Svikarinn – Afhjúpun

Leikfélagið Lab Loki frumsýnir í Tjarnarbíói:

Svikarinn
Leikverk eftir Árna Pétur Guðjónsson og Rúnar Guðbrandsson.
Byggt á verkum Jean Genet, einkum Vinnukonunum.

Leikari: Árni Pétur Guðjónsson
Leikstjórn: Rúnar Guðbrandsson
Búningar og útlit: Filippía Elíasdóttir
Tónlist og lýsing: Garðar Borgþórsson
Framkvæmda- og fjármálastjórn: Birna Hafstein

Afhjúpun

Jean Genet og Árni Pétur eiga það sameiginlegt að hafa ríka þörf fyrir að ganga fram af fólki, hneyksla, ofbjóða – eða eigum við kannski að nota orðið hrista upp í – með eftirminnilegum hætti. Það gerði alla vega Árni Pétur þessa nótt, sem ég hitti hann fyrst vestur á Ísafirði fyrir mörgum mörgum árum. Og mér finnst eiginlega, núna þegar ég lít til baka, að gjörningur hans á þeirri stundu hafi verið eins konar forleikur að því, sem hann nú býður upp á í Tjarnarbíói fjörutíu árum seinna.

Lesa meira

Ballið á Bessastöðum: Landnámshænur og lóur í hlaðvarpanum

Þjóðleikhúsið frumsýnir barnaleikritið: Ballið á Bessastöðum
Höfundur: Gerður Kristný
Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir
Búningar: María Th. Ólafsdóttir
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
Brúðuhönnuður: Bernd Ogrodnik

Leikendur:
Jóhannes Haukur Jóhannesson
Þórunn Arna Kristjánsdóttir
Edda Arnljótsdóttir
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
Þórunn Lárusdóttir
Ævar Þór Benediktsson
Kjartan Guðjónsson
Örn Árnason
Anna Kristín Ásgrímsdóttir
Lára Sveinsdóttir
Hilmar Jensson

Hljóðfæraleikarar:
Baldur Ragnarsson
Jón Geir Jóhannsson
Unnir Birna Björnsdóttir


Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson í hlutverkum prinsessunnar og forsetans

Ég hef einhvern veginn svo miklar væntingar til leikhússins, að í hvert sinn, sem ég er ekki alveg sátt við sýningu, þá hef ég tilhneigingu til að kenna sjálfri mér um – að ég sé bara þreytt eða illa fyrir kölluð, eða hafi bara einfaldlega ekki vit á því, sem á borð er borið. Þar að auki fór ég alein á Ballið á Bessastöðum, hafði engan félagsskap. Ég saknaði þess að hafa ekki lítinn hnokka við h lið mér, sem gæti vottað með látæði sínu, hvort sýningin væri skemmtileg eða leiðinleg – þetta er nú einu sinni barnasýning og það er því þeirra að dæma. Það eru börnin, sem eiga að fylla salinn sunnudag eftir sunnudag, og ef það tekst að lokka þau í leikhúsið (þrátt fyrir 3.200 krónur miðaverð), þá er sigurinn unninn og segir allt um sýninguna, sem segja þarf –sama hvað mér finnst, sem er komin nokkuð af barnsaldri.

Lesa meira

Súldarsker: Dúndur í Tjarnarbíói

Leikhópurinn Soðið svið sýnir í Tjarnarbíói SÚLDARSKER

Leikstjóri: Harpa Arnardóttir
Leikmynd: Brynja Björnsdóttir
Lýsing: Egill Ingibergsson
Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
Förðun: Svanhvít Vilbergsdóttir
Listræn ráðgjöf: Erling Jóhannesson

Leikarar:
Aðalbjörg Árnadóttir
Maríanna Clara Lúthersdótti


Súldarsker er sýnt í Tjarnarbíói. Soðin svið

Það kemur fyrir, að ég spyr sjálfa mig, hvort ég gæti hugsað mér að verða ung aftur, og hvað ég mundi þá vilja gera. Líklega mundi ég alls ekki nenna að verða ung aftur, þótt ég ætti þess kost. Ég veit af eigin reynslu, að það tekur allt of langan tíma að vera ungur og óráðin – og svo er það alger tilviljun, hvar maður lendir fyrir rest.

