, kanna mannlegar tilfinningar, sem einhæft lífsmynstur í litlu þorpi bauð ekki upp á svona hvers dags. Þannig kom mér þetta fyrir sjónir. Það skipti ekki máli, hvaða verk var verið að fást við, heldur hvernig hópurinn náði saman og skemmti sér. Áhorfendur voru aukaatriði, eitthvað sem kom óvænt upp úr kassanum, eins og rúsína í pylsuendann.

Lesa meira

Ufsagrýlur í Hafnarfjarðarleikhúsinu: Orða vant

Hafnarfjarðarleikhúsið: Ufsagrýlur

Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson
Leikmynd: Móeiður Helgadóttir
Búningar: Myrra Leifsdóttir
Leikgervi: Ásta Hafþórsdóttir
Lýsing: Garðar Borgþórsson
Tónlist/hljóð: Stilluppsteyp


Ufsagrýlur

Hver er þessi Móeiður Helgadóttir? Ég bara spyr. Hún hefur verið að skjóta upp kollinum hér og þar í leikhúsheiminum, en nú ræðst hún ótrauð til atlögu við sjálft skáldið Sjón. Hugrökk ung kona, því að leikritið – þetta fyrsta leikrit, sem Sjón semur í fullri lengd – Ufsagrýlur (fáránlegt heiti) hefur ekki verið árennilegt við fyrsta lestur – hann heimtar heilt geðsjúkrahús á sviðið eða fangelsi í Guantanamo stíl, risastórt gámaskip, óveður á hafi úti, þyrlu sem nálgast með fullfermi. Hefði mátt virðast ógerlegt við ófullkomnar aðstæður í óræðu rými suður í Hafnarfirði.

Lesa meira