Lesa meira

Fjalla-Eyvindur: Blómstrandi plastverksmiðja

Leikhópurinn Aldrei óstelandi sýnir í Norðurpólnum FJALLA-EYVIND

Leikstjóri: Marta Nordal
Lýsing: Björn Elvar Sigmarsson
Tónlist: Stefán Már Magnússon
Hljóðmynd: Elísabet Indra Ragnarsdóttir
Aðstoð við leikynd og lýsingu: Rebekka A. Ingimundardóttir
Aðstoð við hreyfingar: Steinunn Ketilsdóttir

Persónur og leikendur:
Halla: Edda Björg Eyjólfsdóttir
Kári: Guðmundur Ingi Þorvaldsson
Björn: Valdimar Örn Flygenring
Arnes: Bjartur Guðmundsson


Úr Fjalla-Eyvindi

Þetta er svona eins konar rip-off – ef ég má komast svo að orði – svona svipað og maður upplifði með Hreyfiþróunarsamsteypunni um daginn, þar sem hópurinn leiddi okkur í allan sannleikann um Shakespeare – en án orða.

Lesa meira

Afinn: Siggi á betra skilið

Borgarleikhúsið frumsýnir AFANN eftir Bjarna Hauk Þórsson

Leikstjóri: Bjarni Haukur Þórsson
Leikmynd og búningar: Finnur Arnar Arnarsson
Lýsing: Kári Gíslason
Tónlist: Pálmi Sigurhjartarson

Leikari: Sigurður Sigurjónsso


Siggi á betra skilið

Mér finnst einhvern veginn, að þeir Sigurður Sigurjónsson og Bjarni Haukur Þórsson, hefðu átt aðgera það upp við sig, áður en þeir lögðu upp í þessa ferð, hvort þeir ætluðu að búa til leikrit eða “uppstand” (stand-up show). Það er ekki nokkur leið að hræra þessu tvennu saman, svo að vel fari. Leikrit lúta ákveðnum lögmálum, fyrst fer fram kynning, síðan spinnst flækja, svo verða hvörf og að lokum birtist lausnin.

Lesa meira

Elsku barn: Að finna til í stormum sinnar tíðar

Borgarleikhúsið frumflytur ELSKU BARN sanna sögu eftirDennis Kelly

Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson
Leikmynd og búningar: Ilmur Stefánsdóttir
Lýsing: Þórður Orri Pétursson
Tónlist og hljóðmynd: Hallur Ingólfsson

Leikendur:
Unnur Ösp Stefánsdóttir
Halldóra Geirmundsdóttir
Benedikt Erlingsson
Valur Freyr Einarsson
Hallgrímur Ólafsson
Nína Dögg Filippusdóttir


Frá Borgarleikhúsinu

Það var hálfgerður hrollur í mér, þegar ég sneri heim á leið að lokinni frumsýningunni. Það var ekki bara veðrið, sem vakti mér þennan hroll, heldur var það upplifun kvöldsins. Elsku barn er ágengt, miskunnarlaust og hreinskiptið verk. Það snertir mann inn í kviku og kemur róti á tilfinningarnar. Auk þess er það snilldarlega skrifað, samtölin bæði raunveruleg og sannfærandi – óþægilega sannfærandi – (þó að flæðið sé mjög þægilegt!) Það fjallar um sannleikann í samskiptum fólks, og hvernig má afvegaleiða sannleikann sjálfum sér til framdráttar.

Lesa meira

Kandíland: Nakinn sannleikur – Kattliðugir og mjúkir líkamar

Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan sýnir í Kassanum KANDÍLAND

Höfundur: Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan
Leikstjórn: Víkingur Kristjánsson
Dramatúrg: Ásgerður G. Gunnarsdótir
Flytjendur: Katrín Gunnarsdóttir, Melkorka Sigríður, Ragnheiður Bjarnarson, Steinn Ólafur Gunnarsson og Vigdís Eva Guðmundsdóttir
Sviðsmynd: Eirún Sigurðardóttir
Hljóðmynd: Gísli Galdur Þorgeirsson

Tónlist: Queen
Texti: William Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdánarsonar
Framleiðandi: Arna Ýr Sævarsdóttir
Aðstoð við gerð sýningar: Hannes Óli Ágústsso


Kandíland

Af hverju í ósköpunum þetta fráhrindandi nafn “hreyfiþróunarsamsteypan? Satt að segja varð mér fyrst hugsað til hreyfihamlaðra, síðan til þróunarsamvinnustofnunar, og loks til steypustöðvarinnar BM Vallár. (Kannski eilífri fjarveru minni af landinu um að kenna). En að þetta væri samheiti yfir lifandi mannverur, sem eftir margra ára samstarf, væru orðnar eins og steyptar í sama mótið, hópur listafólks sem hefði þróað með sér sérstakt tjáningarform, sem er bæði frumlegt og ferskt, kom skemmtilega á óvart.

Lesa meira

Lér konungur: Samtíma ádeila eða skrípalæti og skrúðmælgi

Þjóðleikhúsið frumsýnir: Lé konung eftir William Shakespeare í þýðingu Þórarins Eldjárns
Leikstjóri: Benedict Andrew
Leikmynd: Börkur Jónsson
Búningar: Helga I. Stefánsdóttir
Tónlist: Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir
Hljóðmynd: B.J. Nilsen
Lýsing: Halldór Örn Óskarsson
Dramatúrg: Matthew Whittet
Aðstoðarleikstjóri: Friðrik Friðriksson


Arnar Jónsson fer með hlutverk Lés konungs. Frá Þjóðleikhúsinu

Í forvitnilegu viðtalii Friðriku Benónýsdóttur í vikunni sem leið við Arnar Jónsson (Fréttablaðið, 24. des,), vitnar hann í pólska heimspekinginn Jan Kott, en sá maður öðlaðist heimsfrægð um miðja seinustu öld með bók sinni: Shakespeare Our Contemporary. Jan Kott var fæddur í Varsjá árið 1914 og upplifði á eigin skinni gyðingahatur og ýkta þjóðernishyggju, sem endaði í vitfirringu nazismans og síðar Stalíns. Hann nam lögfræði við háskólann í Varsjá, en sem barn síns tíma gat hann aldrei slitið hugann frá upplifun unglingsáranna, og sú reynsla setti mark sitt á allt sem hann lét frá sér fara til æviloka.

Lesa meira

Hetja í Landnámssetrinu í Borgarnesi: Á als oddi

Hetja – Gleðileikur byggður á Bárðarsögu Snæfellsáss

Sýning í Landnámssetrinu, Borgarnesi

Höfundur: Kári Viðarsson
Leikjstóri: Víkingur Kristjánsson
Lýsing og hljóð: Gunnar
Leikari: Kári Viðarsso


Landnámssetrið í Borgarnesi

Ég sagði sem svo í leikdómi um Dísu ljósálf í seinustu viku, að Kára Viðarssyni hefði tekist að gera froskinn Jeremías að algeru sjarmatrölli. Ég var því að velta því fyrir mér á leiðinni upp í Borgarfjörð í gær, hvort þessi sjarmi mundi fylgja Kára yfir í aðrar persónur, kannski ögn flóknari en froskurinn Jeremías. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Í gærkvöldi varð ég vitni að því, að Kára Viðarssyni tókst að blása lífi í löngu gengna þjóðsagnapersónu af tröllakyni, sem tók sér bólfestu í Snæfellsjökli á landnámsöld og varð með tímanum átrúnaðargoð Snæfellinga.

Lesa meira

Dísa ljósálfur: Var hálfkvíðin – Leiksýning fyrir alla fjölskylduna

Dísa ljósálfur frumsýnd í Austurbæ

Laust og bundið mál: Páll Baldvin Baldvinsson
Leikstjóri: Páll Baldvin Baldvinsson
Tónlist og útsetningar: Gunnar Þórðarson
Dansar og hreyfingar: Helena Jónsdóttir
Búningar og gervi: María Ólafsdóttir
Lýsing: Agnar Hermannsson/Exton
Ljósmyndir: Guðmundur Ingólfsson/Ímynd
Myndlýsingar: Sólveig Pálsdótti


Dísa ljósálfur

Fyrirfram var ég satt að segja hálfkvíðin fyrir hönd Páls Baldvins, höfundar og leikstjóra Dísu ljósálfs. Hann hefur á undanförnum árum verið afkastamikill leiklistargagnrýnandi og hefur leyft sér að vera nokkuð dómharður á köflum. Það hefði því verið ankannalegt, ef endurkoma hans í hlutverki þolandans hefði mislukkast, og hann hefði sjálfur orðið fyrir barðinu á leiklistargagnrýnendum. Eiginlega óbærileg tilhugsun. En sem betur fer var kvíði minn ástæðulaus. Ég gat strax andað léttara. Frá því tjaldið var dregið frá, var augljóst, að höfundur og leikstjóri voru á réttri leið.

Lesa meira